Fiskifréttir


Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 5

Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 5
FISKIFRETTIR 30. maí1997 Veiðileyfagjald — nauðsyn eða fjarstæða? — eftir Ágúst Einarsson Astand fiskistofna Tillaga Hafró: 10 þús. tonna aukn• ing í úthafsrækju Mikil umræða hefur orðið um ráðstefnu sjávarútvegsráðherra á Akureyri fyrir skömmu um veiði- leyfagjald og skattbyrði lands- byggðarinnar. Þetta tengist hinni áköfu umræðu í þjóðlífinu um veiðileyfagjald. Spurningin hvort taka skuli upp veiðileyfagjald eða ekki er fyrst og fremst póli- tísk. Rök með og á móti Rökin fyrir veiðileyfagjaldi eru tvenns konar. Annars vegar svokölluð réttlætisrök, þ.e. ríkis- valdið úthlutar til útgerðar- manna kvótum sem ganga kaup- um og sölum. Þessir kvótar eru verðmæti og engin sanngirni sé í því að sá sem fær úthlutað verð- mætum af opinberri hálfu úr sameiginlegri auðlind greiði ekk- ert fyrir þau. Þeir hagnast á nýt- ingu úthlutaðs kvóta svo og á sölu og leigu á kvóta. Nýir út- gerðarmenn verða að greiða fullt verð fyrir veiðileyfin en ekki til þjóðarinnar heldur aðeins til þeirra út- gerðarmanna sem fengu þeim úthlutað upphaflega. Hins vegar eru nokkuð flókin hag- fræðileg rök fyrir veiðileyfagjaldi. Þau byggja á hagkvæmu fiskveiðistjórnar- kerfi. Það kemur fram í vaxandi hagn- aði í atvinnugrein- inni og þá verður mjög erfitt fyrir aðr- ar atvinnugreinar að starfa við hlið sjávarútvegs. Atvinnulífið verður áfram einhæft og hagur landsmanna ekki eins góður og hann gæti verið. Rökin gegn veiðileyfagjaldi eru einkum þau að staða sjávar- útvegs sé svo bágborin að frekari skattlagning komi ekki til greina og auk þess muni það bitna harkalega á landsbyggðinni. Einnig er stundum sagt að núver- andi kerfi sé gott í þeim skilningi að það tryggi varanleg afnot út- gerðarmanna að auðlindinni, þeir fari vel með hana og afrakst- urinn skili sér með einum eða öðrum hætti inn í þjóðarbúið og þannig til allra landsmanna. Veiðleyfagjald eílir atvinnulífið Undirritaður er talsmaður veiðileyfagjalds, m.a. vegna rétt- lætisröksemdanna, en einnig vegna þess að það er nauðsynlegt framhald á þjóðarsáttinni um efnahagslegan stöðugleika. Veiðileyfagjald tryggir stöðugt gengi, litla verðbólgu og eflir at- vinnulífið. Sjávarútvegurinn er það sterkur að aðrar atvinnugrein- ar, einkum annar útflutnings- og samkeppnisiðnaður, eiga mjög erfitt uppdráttar til lengri tíma. Það er hins vegar brýn nauðsyn að atvinnulíf okkar verði fjöl- breyttara og það er í þágu sjávar- útvegs að stöðugleiki haldist. Sjáv- arútvegurinn tapaði mest á gömlu „Útgerðarfyrir- tækin myndu greiða veiðileyfa- gjaldið. Þannig er t.d. fráleitt að segja að Akureyringar greiði veiðileyfa- gjald sem lagt yrði á Útgerðarfélag Akureyringa. stefnunni þegar allur arður var dreginn út úr greininni með rangri gengisskráningu. Forsenda alls þessa er að okkur takist að reka sjávarútveginn á arðbæran hátt og þar skiptir fisk- veiðistjórnunarkerfið meginmáli. Reynslan af aflamarkskerfinu í botnfiskveiðum er ekki mjög löng, en t.d. í loðnuveiðum hefur verið svipað stýrikerfi í mun lengri tíma. Það er dæmi um árangursríka stjórnun, enda hefur mjög lengi verið hagnaður af veiðum og vinnslu í loðnu og óvíða eru laun sjómanna hærri. Hver greiðir veiðileyfagj aldið ? Arðsemi í íslenskum sjávarút- vegi mun aukast á næstu árum. Nú eru tekjur sjávarútvegs um 95 milljarðar á ári og hægt er að áætla kostnað um 91 milljarð. Þannig er þegar nokkurra milljarða hagnað- ur af sjávarútvegi og ekki veitir af. Á næstu árum munu tekjur auk- ast og kostnaður lækka ef við höld- um rétt á spilunum. Væntingar í sjávarútvegi endurspeglast m.a. í háu verði á kvóta og eftirspurn eftir hlutabréfum í sjávarútvegs- fyrirtækjum. Kvótaverð og hlutabréfaverð er ekkert annað en hagnaður framtíðarinnar. Ef lagt er á veiðileyfagjald þá greiða útgerðarfyrirtækin það. Þannig er fráleitt að segja að Ak- ureyringar greiði veiðileyfagjald sem yrði lagt á Utgerðarfélag Akureyringa (ÚA). Veiðileyfa- gjaldið verður hins vegar aldrei meira en hluti af þeim hagnaði sem verður í greininni í framtíð- inni. Þannig raskar veiðileyfa- gjald ekki núverandi stöðu fyrir- tækisins eða eigenda þess. Það er hins vegar athyglisvert að ÚA er í meirihlutaeigu Reyk- víkinga og reykvískra fyrirtækja en ekki Akureyringa. Þetta gildir reyndar um mörg fleiri fyrirtæki á landsbyggðinni. Þau er ekki í eigu heimamanna enda skiptir það ekki höfuðmáli. Atvinna heimanna er þó vitaskuld háð stöðu fyrirtækjanna. Hvað gerðu Norðmenn? Það er mögulegt að nota veiðileyfa- gjald til að lækka tekjuskatt einstakl- inga. Fyrst yrði veiðileyfagjaldið varið til að greiða kostnað hins opin- bera við sjávarút- veg, s.s. við eftirlit, hafrannsóknir o. fl. þ.h. Síðar getur arð- ur af auðlindinni runnið til annarra mála, t.d. til tekjuskattslækkunar. Norðmenn notuðu t.d. olíu- hagnað sinn, sem er alveg sam- bærilegur við arð okkar af fisk- veiðum, til að greiða allar er- lendar skuldir sínar. Þeir tóku út úr olíuiðnaðinum hluta af hagn- aði með gjaldtöku. Þeir skyldu þó nóg eftir innan greinarinnar, enda er mjög góð afkoma af ol- íuvinnslunni þótt þetta gjald sé tekið og laun starfsmanna eru mjög há. Gjaldtaka fyrir veiðiheimildir þekkist víða erlendis og vissulega greiðir sjávarútvegurinn, t.d. með Þróunarsjóðsgjaldi, lítils- háttar gjald nú þegar fyrir veiði- heimildir. Andstaða við veiðileyfagjald hefur því miður byggst of mikið á upphrópunum hérlendis en ekki á málefnalegri umræðu. Það er ekki hvað síst mikilvægt fyrir sjávarútveginn að efla aðra at- vinnuvegi við hlið sjávarútvegs, m.a. þjónustu við sjávarútveg. Höfundur er alþingismaður. Bjart er yfir úthafsrækjunni um þessar mundir. Hafrannsókna- stofnun leggur til að aflinn verði aukinn um 10 þús. tonn á næsta fiskveiðiári eða úr 60 þús. tonnum í 70 þús. tonn. Stofnvísitala rækju á árinu 1996 var hærri en nokkru sinni fyrr og einnig hafði kvendýrum fjölgað verulega. Nýliðun var mjög góð og stafar það mest af sterkum árgangi rækju frá 1993. Rækjuafli á djúp- slóð minnkaði úr 66 þús. tonnum í 57 þús. tonn milli áranna 1995 og 1996. Þetta stafaði annars vegar af heldur minna aflamarki en einnig og ekki síður af mikilli sóknar- aukningu á Flæmingjagrunni þar sem veiðar voru óheftar á síðasta ári. Áflatölur á £ .rásleppu 13.6.’!>5* vertíð m 13.6.'%* aí’95-’9 37.4.'97 7 26.5.'97 Seyð., Fásk.. Stöð., Djúpi. 102 116 139 280 Neskaupstaður 224 155 29 84 Vopnafjörður 640 530 229 504 Bakkafjöröur 720 724 452 750 Þórshöfn 414 286 125 250 Raufarhöfn 519 449 220 447 Lcirhöfn 106 64 5 14 Kópasker 205 69 50 129 Tjörnes 39 60 20 43 Húsavík 230 369 166 476 Flatey 104 129 'ZZ 75 Grenivík 213 179 106 178 Dalvík 13 9 4 16 Grímsey 57 69 52 85 Ólafsfjörður 186 100 34 120 Siglutjörður 401 267 200 400 Hagancsvík 92 55 40 152 Hofsós 103 67 50 110 Sauðárkrókur 100 139 91 208 Skagi 73 110 135 287 Strandir 179 313 205 804 ísafjörður 4 7 Bolungarvfk 120 76 40 65 Flateyri 18 10 14 Suðureyri 18 20 15 Þingeyri 17 7 7 Bíldudalur 105 50 51 Patreksfjörður 228 204 196 Barðaströnd 200 200 200 Rcykhólar 10.3 66 73 Stykkishólmur 283 312 185 Grundarfj. 150 220 120 Rif/Eyjar 210 350 120 Akrancs 1.286 960 651 Reykjavík 190 90 63 Álftanes 65 38 36 Hafnarijörður 65 65 105 Vogar 126 67 72 Grindavík 440 300 101 145 Sandgerði 215 300 118 327 SAMTALS 8.457 7.598 2.633 8.209 IIEII.DARVHIDI 1 Iluti veiömnar i rtl löur 11.259 10.433

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.