Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 30
30
FISKIFRÉTTIR föstudagur 30. maí 1997
Marel vinnslukerfi frá móttöku til pökkunar
Við óskum ísfélagi Vestmannaeyja til
hamingju með nýja vinnslukerfið.
Vinnslukerfið samanstendur af snyrtilínum,
skurðarvélum, flokkurum og vogum.
Það tryggir hámarks gæði í meðhöndlun hráefnis frá
móttöku til pökkunar á skamman og öruggan hátt.
Mare!
Marel hf. Höfðabakka 9 112 Reykjavík
Sími: 563 8000 Fax: 563 8001 Netfang: info@marel.is
Öll net frá
Netasölunni verða
sett uppá pípur!
Shútuvagi 12-L Sími 5GB 1813 Fax 5G8 1824
Þrjátíu ára
farsæl þjnnusta
v/d íslenskan
sjávarútveg
GERÐU VERÐSAAAANBURÐ!
Við bjóðum öll net í beinum pöntunum á sérstöku
afmœlisverði í tilefni af 30 ára afmœli Netasölunnar.
Öll netin eru í hæsta gæðaflokki framleidd af
Kunshan King Chou Fish Net Mfg. Co., Ltd og
Thai Nylon Co., Ltd.
Gríptu tœkifœrið og pantaðu strax!
IMETASALAIM
Óskum sjómönnum innilega til hamingju
með sjómannadaginn 1997.
S STÁLVINNSLAN ehf. k
Gæðaflokkun á fiski - DAUÐUM EÐA LIFANDI - er okkar fag!
Súðarvogi 52 - Po. Box 4315 -124 Reykjavík - Sími 553 6750 - Fax 568 5272 - e-mail: stava@mmedia.is
Landafundir
Framh. af bls. 29
Hollendingarnir
þrauka en eru nær
búnir að missa kjark-
inn. Hafa þeir ferðast
alla þessa leið til þess
eins að deyja úr
hungri? Öll von virð-
ist vera úti þegar þeir
sjá skyndilega rúss-
neska skútu. Þeim
tekst að vekja athygli
Rússanna, sem láta
þá fá gnægð matar.
Þeir öðlast nýjan
kjark og krafta til að
sigla vestur á bóginn.
Eftir því sem vest-
ar dró varð algengara
að rekast á fóík. Hol-
lendingarnir keyptu
nauðsynjar af Rúss-
um og sigldu ótrauðir
vestur á bóginn þar
til þeir komu til
þorpsins Cola. Þar hittu þeir fyrir
hollenskar duggur. Meðal þeirra
var Jan Cornelis Rijp og menn
hans á hinu skipinu sem þeir höfðu
skilið við hjá Bjarnarey rúmu ári
áður. Dagbókin lýsir endurfund-
unum 28. ágúst: „ ....sáum við
jullu koma út til okkar þar sem Jan
Cornelis sat við annan mann. Við
heilsuðumst með gleði svo halda
mátti að hver um sig hefði verið
vakinn upp frá dauðum. Hann
hafði með sér tunnu af Rostocker
öli, og með því vín og brennivín,
brauð, kjöt, flesk, lax, sykur og
margt annað, nokkuð sem við nut-
um vel, og hjálpaði okkur til heilsu
á ný. Og við héldum upp á okkar
óvœntu björgun og vora endur-
fundi, og þökkuðum Drottni náð
hans. “
Þannig var umhorfs inni í húsinu sem þeir reistu sér á Novaja Semlja. Víntunnan til
vinstri þjónaði sem eins konar gufu- eða svitabað. Undir þakinu miðju hékk lampi sem
Iogaði dag og nótt. Þegar klukkan í horninu hætti að ganga vegna kuldans urðu
íbúarnir að mæla tímann með stundaglasi sem snúið var á 12 tíma fresti. Margir
innanstokksmunanna, þar á meðal klukkan, fundust tæpum 300 árum síðar í rústum
kofans og eru varðveittir.
Kofinn að utan. „Við brenndum kolum og reyndum að halda loftrörinu og
hurðinni þéttri til þess að halda hitanum inni. Þess vegna sifjaði okkur og
svimaði og við lá að við svifum inn í eilífðina,“ segir í dagbókinni. Úti við
eru menn að huga að refagildrum.
Frægðarför
Alls lifðu 12 af 15
Hollendingarnir reru að lokum yfír opið og óþekkt haf, um 400 sjómílna leið, í opnum
skipsbátunum til þess að freista þess að ná til mannabyggða. Á leiðinni þeir rekast þeir
meðal annars á rússneskt skip sem getur séð af mat þeim til handa.
manna áhöfn Bar-
ents. Þeir sigldu með
skipi Rijp til Amster-
dam og komu þangað
1. nóvember 1597. „í
sömu klœðum og við
vorum í á Novaja
Semlja, og með hvítar
refsskinnshúfur á
höfði gengum við á
fund Pieter Hassela-
er, sem var einn afút-
gerðarmönnunum
sem fyrir hönd borg-
arstjórnar Amster-
dam hafði útbúið
skipin tvö, skip Jan
Cornelis og okkar.
Þegar við komum þangað urðu
margir forviða, þar sem allir töldu
að við værum löngu dauðir. “
Það var kraftaverk að nokkur
skyldi hafa orðið til frásagnar um
þessa för. Af dagbókinni og minj-
unum má ráða að Hollendingarnir
hafi fyrst og fremst komist af vegna
eigin dugnaðar og útsjónarsemi.
Enginn vafi er á að þetta voru frá-
bærir sjómenn, hertir af fyrri ferð-
um. Þeir stóðu saman í raunum
sínum og foringjar þeirra voru hæf-
ir menn. Ekki er að sjá að nokkur
hafi látið bugast andlega, þótt dag-
bókin lýsi á látlausan hátt miklum
erfiðleikum og þjáningum.
Þessi ferð er í dag talin eitt
frækilegasta siglingarafrek mann-
kynnsögunnar. Barentshafið var
kannað og fyrsta kortið teiknað af
hafsvæðinu. Norðausturleiðin
fannst að vísu ekki, en sú vitneskja
sem safnað var í ferðinni veitti
Hollendingum mikilvægt forskot
fram yfir aðrar þjóðir á þessum
slóðum. Þeir þróuðu umfangs-
miklar og arðbærar hvalveiðar og
komu upp bækistöðvum á Jan
Mayen, Bjarnarey og á Svalbarða.
Fjöldi örnefna og mannvistarleifa
á þessum slóðum ber umsvifum
þeirra skýrt vitni. Dagbók leiðang-
ursins og ríkulegar fornminjar frá
vetrarstöð Barents og manna hans
hafa haldið nöfnum þeirra á lofti
allt fram á þennan dag. Það er
heiður sem þeir eiga fyllilega skil-
ið.
Heimildir:
No Mans Land. A history of Spitzberg-
en from its discovery in 1596 to the
beginning of the scientific explora-
tion of the country. Eftir Sir Martin
Conway. Cambridge University
Press, Englandi, 1906. 377 s.
Willem Barentsz’ siste reise. Etter
Gerrit de Veers beskrivelse fra
1598. Ritstj. Inez Boon Ulfsby.
Aschehoug, Noregi, 1997. 230 s.