Fiskifréttir


Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 9

Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 9
FISKIFRÉTTIR föstudagur 30. maí 1997 9 Pólstjarnan með góðan feng (Mynd: Konráð Eggertsson). Hrefnur um borð í Fjólu BA á landleið eftir vel heppnaða veiðiferð (Mynd: KE). Allt frá nokkrum hrefnum á ári upp í rúmlega 200 dýr um íslensk spendýr frá árinu 1932 segir að hrefnur hafi ekki verið veiddar við ísland fyrr en árið 1914 nema hvað nokkur dýr kunni að hafa verið drepin við hvalveiðitil- raunir við NV-ísland og í Eyjafirði á 17. öld. Engar opinberar tölur eru til um fjölda veiddra hrefna fyrstu 60 árin eða frá 1914 til 1974 þegar stjórn veiðanna hófst. Eigi að síður hafa menn nokkra hugmynd um um- fang veiðanna á þessu tímabili, sem fyrst og fremst er byggð á skrásetningu veiðimannanna sjálfra. A árunum 1914-1947 virðist Hrefnu-Láki hafa verið einn um hrefnuveiðarnar við Vestfirði og alls skotið 161 dýr. Bátar frá Norð- ur- og Norðausturlandi skutu sam- tals 82 hrefnur á árabilinu 1921-35, samkvæmt heimildum Bjarna Sæ- mundssonar, en seinni athuganir benda til þess að dýrin hafi verið fleiri og a.m.k. níu bátar hafi tekið þátt í veiðunum. Bjarni Sæmunds- son nefnir ekki hrefnuveiðar í öðr- um landshlutum en samkvæmt heimildum frá Austfjörðum mun a.m.k. einn bátur hafa stundað hrefnuveiðar þaðan á 3. áratugn- um þótt engar aflatölur séu til. Til marks um það er m.a. frásögn af því, að árið 1923 hafi sjómenn á Austfjörðum hafi kvartað undan því að hrefnuveiðar inni á fjörðum hafi skaðað síldveiðar þar. Veiðin tekur kipp á 7. áratugnum Á árabilinu 1914-1980 voru að minnsta kosti 3.362 hrefnur skotn- ar hér við land. Eins og sést á með- fylgjandi línuriti voru þær fáar framan af eða aðeins nokkrir tugir að meðaltali á ári. Það er ekki fyrr en á sjöunda áratugnum sem veru- leg fjölgun verður. Á árabilinu 1966-70 er meðalveiðin 105 dýr á ári, á bilinu 1970-75 eru veidd dýr 137 að meðaltali á ári, og á árabil- inu 1976-1980 er meðalveiðin 200 dýr á ári. Eftir 1980 var veiðin um eða rétt yfir 200 dýr árlega nema hvað aflinn minnkaði í 178 hrefnur árið 1984 og 145 árið 1985. Islensku hrefnubátarnir hafa aldrei verið margir og voru nálægt 10 talsins síðustu tíu árin. Norð- lendingar veiddu á fjörðunum fyrir norðan og þar úti af, en Djúpmenn veiddu bæði í ísafjarðardjúpi og á Húnaflóa og síðustu árin einnig bæði á Breiðafirði og Faxaflóa. Hrefnurnar voru skornar undir það síðasta á Brjánslæk og Árs- skógssandi. Eins og sést á lýsingunni af veið- um Hrefnu-Láka hér annars staðar í blaðinu voru veiðitækin frumstæð og gekk á ýmsu. Seinna fengu menn stærri og kraftmeiri byssur svo að dauðastríð hrefnunnar styttist. Síðustu árin sem hrefnan var veidd voru menn komnir með 485 kalibera riffla með stálkúlu, að sögn Konráðs Eggertssonar hrefnuveiðimanns. Rifflarnir voru svo kraftmiklir að kúlan fór nánast í gegnum allt. Ef svo illa tækist til að dýrið dræpist ekki með skutlin- um var dýrið dregið að skipshlið- inni með spili og skotið með rifflin- um. Dugði oftast eitt skot. Sumir bátarnir voru með 60 faðma skot- CROSSLEY Vélaþéttíngar pakkningaefni Grandagarði 2, Rvík, sími 552-8855 línu og 400 faðma vír inni í spli og var dýrinu aldrei sleppt frá bátn- um. Þannig var nánast aldrei hætta á að týna dýrinu þótt skotið væri í svarta þoku. Japanir steikja rengið eins og beikon Lengst af voru afurðir hrefn- unnar eingöngu til innanlands- brúks. Svangir magar biðu með eftirvæntingu eftir nýju kjöti og spiki. Kjöt sem ekki var borðað strax var saltað eða reykt og spikið hengt upp og látið vera inn þar sem birta náði ekki til þess. Síðan var það tekið niður löngu síðar og borðað ósoðið. Konurnar notuðu seymi af hrefnunni fyrir tvinna og saumuðu með því skó úr sauð- skinni. Það var ekki fyrr en árið 1976 sem byrjað var að leita erlendra markaða fyrir hrefnuafurðir og selja stóran hluta þeirra til Japans fyrir miklu hærra verð en fékkst heima fyrir, að sögn Konráðs. Breyttist þá skiptingin í stærð veiddra dýra því Japanir vildu heldur stórar hrefnur en smáar, sögðu þær miklu bragðmeiri og betri. Þetta margfaldaði kjöt- magnið. Japanir fara allt öðru vísi með afurðirnar en íslendingar. Þeir éta allt kjötið hrátt. Rengið reykja þeir og steikja síðan á svip- aðan hátt og við steikjum beikon. Heimildir Jóhann Sigurjónsson: Icelandic Minke Whaling 1914-1980. Skýrsla til Al- þjóðahvalveiðiráðsins, 1980. Nytjastofnar sjávar og umhverfisþættir 1991; útg. Hafrannsóknastofnun 1991. Konráð Eggertsson: Nokkur orð um hrefnuveiðar við Island; Sextant- inn, blað stýrimannaskólanema á Dalvík.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.