Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 13
FISKIFRÉTTIR föstudagur 30. maí 1997
13
Skipið, sem útgerð Geira Péturs
ÞH á Húsavík keypti í Færeyjum
seint á síðasta ári, hefur nú breyst
úr saltfiskskipi í rækjufrystitog-
ara. Breytingarnar voru gerðar
hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri og
voru í stórum dráttum í því fólgnar
að sett var í skipið rækjuvinnslu-
lína og frystikerfi auk þess sem lest-
in var endurnýjuð. Skipið fór á
rækjuveiðar í síðustu viku.
Að sögn Sigurðar Olgeirssonar
útgerðarmanns Geira Péturs ÞH
var sett í skipið ný tvöföld rækju-
vinnslulína frá Carnitech, m.a.
tveir rækjuflokkarar af nýrri gerð,
sem geta flokkað rækjuna í sex
flokka í stað fimm áður. Þetta er
nýjung sem ætlunin er að prófa um
borð í Geira Pét-
urs ÞH áður en
hún fer í frekari
framleiðslu. Þá er
í skipinu tvöfa-
ldur suðurpottur
fyrir rækju þannig
er að hægt er að
sjóða tvo flokka
samtímis. Um
borð eru tveir lá-
réttir plötufrystar
og einn lausfrystir
en hann getur
fryst um eitt tonn
á klukkustund.
Heildarfrystigeta skipsins mun
vera a.m.k. um 30 tonn á sólar-
hring. Frystibúnaðurinn í skipinu,
sem allur er nýr, er frá Kælingu hf.
og sáu starfsmenn fyrirtækisins um
niðursetningu hans, lögðu lagnir
og fleira. Auk starfsmanna Slipp-
stöðvarinnar og Kælingar komu
ýmsir aðrir verktakar á Akureyri
að verkinu. Meðal annars var allt
hreinsað innan úr lestinni og hún
einangruð og klædd frá grunni,
sem var mikið verk. Þá má nefna
að sett var í skipið nýtt, öflugt
þvottakerfi fyrir vinnsludekkið frá
Isaco hf.
Bætt var við nokkrum nýjum
tækjum í brúna. Frá R. Sigmunds-
syni hf. kom Kaijo höfuðlínusjá,
Sodena Turbo veiðitölva, Leica
GPS-CSI DGPS, Kelvin Hughes
VHF GMDSS, Magnaphone
Standard C tæki, Lokata neyðar-
bauja og Navtex tæki. Þá var settur
í skipið Scanmar höfuðlínumælir
frá Ismar hf. Botn skipsins var
sandblásinn og málaður, svo og
allt innan dekks, en áður en skipið
kom til landsins hafði það verið
málað að utan í Færeyjum. Notuð
var Hempels málning frá Slippfé-
laginu Málningarverksmiðju.
Veiðiréttur á
Reykjaneshrygg og í
Smugunni
Sigurður Olgeirsson keypti tog-
arann á nauðungaruppboði í Fær-
eyjum fyrir 192 milljónir króna en
ekki liggur fyrir ennþá hvað breyt-
ingarnar hafa kostað endanlega.
Meðan skipið var í færeyskri eigu
var það á saltfiskveiðum, aðallega
í Barentshafi. Það var smíðað í
Vogi í Færeyjum árið 1989 og hét
Sverri Ólason. Togarinn er 40.65
m langur, 8,5 m breiður, knúinn
1500 kw Wartsila aðalvél og með
26 tonna togspil. Tilgangur útgerð-
arinnar með skipakaupunum var
fyrst og fremst sá að fá stærra
afkastameira skip en gamla Geira
Péturs ÞH sem nú hefur verið seld-
ur til Noregs. Kvóti Geira Péturs
ÞH á yfirstandandi fiskveiðiári er
1.349 þíg-tonn, þar af 1.125 tonn
úthafsrækja og 92 tonn grálúða.
Fráfarandi Geiri Péturs ÞH hét
áður Skúmur GK og hafði veiði-
reynslu á úthafskarfa sem kemur
útgerðinni nú til góða þegar út-
hafskarfanum hefur verið skipt
milli skipa. Geiri Péturs ÞH fékk
255 tonna úthafskarfakvóta sem
I skipinu er fullkomin rækjuvinnslulína frá Carnit-
ech, m.a. tveir rækjuflokkarar af nýrri gerð.
Geiri Péturs ÞH. (Myndir/Fiskifréttir: Hafþór Hreiðarsson).
Geirí Péturs ÞH gerður
að rækjufrystitogara
Úr sjó til sælkera
í glæsilegum og vönduðum umbúðum frá Kassagerð Reykjavíkur. Hjá
Kassagerðinni hefur átt sér stað áratuga þróunarstarf við gerð margskonar fiskumbúða.
Hönnun og önnur sérfræðiþjónusta á staðnum. Hafið samband og við leysum vanda-
málin fljótt og vel.
KASSAGERÐ REYKJAVIKUR HF
VESTURGARÐAR 1 104 REYKJAVlK SfMI 55 38383 BRÉFASÍMI 55 38598
Óskum eigendum og áhöfn g
og gengis með skipið
Skipið er búið:
KAIJO höfuðlínusjá - SODENA Turbo 2000 - LEICA GPS - CSI DGPS
- Kelvin Hughes VHF GMDSS - MAGNAPHONE Standard C-
LOKATA neyðarbauju og Navtex
ætlunin er að breyta í aðrar teg-
undir. Þá hafði Skúmur GK einnig
drjúga veiðireynslu í Smugunni í
Barentshafi sem mun væntanlega
nýtast Geira Péturs ÞH þegar
Smuguveiðarnar verða kvótasett-
ar í framtíðinni.
Skipstjóri á Geira Péturs ÞH er
Olgeir Sigurðsson.
Fréttir
R.SIGMUNDSSON ehf.
SIGUNGA - OG FISKILEITARTÆKI
TRYGGVAGÖTU 16 101 R. SÍMI: 562 2666, FAX: 562 2140
Vír sem þú
getur treyst!
Brunton Shaw er leiðandi fyrirtæki í víraframleiðslu
með áratuga reynslu að baki. Brunton Shaw framleiðir
togvír, snurpuvír, vinnsluvír, grandaravír og kranavír.
Hægt er að velja á milli venjulegs og samanþjappaðs
(dæform) vírs. Brotþol samanþjappaða vírsins er mun
hærra en brotþol venjulegs
vírs sem er jafn að sverleika.
Vírinn frá Brunton Shaw er
enskur hágæðavír og hverri
afgreiðslu getur fylgt vottorð
um rannsókn og prófun.
BBUNTON SHBUIIIMITÉI)
Áratuga reynsla í notkun
Brunton Shaw vírsins hér á
landi gerir hann að vír sem
þú getur treyst.
V O RUHUS IS
íslenskar sjávarafurðir hf.
VORUHUS IS - HOLTABAKKA V/HOLTAVEG - 104 REYKJAVIK
UMBÚÐIR - REKSTRARVÖRUR -VEIÐARFÆRI - SÍMAR 568 1050 OG 581 4667, FAX 581 2848