Fiskifréttir


Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 21

Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 21
20 FISKIFRÉTTIR föstudagur 30. maí 1997 FISKIFRÉTTIR föstudagur 30. maí 1997 21 Texti: Myndir: ESE, Henry Jarnskor og Heiðar Marteinsson enginn fiskur, segir Henry og hlær dátt en hann segir að ástin hafi orð- ið til þess að hann hætti við frekari áform um íslandsdvöl. — Islenska krónan hafði reynd- ar fallið mikið gagnvart dönsku krónunni þannig að árið 1958 var ekki jafn hagstætt fyrir okkur Fær- eyingana og árin á undan. Þrátt fyrir það ætlaði ég aftur til Islands. Á meðan ég var heima í Götu þá plataði mig einhver til þess að ráða mig á nýjan línubát og það hefði ég betur aldrei gert. Hins vegar trú- lofaði ég mig um svipað leyti og eftir það minnkaði áhuginn á því að dvelja lengi frá heimahögunum, segir Henry en hann segist síðar hafa unnið á bæði norskum og þýskum togurum auk þess sem hann reri á færeyskum togurum og línuskipum á Færeyjamiðum og í Barentshafi. — Ég hef samanburðinn. Sjó- menn frá þessum þjóðum standast Islendingum ekki snúning, segir Henry Jarnskor Jögvansson. Líkt og aðrir viðmælendur blaðsins í Færeyjaferðinni bað hann fyrir kveðjur til gamalla félaga á Islandi og sagðist hann vonast til að sjá þá sem fyrst í Færeyjum. Þar gætu þeir a.m.k. átt von á góðum af- slætti af rútuferðum. Hluti af áhöfn Þorsteins Ingólfssonar. Á myndinni má þekkja Gísla Jón hægra megin við miðja mynd Aliir í áhöfn Sæfara á vertíðinni 1958, að skipstjóranum undanskildum, voru Færeyingar Henry er hér með dóttur sinni Bergljótu við rúturnar sem hann gerir út Sá sem þetta mælir heitir Henry Jarnskor og er hann búsettur í smábænum Strendir skammt frá Götu á Austurey. Henry var sjó- maður á íslenskum skipum á árun- um 1954 til 1958 en á Islandi gekk hann alltaf undir nafninu Henry Jögvanson. Henry, sem er 64 ára gamall, fór að vinna við akstur langferðabifreiða eftir að hann hætti sjómennsku 48 ára gamall og Um borð í Sæfara frá Vestmannaeyjumá vertíðinni 1958. Henry er fremst- ur á myndinni taka j Strendur Mareirt®«’'08!" / / — Islendingar eru bestu sjómenn í heimi. Eg er ekki í nokkrum vafa um það. Næst á eftir þeim koma Færeyingar en ég hef ekki mikið álit á norskum sjómönnum. Það var ómögulegt að vinna með þeim. Eg var á norskum togurum og Norðmennirnir gátu ekki farið undir pokann til að losa úr honum. Þeir voru hræddir við að blotna. Það var eitthvað annað en harkan í íslensku sjómönnunum. Hún var oft meiri en góðu hófí gegndi. hann á nú tvær rútur sem dóttir hans og tengdasonur sjá um að aka. Þá hefur Henry verið formað- ur handknattleiksdeildarinnar í heimabyggð sinni en mikill íþróttaáhugi er í fjölskyldunni. Fimm bróðursynir hans hafa leikið með knattspyrnuliði Götu undan- farin ár og eru tveir þeirra í fær- eyska landsliðinu. Blaðamaður Fiskifrétta hitti Henry á heimili hans að morgni sunnudags og tók hann ekki annað í mál en að bjóða gestinum í mat. I matinn var ís- lenskt lambalæri með uppbakaðri sósu og tilheyrandi meðlæti að ís- lenskum sið. Ekki var þessi réttur sérstaklega framborinn fyrir und- irritaðan því í ljós kom að íslenskt lambakjöt er yfirleitt á borðum fjölskyldunnar a.m.k. annan hvern sunnudag. Færeyska lamba- kjötið þykir hins vegar of dýrt til þess að borða það ferskt og er það nánast allt verkað í skerpukjöt en svo nefnist þjóðarréttur Færey- inga. Hermannsson með svarta húfu rétt ÍSLENDINGAR ERU BESTU SJÓMENN í HEIMI Henry með nokkrum félögum sínum í Reykjavík á sjötta áratugnum. Henry er annar frá vinstri en hinir heita Jögvan, Samal Jakop og Torvald — segir Henry Jarnskor Jögvanson Vinnutíminn mótaði íslendingana Henry var ráðinn á togara Bæj- arútgerðar Reykjavíkur, Pétur Halldórsson, en hann fór þó fljót- lega yfir á togarann Skúla Magnús- son sem einnig var í eigu Bæjar- útgerðarinnar. — Við vorum að veiðum á ís- landsmiðum á Pétri Halldórssyni en skipstjórinn, sem ég man ekki hvað hét, var hins vegar að fara yfir á Skúla Magnússon og ég fylgdi honum. Við vorum að veið- um á Grænlandsmiðum þá um sumarið. Það voru margir Færey- ingar í áhöfninni á Pétri en heldur færri á Skúla, segir Henry en hann byrjaði til sjós á færeyska togaran- um Þrándi í Götu árið 1949. Hann hafði því töluverða reynslu þegar hann kom til íslands og hann segir að samanburðurinn hafi allur verið íslendingum í hag. — Það voru mikil umskipti að koma til íslands. Skipin voru stærri og betri en við áttum að venjast, launin voru miklu hærri og vinnu- tíminn var betri. í Færeyjum tíðk- aðist að vinna í 12 tíma í lotu en síðan var frí í sex tíma og þá not- uðu menn til að borða og sofa. Á íslensku skipunum var unnið í sex tíma og síðan var frívakt í aðra sex. Þetta var miklu skynsamlegri vinnutími. Það var greinilegt að vinnutíminn hafði mótað íslend- ingana. Þeir gátu afkastað mjög miklu á skömmum tíma en við Færeyingarnir vorum á allt öðrum hraða. Við vorum búnir að stilla okkur inn á 12 tímana og það hefði enginn haldið þá út á íslenskum vinnuhraða, segir Henry og hlær en líkt og aðrir viðmælendur Fiski- frétta í þessari Færeyjaferð þá ger- ir hann gott fæði og alla mjólkina um borð í íslensku skipunum að umtalsefni. Henry minnist líka allra Islendinganna sem hann vann með. — Þeir skiptu hundruðum og af þeim var bara einn sem var leiðin- legur við mig. Hitt voru öndvegis- menn sem ég bið kærlega að heilsa. Hermannssynir voru ótrúlegir dugnaðarforkar Arið 1955 fór Henry yfir á togar- ann Þorstein Ingólfsson sem var í eigu Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Skipstjórinn var Þórður Her- mannsson en í áhöfninni var líka Gísli Jón, bróðir hans, sem nú er oftast kenndur við Ögurvík. — Við vorum á „saltfiskveið- um“ við Grænland og aflabrögðin voru ævintýri líkust. Við fylltum togarann, sem tók 440 tonn af salt- fiski, á aðeins 22 dögum. Það gat enginn leikið eftir okkur. Þeir Hermannssynir voru ótrúlegir og ég gleymi aldrei dugnaðinum í í saltfisktúr á Grænlandsmiðum með Þorsteini Ingólfssyni. Það tók áhöfnina eitt skiptið ekki nema 22 daga að fylla togarann af 440 tonna saltfiskfarmi og sagði Henry að það hefðu engir leikið eftir þeim. Það voru menn sem kunnu að vinna. Ég kynntist líka Sverri bróður þeirra og það var sami dugnaðurinn í honum. Ég var eini Færeyingurinn í áhöfn Þorsteins Ingólfssonar og ég hef ekki verið með betri mönnum til sjós. Mér er það sérstaklega eftirminnilegt að loftskeytamaðurinn okkar var ung stúlka sem kölluð var Dísa. Ég held að hún hafi heitið Hjördís en það var mjög óvenjulegt að konur væru til sjós á þessum árum, segir Henry en segir veiðiferðirnar til Grænlands hafa verið ákaflega vel heppnaðar. Þeir hafi fengið gott verð í öllum ferðunum og afla- brögðin hafi verið frábær. Henry var lengst af í Reykjavík á Islandsárum sínum en hann var einnig um tíma í Vestmannaeyj- um. — Ég var þar á litlum báti sem hét Sæfari. Við vorum í dagróðr- um og Jsað var algjörlega nýtt fyrir mér. Ég svaf við bryggju hverja einustu nótt. Á færeysku togurun- um gátu Grænlandstúrarnir tekið allt að sex mánuði og það var því mikill munur á þessu tvennu. Ástin kom í veg fyrir aðra íslandsför Þegar Henry fór heim til Fær- eyja haustið 1958 var hann staðráð- inn í að koma aftur til Islands. — Mér fannst það tilgangslítið að vera á færeyskum skipum. Það var s.s. hægt að fá nógan afla en það voru engir peningar til fyrir launum. Nú í seinni tíð hefur þessu reyndar verið öfugt farið. Lengst af hefur verið nóg af peningum en

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.