Fiskifréttir


Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 29

Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 29
FISKIFRÉTTIR föstudagur 30. maí 1997 29 vindur, en hrœðilega kalt, svo að í þakinu, á veggjunum og í koj- unum var fingurs- þykkt lag af ís, já klœðin á líkömum okkar voru hvít af frosti og hrími. “ Þeir lokast inni í kofanum vikum saman þegar veðrið er sem verst og verða nær uppi- skroppa með eldivið og ljósmeti. Heimþráin eykst Með vorinu og hækkandi sól fara þeir að huga að heim- ferð. Isa leysir seint, skipið er lekt og ekki lengur siglingarhæft. Til að bjarga lífinu verða þeir að nota skipsbátana og freista þess að sigla á þessum smákænum yfir opið haf til Rússlands. Þetta er um 400 sjó- mflna vegarlengd. Þótt mennirnir séu máttfarnir af næringarskorti og skyrbjúg eftir veturinn tekst þeim þó að gera skipsbátana klára fyrir siglinguna og draga þá eftir ísnum fram að ísröndinni. Barents leið- angursstjóri hefur um hríð verið veikur af skyrbjúg og þeir flytja hann á sleða til bátanna. Áður skrifar hann bréf þar sem ferðinni er lýst stuttlega. Hann setur það í púðurhorn og skilur eftir í kofan- um. Bréfið fannst tæpum 300 árum síðar og var enn læsilegt. Þann 11. júní leggja þessir hug- rökku landkönnuðir af stað út í óvissuna. Dagbókin segir: „Ogþar sem við áttum nú að halda til hafs á tveimur opnum bátum og áttum hœttulega för fyrir höndum, skrif- aði skipstjórinn tvö bréf sem flestir okkar undirrituðu. Hér stóð að við hefðum verið hér lengi, við mikla armœðu og mikla erfiðleika og vonað að skipið myndi losna, svo við gœtum siglt því heim, en að þetta heppnaðist ekki þar sem skip- ið sat sem fastast, ogtíminnleið, og það varð lítið um mat, og við neyddumst til að yfirgefa skipið til að bjarga lífinu, og sigldum þaðan á bátunum og fólum líf okkar í Guðs hendur. “ Mennirnir lenda fljótt í vand- ræðum vegna íss og litlu munar að bátarnir farist. Barents deyr Þegar verið var að draga síðasta sleðahlassið frá skipinu birtust þrír hvítabirnir. Þeir skipverjar, sem komnir voru upp á ísinn, forðuðu sér skelkaðir um borð aftur, einn fékk í sprungu og tveir reyndu að verja sig með spjótum. Birnirnir reyndu einnig uppgöngu í skipið en hurfu að lokum á braut án þess að skaði hlytist af. óþekkta gröf á ströndum Novaja Semlja. Bátarnir sigla suður með vesturströnd Novaja Semlja, sömu leið og skipið hafði siglt árið áður. Mennirnir fara oft í land til að tína egg og veiða fugla, sem nóg er af. Einnig fella þeir fleiri birni, sem eru mjög viðskotaillir. Þann 26. júlí hitta þeir rússneska sjómenn sem taka þeim vel. Gleðin er mik- il, — eftir 13 mánuði voru þeir meðan manna á ný. Rússarnir taka þeim vel og gefa þeim mat. Örlög- in haga því svo að þetta eru sömu Rússarnir og þeir höfðu hitt árið áður. Rússunum er greinilega brugðið þegar þeir sjá hve breyttir og illa útlítandi þessir hollensku skipbrotsmenn eru eftir hrakning- Landi náð í Rússlandi Síðan halda Hollendingarnir yfir Barentshaf með stefnu á Kola- skaga. Þeir ná landi nokkrum dög- um síðar, nær vistalausir og ör- magna af hungri. Óhagstæður byr gerir það að verkum að þeir geta ekki fylgt ströndinni vestur á bóg- inn þar sem þeir vita af manna- byggðum. Þeir sjá ekkert fólk og engin veiðidýr. Nokkrir menn fara í land til að skoða sig um og reyna að finna eitthvað ætilegt. Dagbók- in lýsir ferð þeirra 7. ágúst: „Á leiðinni til baka fundu þeir dauðan sel, sem gaffrá sér hroða- lega fýlu. Þeir drógu hann með sér og hugsuðu sem svo að hann myndi bragðast sem villibráð þar sem þeir voru svo hrœðilega svangir. En við réðum þeim frá því og sögðum að það yrði okkur bráður bani ef við borðuðum hann...“ Framh. á bls. 30 II SklPBHBMitihfc +. SKIPALÍNAN SF. 'm - F cor VERKFRÆÐISTOFAN FENGUR CONSULTING ENGINEERS TÆKNIÞJONUSTA - Skipahönnun -Verklýsingar - Kostnaðaráætlanir -Verkeftirlit - Hallaprófanir - Stöðugleikaútreikningar - BT-mælingar -VELTITANKAR 'W’t VERKFRÆÐISTOFAN FENCURw CONSULTING ENGINEERS Dalshraun 13 220 Hafnarfjörður Sími: 565 5090 Fax: 565 2040 VIGDIS HELGA VE 700 Rafboði Reykjavík ehf SKIPAÞJÓNUSTA • RAFLAGNIR • VINDINGAR ÆGISGARÐUR 7 SIM1: 552 3500 FAX: 562 3501 Heilsu Willem Barents hrakar ört. Dagbókarritari skrifar 18. júní 1597: „Okkur grunaði ekki að Willem Barents væri svo illa hald- inn, því meðan við sátum og töluð- um saman, skoðaði hann kortið sem ég hafði teiknað yfirferð okk- ar, og kom meðfleiri tillögur, fram og aftur, en svo lagði hann kortið frá sér og sagði við mig: Gerrit, gef mér að drekka, og þegar hann hafði drukkið, varð hann svo slœmur að hann ranghvolfdi aug- unum, og hann dó svo óvœntað við náðum ekki að kalla í skipstjórann sem var í hinum bátnum. “ Landkönnuðurinn var lagður í Vel geymt í Sæplast keri Kerin frá Sæplasti eru þrautreynd framleiðsla, miðuð við þarfir markaðar sem krefst styrks, góðrar endingar og hreinlætis. Hráefnið og afurðin eru örugglega vel geymd í keri frá Sæplasti. Sæplast hf • 620 Dalvík • Sími: 460 5000 • Grænt númer: 800 5080 • Fax: 460 5001

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.