Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 35
FISKIFRÉTTIR föstudagur 30. maí 1997
35
Veiðarfæri
Islenskar
línu-
tilraunir
- eftir Guðna Þorsteinsson
og Höskutd Björnsson
Sigurnagli á línu með snúnum taumi. (Mynd/Fiskifréttir: Hreinn).
Eins og
margir vita
hafa orðið
umtalsverð-
ar framfarir í
línuveiðum á
undanförun-
um árum.
Gildir það
bæði um lín-
una sjálfa og
einnig beit-
una. Norð-
menn hafa
verið iðnir
við þessartil-
raunir enda
eru margir
opinberir
fræðingar að
fást við ýmis
konar til-
raunastarf-
semi í sam-
starfi við
framleiðend-
ur línunnar og sjómenn. íslending-
ar hafa líka prófað sitt af hverju og
þá einkum Hampiðjan sem er í
samkeppni við Norðmenn og aðra
útlendinga í línuframleiðslu.
Á árinu 1994 hófst samstarf
Hampiðjunnar og Hafrannsókna-
stofnunarinnar um tilraunir við
línuveiðar með styrk frá Rann-
sóknasjóði Islands. Verkefni þessu
er lokið fyrir nokkru með loka-
skýrslu til Rannsóknaráðs og gerð
myndbands um helstu niðurstöð-
ur. Aðeins ein grein hefur birst um
niðurstöður á íslensku og birtist
hún í Pokahorninu, blaði sem
Hampiðjan hf. gefur út. Það er
fyllilega tímabært að kynna helstu
niðurstöður þessara tilrauna og
verður það reynt hér á eftir í stór-
um dráttum.
Tilraunin beindist einkum að
því að kanna áhrif eftirfarandi atr-
iða á afla: Sigurnagli á mótum
taums og línu, krókagerð og stærð,
gerð tauma og bikun.
Tilraunir 1994
Fyrsti leiðangur var farinn með
ms. Albert Ólafssyni vikuna 22,-
28. febrúar. Tilraunalínan var 7
mm, 11 einingar, hver um sig með
130 krókum. 6 einingar voru ólit-
aðar og 5 litaðar. Á línunni voru 2
gerðir af taumum, girnistaumar og
snúnir taumar. Taumarnir voru
ýmist bundnir beint við línuna eða
festir með sigurnagla. Var fjórði
hver taumur af sömu tegund og
með sömu festingu við línu. Til-
raunalínan var lögð á 6 stöðvum
vestur af Snæfellsnesi og djúpt
vestur af Reykjanesi. Næsti leið-
angur var farinn á Ebba AK 23,-
27. júlí. Tilraunalínan var 7 mm, 11
einingar. 6 einingar voru litaðar og
5 ólitaðar. Allir taumar voru sömu
tegundar, snúnir. Annar hver
taumur var festur við línuna með
sigurnagla. Notaðar voru 4 teg-
undir af krókum, HR-10, HR-11
HR-12 og EZ-12. Voru 32 krókar
af hverri tegund í röð. Línan var
lögð fjórum sinnum um tveggja
tíma siglingu vestur af Akranesi.
Þriðji leiðangurinn var farinn í
byrjun október vestur af Akranesi
á Ebba AK. Var tilraunalínan frá
því um sumarið notuð. Myndir
voru teknar af línunni með neð-
ansjávarmyndavél, bæði meðan
hún lá á botni og einnig þegar verið
var að draga hana. Niðurstöður úr
þessum leiðangri eru ekki teknar
með í samantektinni hér á eftir.
Áhrif sigurnagla og
taumagerðar
Taumar festir með sigurnagla
gáfu alltaf fleiri þorska en taumar
án sigurnagla en einn dag í febrúar
fengust færri ýsur á tauma með sig-
urnagla. Munurinn var mjög
breytilegur milli daga eða upp í
200% í febrúar og 130% í júlí
(sjá töflu 1).
í febrúarleiðangri var reynt
að bera saman girnistaum og
snúinn taum. Upphaflega voru
jafn margir taumar af hvorri
tegund en snúnir taumar voru
settir í stað girnistauma sem
slitnuðu og hlutfall girnistauma
og snúinna var ekki skráður.
Á tveimur fyrstu stöðvunum
þar sem ætla mætti að hlutfall
taumagerða væri svipað voru
niðurstöður eins og sést á töflu
2. ^
í tilraununum veiddist
minna á girnistauma en snúna
tauma, en munurinn var mun
minni þegar notaður var sigur-
nagli.
*
Ahrif bikunar
og krókagerðar
Bikaða línan gaf
meiri afla alla daga,
bæði þorsk og ýsu.
Var munurinn frá 20-
87% fyrir þorsk en
40-100% fyrir ýsu.
Virtist liturinn hafa
meira að segja í júlí
(sjá töflu 3).
í júlíleiðangrinum
voru könnuð áhrif
mismunandi króka.
Jafn mikið var af öll-
um krókum. Heildar-
fjöldi fiska sem
fékkst á hina mismunandi
króka sést á töflu 4.
Hringlaga krókarnir virðast
veiða meiri þorsk en vélkrókur-
inn (EZ). Fjöldi fiska er þó
ekki nægilegur til að munurinn
sé marktækur. Töluverð víxl-
verkun virtist vera milli króks
og sigurnagla. Virðist sem sig-
urnaglinn auki veiðni meira í
tengslum við hringlaga krókinn
en vélkrókinn.
Samanburður við
hefðbundna iínu
I júlíleiðangrinum kom Eymar
Einarsson skipstjóri á Ebba með
eigin hefðbundna 500 króka línu 2.
og 3. daginn en 1,000 króka línu 4.
daginn . Línan var 5 mm með
EZ-12 krókum festum án sigur-
nagla. Mun minni fiskur kom á
þessa línu en á tilraunalínuna eins
og sést á töflu 5, sem sýnir hlutfall
króka sem fiskur kom á.
Tilraunalínan gaf alltaf fleiri
fiska en hin línan. Skýringin getur
legið í sigurnöglum, krókum og
fleiri atriðum.
Lokaorð
Ljóst er að sigurnaglarnir, bikun
línunnar og hringkrókarnir auka
veiðihæfni línunnar umtalsvert.
Jafnframt minnka afföll af fiski þar
sem fiskur sem sleppur af línu í
drætti getur orðið auðveld bráð
fyrir aðra fiska auk þess sem sumar
tegundir eiga í erfiðleikum með að
komast niður aftur. Framfarirnar í
veiðitækninni stuðla því eiginlega
að betri umgengni um auðlindina.
Og framfarir halda stöðugt áfram.
Eftir að þessari tilraun lauk hafa
ofurefnin haldið innreið sína í línu-
veiðarnar og auk þess hefur pylsu-
beitan fyrir sértækar ýsuveiðar lit-
ið dagsins ljós.
Heimildir
Guðni Þorsteinsson og Höskuldur
Björnsson. Tilraunir með fiskilínu,
Pokahornið júní 1996.
Höfundar: Guðni er fiski-
fræðingur á Hafrannsókna-
stofnun og Höskuldur er verk-
fræðingur á sömu stofnun.
Tafla 1. og án sig Tegund Tjöldi fiska urnagla. Mánuúur á taumun Nagli í með Ekki nagli
Þorskur Ýsa febrúar februar 202 98 190 62 iiÍilÍiiÍÍIiii
Ýsa júlí júlí xJjL 272 luo 192
Tafla 2. Fjöldi fiska á misrn unandi
taumum í febrúar. Ekki Ekki
Nagli Nagli nagli nagli
Tegund girni snúið girni snúið
Þorskur 47 52 12 31 Ýsa 37 37 23 32
Tafla 3. Hlutfall króka % ineð fiski á á bikaða
og óbikaða línu.
Tegund Máiiuðtir F.kki hikað Itikað Munur%
Þorskur fébrúar 5,6 6,8 20
Ýsa febrúar 2,2 3,3 50
Þorskur júlí 3,5 5,8 54
Ýsa júlí 5,8 10.1 74
Tafla 4. Fjöldi fiska á mismunandi króka.
HR-10 HR-lt HR-12 EZ-1
Þorskur 69 69 68 54
Ýsa 135 121 97 111
Annar fiskur 48 42 41 32
Tafia 5. Illutfall króka með fisk á
tilraunalínunni og hefðbundinni
llel'ðlniniliii Tilrnuna-
Tcnund Oagur líini________lína
Þorskur 2 1,8 3,5
Ýsa 2 2,4 3,3
Þorskur 3 2,4 2,7
Ýsa 3 3,8 7,8
Þorskur 4 2,6 3,4
Ýsa 4 3,5 6,9
/Z
HAKARL-HAKARL
Sjómenn á frystiskipum.
Kaupi frystan hákarl, þarf að vera
vel skorinn og vel með
farinn. Greiði 92 Kr. á Kg.
fyrir vandaða vöru.
Óskar Friðbjarnarson
Hnífsdal
Upplýsingar í símum: 456-4531 / 456-3631
Fax: 456-5341______
.......... ................■■■■■■■
hJm !®éa
Serv ices
Olía á hafi úti
Olíuskip á vegum High Sea Services verða með:
• Svartolíu - IFO 30
• Gasolíu
• Vatn
• Smurolíu
Á eftirfarandi svæðum:
• Reykjaneshryggur
.^9. • Barentshaf
• Flæmski hatturinn
|v í • Hjaltlandseyjar
• Önnur svæði eftir samkomulagi
Gára ehf.
- skipamiðlun Skútuvogi lb • 104 Reykjavík • Sími: 581 1688 • Fax: 581 1685
Guðni
Þorsteinsson
Höskuldur
Björnsson