Fiskifréttir


Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 3

Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 3
FISKIFRÉTTIR föstudagur 30. maí 1997 3 Krístinn Pétursson, 1. stýrímaður og afleysingaskipstjórí á Þerney RE 2 milljónir króna á úthalds- dag á hafskarfa- veiðunum Landað úr frystitogaranum Þerney RE í Reykjavíkur Mynd/Fiskifrétt- ir: Gísli Hrafn. Frystitogarinn Þerney RE kom með fullfermi til heimahafnar nú í byrjun vikunnar eftir fimm vikna veiðiferð á úthafskarfam- iðin á Reykjaneshryggnum. I iestum togarans voru 598 tonn af afurðum og þar af voru um 500 tonn af hausuðum og frystum út- hafskarfa. Aflaverðmætið í veiði- ferðinni er áætlað um 70 mill- jónir króna og það lætur því nærri að togarinn hafi fiskað fyrir um tvær miiljónir króna á hverjum úthaldsdegi. Skipstjóri í veiðiferðinni var Kristinn Pét- ursson, sem öllu jafnan gegnir starfi fyrsta stýrimanns, og í sam- tali við Fiskifréttir sagði hann að þrátt fyrir að aflabrögðin nú væru ekki jafn góð og í fyrra og hittifyrra þá væru úthafskarfa- veiðarnar enn besti veiðiskapur- inn sem áhöfnin á Þerney RE ætti kost á að stunda. - Þegar við komum á miðin voru nokkrir íslenskir togarar búnir að vera að veiðum í u.þ.b. eina viku. Aflinn þann tíma var ágætur en veiðisvæðið var þá á 200 mílna línunni eða rétt innan hennar. Það var víst ekki óal- gengt að skipin væru með þetta 40-50 tonna afla á sólarhring eða um 20-30 tonn í holi, segir Krist- inn en hann segir að aflinn hafi tregast mjög fljótlega og algeng- ur afli fyrst eftir að Þerney RE kom á miðin hafi verið um tonn á togtímann. Einstaka daga hafi fengist upp í tvö tonn á tímann. — Það er mjög algengt að tog- að sé í 10-15 tíma í senn. Eins og aflabrögðin hafa verið á þessu vori og nú í sumarbyrjun er alveg óhætt að treysta á aflanemana. Það hefur engin hætta verið á því að innkoman hafi verið svo mikil að hætta hafi verið á því að sprengja trollin. Skipin hafa heldur ekki legið langtímum saman í vinnslu eins og gerðist bæði í fyrra og þá einkum í hitti- fyrra. Þá dugði að dýfa trollinu í nokkra tíma á dag til þess að fá hratt norður eftir. — Ég man ekki eftir að hafa séð karfann ganga svona hratt áður. Torfan fór hiklaust rúmar 20 mflur á um tveimur sólar- hringum og þegar við hættum veiðum var torfan á leiðinni í norðurátt á milli Islands og Grænlands. Hún var komin norður undir 62,30 gráður norð- lægrar breiddar og mér sýndist margt benda til veiðisvæðin væru að sameinast. I fyrra var þróunin með svipuðum hætti en þá gekk þetta ekki alveg eins hratt fyrir sig og nú. Það var reyndar mylj- andi straumur þarna úti og það kann að hafa flýtt fyrir göngu karfans, segir Kristinn. Karfamjöl aö verðmæti 3,3 millj. króna Þerney RE er annað tveggja íslenskra skipa sem hefur mögu- leika á að vinna mjöl úr úrgangi sem fellur til við vinnsluna og hefur allur sýktur karfi og annar úrgangur verið nýttur í mjöl- vinnslu fram að þessu. Að þessu sinni nam verðmæti karfamjöls- ins um 3,3 milljónum króna í veiðiferðinni og það munar um slík verðmæti. Heildaraflaverð- mætið í túrnum var sem fyrr segir áætlað um 70 milljónir króna og segir Kristinn menn ánægða með afraksturinn. — Við förum ekki aftur út fyrr en eftir Sjómannadaginn og við förum a.m.k. eina veiðiferð enn áúthafskarfamiðin. Maðurverð- ur bara að vona að veiðin detti ekki niður í millitíðinni en því er ekki að leyna að við höfum vissar áhyggjur af karfastofninum. Afkastageta skipanna frá fyrrum Sovétríkjum hefur aukist mikið og þótt veiðunum sé stjórnað með kvótum þá erum við hræddir um að besti karfinn, sem við köll- um djúpkarfa, geti orðið ofveiði að bráð. Það er því mjög brýnt að skera úr þeirri óvissu sem ríkir um karfastofnana á Reykjanes- hryggnum, segir Kristinn Péturs- son. hæfilegan sólarhringsafla fyrir vinnsluna. Þess á milli létu menn reka, segir Kristinn en hann segir engin sérstök teikn á lofti um að aflabrögðin verði með svipuðum hætti í ár. jafnan eytt töluverðum tíma í að leita að úthafskarfanum, sem hef- ur verið viðráðanlegri fyrir þá en djúpkarfinn, og nokkur rússnesku skipanna fóru á dögunum suður Þetta er allt mjög góður djúpkarfí Það, sem af er vertíðinni, hefur veiðisvæði úthafskarfatogaranna verið tvískipt. Annars vegar hafa skipin verið við landhelgislínuna og þau íslensku hafa átt kost á því að veiða fyrir innan 200 mílna mörkin og síðan hefur hitt veiði- svæðið verið 50 til 70 mílum sunn- ar. Á báðum svæðum hefur fengist mjög góður karfi, djúpkarfi segja Kristinn og félagar hans, en lítið „Úthafskarfa- veiðarnar eru enn besti kosturinn sem við eigum völ á“ Á úthafskarfaveiðum hefur orðið vart við hinn eiginlega úthafskarfa fram að þessu. — Við höfum tekið mestan afl- ann á 350-450 faðma dýpi frá yfir- borðinu og líkt og undanfarin ár hefur karfinn á þessu dýpi verið mjög góður. Þetta er ekta djúp- karfi að okkar mati og hlutfall af sýktum karfa í aflanum er mjög lítið. Undanfarin ár hafa Rússarnir um alla veiðislóðina í leit að afla. Mér skilst að árangurinn hafi verið skelfilega lélegur og þau komu því fljótlega norður eftir á nýjan leik. Annars eru rússnesku skipin núna farin að keppa við okkur um djúpkarfann. Mörg þessara skipa eru komin með Gloríutroll frá Hampiðjunni eða stór rússnesk troll og þau eru farin að fiska á sama dýpi og við. Það er farið að gera kröfur um það í Rússlandi að veiðarnar séu stundaðar með hagnaði og það er því ósköp eðli- legt að skipin sæki í karfann sem gefur hæsta verðið. Karfinn á hraðferð norður Að sögn Kristins hefur veiðin að mestu leyti verið fyrir utan 200 mflna efnahagslögsöguna síðustu daga. Veiðin hefur verið jöfn og þokkalega góð en Kristinn segir ekki hægt að tala um toppa í því sambandi. — Ég kalla það ekki toppa þótt það komi tveir til þrír dagar sem hægt er að halda uppi fullri sólar- hringsvinnslu. Þess á milli hafa komið margir dagar sem okkur hefur vantað hráefni. Það er mjög algengt að fá 20-25 tonna afla í 10 til 14 tíma holi og í raun sjaldgæft að heyra mjög háar tölur. Ég frétti af 70 tonna holi hjá einu erlendu skipi á dögunum en ég held að ís- lensku skipin hafi mest fengið um 40 tonna hol. I lok veiðiferðarinnar var Þern- ey RE á veiðum á veiðisvæðinu fjær 200 mílna mörkunum og hann segir að karfatorfan, sem Þerney RE fylgdi eftir, hafi gengið mjög Útgefandí: Fróði hf. Héðínshúsinu, Seljavegi 2, 101 Reykjavík Pósthólf 8820,128 Reykjavík Sími: 515 5500 Guðjón Einarsson Eiríkur St. Eiríksson Ljósmyndarar: GunnarGunnarsson Hreinn Hreinsson Auglýsing astjóri: Hertha Árnadóttir Rítstjórn: Sími 515 5610 Telefax 515 5599 Sími 515 5555 Telefax 515 5599 Stjórnarformaður: Magnús Hreggvíðsson Steinar J. Lúðvíksson Prentvinnsla: Prentsmiðjan Grafík hf. Áskriftarverð: 3.984 kr, m.vsk. maú-ágúst 1997 Hvert tölublað I áskrift 249 kr. m.vsk. Þeir sem greiða áskrift með greiðslu- korti fá 10% afslátt, þannig að áskriftar- verð verður 3.586 kr. fyrir ofangreint tímabil og hvert tölublað þá 224 kr. Lausasöluverð 349 kr. Allt verð m.vsk. Handbókin SJÁVARFRÉTTIR fylgir áskrift að Fiskifréttum, en hún kemur út í byrjun september ár hvert. ISSN 1017-3609

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.