Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 7
FISKIFRÉTTIR föstudagur 30. maí 1997
7
Href nuveiðar Samantekt GE
Þorlákur Hinrik Guðmundsson (Hefnu-Láki) og synir hans koma með hrefnu að landi. Aftast er Þorlákur, þá
Karl og fremst Kristján.
Upphaf hrefnuveiða íslendinga:
Byssan rífnaði af
og skotmaðurínn þeyttist frá
„... Þegar færið var orðið gott
skaut Þorlákur á hvalinn. Gerðust
þá margir hlutir í einu. Byssan
rifnaði af pallinum, sem ekki var
nógu traustur, skotmaðurinn
þeyttist aftur fyrir sig, en klossarn-
ir, sem Þorlákur var á, þeyttust
báðir í sjó út sitt hvoru megin við
bátinn...“
Þannig er lýst fyrstu tilraun Is-
lendings til þess að skjóta hrefnu
hér við land árið 1913. Við byssuna
var Þorlákur Hinrik Guðmunds-
son, orðlagður veiðimaður og
skytta, fæddur að Eyrarlandi í
Alftaflrði við Isafjarðardjúp árið
1877. Þorlákur fékk viðurnefndið
Hrefnu-Láki enda brautryðjandi í
hrefnuveiðum við ísland. Bátur
hans hét Margrét ÍS 314, lítill þil-
farsbátur með 4ra hestafla Alpa-
vél. Byssuna fékk Þorlákur hjá
norskum selfangara sem kom til
ísafjarðar. Hér á eftir fer skemmti-
leg frásögn af upphafi hrefnuveið-
anna í bókinni Vaskir menn eftir
Guðmund Guðna Guðmundsson,
sem kom út hjá Bókaútgáfunni
Norðra árið 1968.
Fall er fararheill
„Fyrsta byssan var ensk, búin til
í Birmingham. Hún var af gamalli
gerð og hlaupvídd 1,5 tommur.
Skutullinn var festur við skotlínu
úr sterku tógi og þar við var tengt
sverara tóg 120 faðma langt og
belgur og tunna sterk fest við end-
ann.
Farið var í fyrstu veiðiferðina í
ágúst 1913. Þeir voru þrír saman,
og var Þorlákur skipstjóri og
skytta. Hinir voru Guðjón Brynj-
ólfsson, meðeigandi hans, og
Ólafur Jónsson frá Garðsstöðum í
Ögursveit. Einhvers staðar inni í
Djúpi komust þeir í færi við hrefnu
og var allt gert klárt. Skotlínan var
hringuð niður, svo og kaðallinn,
sem festur var við tunnuna. Tylltu
þeir kaðlinum upp með snæri, en
nokkru af honum var tyllt á borð-
stokkinn. Ólafur stóð með brugð-
inn hníf til að skera á snærið svo
kaðallinn félli í sjóinn og gæfi strax
eftir þegar hrefnan legði á flótta.
Þegar færið var orðið gott skaut
Þorlákur á hvalinn. Gerðust þá
margir hlutir í einu. Byssan rifnaði
af pallinum, sem ekki var nógu
traustur, og skotmaðurinn þeyttist
aftur fyrir sig, en klossarnir sem
Þorlákur var á þeyttust báðir á sjó
út sitt hvoru megin við bátinn.
Ólafur var snemma skyldurækinn
maður. Hann brá hnífnum leiftur-
snöggt, en skutullinn kom hvergi
nærri skepnunni og því engin
hreyfing á kaðlinum. Þorlák sak-
aði ekki að ráði. Hann var nú ekki
kvartsár heldur.
Önnur tilraun
Ekki varð meira úr hvalveiðum
það árið, en haustið eftir var aftur
hafist handa í október 1914. Nýr og
traustari skotpallur hafði verið
settur í bátinn og allt útbúið sem
best gat verið. Var nú haldið af
stað inn Álftafjörð því að sést hafði
til hrefnu sem var á innleið. I botni
fjarðarins sáu þeir hvalinn blása og
kafa svo í rólegheitum. Þeir tóku
nú stefnuna að hrefnunni og fengu
færi á henni.
Skotið hitti en drap þó ekki dýr-
ið. Skutullinn stóð fastur og línan
var gefin út svo og tunnan, sem var
úr eik og undan steinolíu, venju-
lega kölluð steinolíufat. Hrefnan
tók viðbragð og sneri út fjörðinn
með miklum hraða og hafði bátur-
inn ekki við henni enda var vélin
lítil, aðeins 4ra hestafla. Þeir sáu
ávallt tunnuna og gátu því elt hana
en alltaf dró sundur með bátnum
og hrefnunni.
Þegar komið var út fyrir Kambs-
nesið, sem aðskilur Álftafjörð og
Seyðisfjörð, tók hrefnan stefnuna
inn í Djúp en ekki til hafs, en segja
má að Djúpið væri paradís hval-
anna, enda oft fullt af smásíld og
ufsa. Þegar eltingarleiknum hafði
verið haldið áfram inn að Ögur-
hólmum var olían að þrjóta, og
hana var hvergi að fá þar nærri
enda komið myrkur.
Það mun ekki hafa verið með
glöðu geði, sem Þorlákur sneri þá
við. í birtingu daginn eftir var svo
aftur haldið af stað í leit að hrefn-
unni og stefnt inn í Djúp. Við
Vatnsfjarðarnes, sem er milli
Vatnsfjarðar og Mjóafjarðar, eru
sker sem kallast Klakkar. Þar sáu
þeir tunnuna fasta í skerinu öðru
og trossuna, en skutullinn slitinn
frá. Hafði hrefnan þá farið milli
skerjanna, en þar er svo grunnt að
næstum er þurrt um fjöru. Hafði
tunnan þá orðið föst og slitnaði þá
línan við skutulinn. Nokkrum dög-
um síðar fannst hrefnan svo dauð
út af Dýrafirði. Var skutullinn þá
fastur í henni og hafði Láka ekki
geigað fyrsta skotið af íslenskum
hvalveiðibát og var það nokkur
uppörvun fyrir hann.
Enn er reynt
Síðar í október var svo aftur
haldið af stað því Þorlákur var
maður þrautseigur og ekki líklegur
til að hætta við svo búið.
Þeir keyrðu nú fyrir Kambsnes
og inn á Hestfjörð, alla leið inn í
botn, og þar var ein mikil skepna
að synda í makindum. Þorlákur
komst í 20 faðma færi og skaut.
Hæfði skotið í hrygg skepnunnar
en drap hana þó ekki. Dró hún út
alla línuna, 140 faðma, og hélt út
fjörðinn þeim megin sem býlið
Hestur er. Þegar komið var út und-
ir bæinn hætti hún að draga tunn-
una og þótt Þorláki það skrýtið.
Var trossan þá tekin inn og kom í
ljós að skutullinn var brotinn og
laus úr hrefnunni.
Myrkrið var að detta á og hrefn-
an laus við skutulinn. Líklega með
öllu töpuð. Ekki var útlitið gott
ennþá með þessar hvalveiðar
hans. En rólyndi hans var enn hið
sama og alltaf áður. Köld yfirveg-
un og skynsamlegar ályktanir var
hans sterkasta vopn í allri baráttu
við dýr og óblíða veðráttu. Verið
gat a skepnan væri dauð á sjávar-
botni og þá mundi henni skjóta
upp áður en langt um liði. Hann
lóðaði dýpið. Það reyndist vera 12
faðmar. Þá setti hann út niður-
stöðu og setti belg á endann. Var
þá myrkt orðið og ekki lengur hægt
að skyggnast um eftir hvalnum.
Vélin var þá sett á fullt og keyrt að
Hesti og gist þar í góðu yfirlæti.
Og hrefnan flýtur upp
Með birtu næsta morgun voru
þeir komnir á staðinn. Sáu þeir þá
að hrefnan var að fljóta upp og
glaðnaði nú heldur yfir mann-
skapnum. Var þá rennt að hvaln-
um, bundið um sporðinn og keyrt
til Súðavíkur. Var svo þessi fyrsta
hrefna Þorláks dregin á land í Tröð
fyrir neðan hús Ásgeirs Ingimars
Ásgeirssonar, kaupmanns og ann-
ars sameignarmanns hans í hvala-
— sagt frá Hrefnu-
Láka sem fyrstur
íslendinga
skaut hrefnu
áríð 1914 og telst
því frumkvöðull
þessara veiða
hérlendis
útgerðinni. Þetta var stór skepna
sinnar tegundar og vó kjöt og spik
samtals 3500 kg. Kjötið var selt á 8
aura kg en spik og rengi á 10 aura.
Fyrir þessa fyrstu hrefnu sína
fékk Þorlákur 400 kr. Það var tals-
verður peningur árið 1914, áður en
vörur fóru að hækka af völdum
heimstyrjaldarinnar fyrri, sem þá
var nýskollin á.
Nú var ísinn brotinn og veiðin
hélt áfram. Nýr atvinnuvegur var
hafinn.“
Þetta var hluti frásagnar af
Hrefnu-Láka og upphafi hrefnu-
veiða hér við land úr bókinni
Vaskir menn. I grein sem Konráð
Eggertsson hrefnuveiðimaður á
ísafirði ritaði í Sextantinn, blað
stýrimannaskólanema á Dalvík,
fyrir nokkrum misserum nefnir
hann, að synir Þorláks, þeir Krist-
ján og Karl, hafi snemma farið
með föður sínum á veiðar. Kristján
varð síðan skipstjóri og skytta á
stóru hvalveiðiskipi en Karl tók
við af föðum sínum og stundaði
þessar veiðar alla ævi sína. Síðan
tóku við Kjartan sonur Karls og nú
sonur hans Karl og stunduðu þeir
hrefnuveiðar allt til ársins 1985
voru bannaðar.
Verkfræðiþjónusta
• Skipateikningar og hönnun breytinga og nýsmíða.
• Útboðsgögn, verklýsingar og kostnaðaráætlanir.
• Hallaprófun, gerð stöðugleikagagna, BT-mæling.
• Almenn tæknifræðiráðgjöf á sviði skipa og véla.
SKIPA- OG VELATÆKNI ehf
RÁÐGJÖF, HÖNNUN OG EFTIRLIT
Hafnargötu 60
Pósthólf 38, 230 Keflavík
Sími: 421 5706, Fax: 421 4708