Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 11
FISKIFRÉTTIR föstudagur 30. maí 1997
11
Fréttir
Vinnslustöðin hi. og Færeyingar:
Gulldrangur farinn
til úthafskarfa veiða
Frystitogarinn Gulldrangur, sem áður hét Sindri VE, hélt sl. þriðjudag til
úthafskarfaveiða. Nýtt samnefnt útgerðarfyrirtæki í Fuglafirði í Færeyj-
um gerir togarann út og á Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum þriðjungs
hlut í fyrirtækinu. Gulldrangur mun veiða af úthafskarfakvóta Færey-
inga en óvíst er hve stór hann verður því eftir á að skipta „danska“
kvótanum á milli Færeyinga og Grænlendinga.
Sindri VE var í eigu útgerðarfé-
lagsins Mels hf., sem Vinnslustöð-
in hf. og Meitillinn hf. í Þorláks-
höfn stofnuðu til á sínum tíma, en
eftir sameiningu fyrirtækjanna
komst Sindri VE alfarið í eigu
Vinnslustöðvarinnar hf. Að sögn
Sighvats Bjarnasonar, fram-
kvæmdastjóra Vinnslustöðvarinn-
ar hf., voru ýmsir möguleikar
skoðaðir varðandi útgerð togar-
ans. M.a. fóru forráðamenn fyrir-
tækisins til Marokkó þar sem
Sindra VE stóðu veiðimöguleikar
til boða. Það þótti þó ekki vænleg-
ur kostur að senda togarann þang-
að til veiða en þess í stað var afráð-
ið að fara í samstarf við Færeyinga
um útgerð hans. Færeyskur skip-
stjóri hefur verið ráðinn á skipið en
af 25 manna áhöfn eru 10 Islend-
ingar.
— Við erum í samstarfi við Jon
Olsen, sem er í útgerð og fisk-
vinnslu í Fuglafirði, um útgerð
Gulldrangs og að auki höfum við
komist að samkomulagi við eig-
endur togarans Brestis frá Þórs-
höfn um að togarinn landi ferskum
úthafskarfa til vinnslu hjá Vinnsiu-
stöðinni, segir Sighvatur en hann
segir Færeyinga og Grænlendinga
eiga tilkall til um 30-40 þúsund
tonna úthafskarfakvóta á vertíð-
inni sem nú stendur yfir. Ekki hef-
ur verið samið um skiptingu kvót-
ans á milli þessara þjóða. Fær-
eysku skipin á úthafskarfaveiðun-
um, sem eru þrjú til fjögur auk
Gulldrangs, verða því að veiðum
þar til að heildarkvótann þrýtur en
að sögn Sighvats má Gulldrangur
stunda úthafskarfaveiðarnar í
grænlensku landhelginni. Græn-
lendingar gera ekki út skip til út-
hafskarfaveiða heldur leigja þeir
veiðiheimildirnar til annarra
þjóða. Það verður því væntanlega
ekkert áhlaupaverk fyrir skrifstofu
NEAFC, sem stýrir úthafskarfa-
veiðunum, að kveða upp úr um
hvenær þessar þjóðir hafa náð
kvótanum.
Fjöltækni hf.:
Nýtt plaströraefni
sem leyfí er í skipum
Komið er á markað nýtt plast-
lagnaefni, sem heimilt er að nota
um borð í skipum samkvæmt vott-
un Siglingamálastofnunar, t.d. á
millidekki, þar sem hingað til hafa
verið gerðar kröfur um
stálrör.
Lagnaefnið er frá
þýska stórfyrirtækinu
Rehau. Að sögn Guð-
mundar Óla Scheving,
markaðs- og sölustjóra
Fjöltækni sf., umboð-
saðila Rehau hérlendis,
eru rörin úr kross-
bundnu pexplasti sem
þenst þriðjungi minna
en eldri plaströr. Rörin eru lögð
með nýrri samsetningartækni sem
felst í því að þeim er þrykkt saman
með háþrýstibúnaði líkt og há-
þrýstislönpum. Þá benti Guð-
mundur Óli á þann kost röranna
að aðskotaefni festust ekki í þeim
gagnstætt hefðbundnum stálrör-
um, og rörin þyldu lút,
seltu og raka án þess að
rýrna, sem væri mikill
kostur um borð í skip-
um. Einnig er mælt með
þessu lagnaefni í frysti-
hús og fiskverkanir.
Fjöltækni sf. mun á næst-
unni halda námskeið
fyrir vélstjóra og iðnað-
armenn um notkun
þessa nýja plastlagnaefn-
is og er ætlunin að meðhöndlun
þess verði ávallt í höndum rétt-
indamanna.
Samsetningar-
tækið fyrir rörin
Við óskum útgerð og áhöfn eftirtalinna
skipa til hamingju með breytingarnar
og Linetec búnaðinn
—
Núpur BA
Vigdís Helga VE
Hrannar HF
Þórunn Havsteen ÞH
Sigurfari ÓF
Kópur GK
«:'.s
mmmv
Birting Stýring
• Átak á línu • Dráttarhraði • Fjöldi dreginna fiska • GPS staðsetning • Fjarlægð í bauju • Botnhiti • Átak á línu • Dráttarhraði I
1
>F
Þráðlaus fjarlægðarnemi
.......*>""
Þráðlaus hitanemi
•^emaTog^stómlokaTj
fslensk Vöruþróun ehf.
Höfðabakki 9 • 112 Reykjavík • Sími: 567 0650 • Fax: 567 0697
E-mail: iv@itn.is • Heimasíða: http://www.arctic.is/fin/ivtech
Leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á stjórn- og mætibúnaði tii fiskveiða
Fiskifréttir
hverri
Öskum eigendum og áhöfn gi
og gengis með skipið
Skipið er búið:
KAIJO djúpsjávarmæli - CETREK sjálfstýringu - MAGNAPHONE
standard C-LEICA GPS-GARMIN GPS-LOKATA neyðarbauju og Navtex
o
R.SIGMUNDSSON ehf.
StGLINGA - OG FtSKILElTARTÆKI
TRYGGVAGÖTU 16 101 R. SÍMI: 562 2666, FAX: 562 2140
og 55 11281 • Fax 55 21280
PROPULSION SYSTEMS
Óskum sjómönnum um land allt
til hamingju með sjómannadaginn