Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 22
22
Innrásin frá Færeyjum
— Reykjavík var fyrsti stóri staðurinn sem ég kom á og hið
sama átti við um flesta félaga mína. Ég upplifði ísland sem mjög
auðugt land. Bílar voru á hverju horni og rafmagnstæki, sem voru
víða óþekkt í Færeyjum, voru almenningseign. Islendingar höfðu
góðar tekjur en þeir eyddu líka miklu í lífsgæði. Ég man alltaf að
kokkurinn á Gylli, sem var sveitamaður, sagði að ef íslendingar
hefðu verið jafn aðhaldssamir í fjármálum og Færeyingar á þess-
um árum þá hefðu allir vinnandi menn verið milljónamæringar.
Ég er ekki frá því að velmegunin á Islandi hafi opnað augu okkar
fyrir því að það hlyti einnig að vera hægt að skapa svona samfélag
í Færeyjum, segir Steinbjörn Berghamar Jacobsen í samtali við
Fiskifréttir.
‘IÁ '** j m (mZ'’y}l i
Steinbjörn Berghamar Jacobsen á heimili sínu í Þórshöfn
íslandsárin voru eitt
samfellt ævintýri
— segir Steinbjörn Berghamar Jacobsen, rithöfundur og kennari
Steinbjörn var aðeins 19 ára
gamall þegar hann fór fyrst á vertíð
til íslands. Steinbjörn, sem er
fæddur í Sandvík, kom til Islands
2. janúar 1957 og hafði hann jpá
fengið pláss á línubátnum As-
mundi sem gerður var út frá Akra-
nesi. Steinbjörn var á íslenskum
skipum fram til sumarsins 1958 en
sama haust hélt hann til Danmerk-
ur þar sem hann aflaði sér
kennaramenntunar. Auk kennsl-
unnar hefur hann verið afkasta-
mikill rithöfundur. Hann átti þátt í
að endurreisa færeyska rithöfund-
arsambandið og hafa honum
hlotnast margs konar viðurkenn-
ingar fyrir störf sín. Meðal verka
Steinbjarnar er skáldsagan Kasta,
sem kom út árið 1991, en hún fjall-
ar um færeyska sjómenn á Is-
landsmiðum. Annað þekkt verk
Steinbjarnar er leikritið Skipið,
sem hefur verið íslenskað, en það
var sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1977.
Verkið fjallar um sjómenn um
borð í togara á veiðum í Barents-
hafi. Enginn færeyskur rithöfund-
ur hafði áður fjallað um þessa þætti
í færeyskri sjómannasögu og fengu
bæði verkin, skáldsagan og leikrit-
ið, mjög góða dóma. Alls sáu 10
þúsund manns Skipið á sýningum í
Færeyjum og Islandi og hefur
aðeins eitt leikrit eftir sjálfan
skáldjöfurinn William Heinesen
fengið viðlíka aðsókn.
Ég hafði mælt mér mót við
Steinbjörn á heimili hans í Þórs-
höfn og þótt Þórshöfn sé ekki mjög
stór bær á íslenskan mælikvarða þá
var ekki hlaupið að því að finna
götuna „undir Heygnum“ sem á
íslensku gæti útlagst neðan haugs-
ins. Það tókst þó um síðir og þegar
ég renndi að húsinu beið Stein-
björn á tröppunum. Eftir að geng-
ið hafði verið í stofu og skáldið
hafði kveikt í pípu sinni gat samtal-
ið hafist.
Hélt mér vakandi með
neftóbaki og Radio
Luxemborg
- Ég hafði verið á línu- og hand-
færaveiðum við Grænland og eina
vertíð á reknetum á sfldveiðum
áður en ég fór til Islands. Ég var
því orðinn nokkuð vanur sjó-
mennsku og taldi mig færan í flest-
an sjó. A þessum árum var alveg
þokkaleg veiði við Færeyjar og það
var hægt að fá góðan afla á Græn-
landsmiðum en efnahagsástandið
var hins vegar með þeim hætti að
það var lítið hægt að greiða fyrir
aflann. Fiskiskipaflotinn var orð-
inn lélegur og skipin gömul. Flest
skipin voru yfirmönnuð. Þannig
vorum við 24 í áhöfn á 200 tonna
skonnortu á veiðum við Grænland
og það var örugglega 5-6 mönnum
of mikið, segir Steinbjörn en þegar
hann kom til íslands voru dag-
vinnulaun á íslandi 19,85 íslenskar
krónur en tímalaunin í Færeyjum
voru þá 3,75 danskar krónur.
Gengi íslensku krónunnar gagn-
vart þeirri dönsku var þannig að 42
danskir aurar jafngiltu einni ís-
lenskri krónu og tímakaupið á Is-
landi samsvaraði því um 8,30
dönskum krónum. Það var því ríf-
lega tvöfalt hærra en í Færeyjum.
Steinbjörn var háseti á Ásmundi
en hann segist einnig hafa átt þess
kost að vinna við beitningu í landi.
— Það átti ekki við mig að vera í
landi og frekar vildi ég vera eini
hásetinn um borð. Við vorum sex í
áhöfninni og hinir fimm voru allir
yfirmenn. Það var að sjálfsögðu
einn skipstjóri og svo var þarna
einn stýrimaður, tveir vélstjórar og
einn kokkur, segir Steinbjörn en
hann minnist úthaldsins á Ás-
mundi sem erfiðrar vinnu.
— Við rerum á Faxaflóa og út
undir Snæfellsnes. Þetta var erfitt
líf. Það var róið mjög stíft og aflinn
var lítill. Við Færeyingarnir urðum
þess fljótlega áskynja að íslensku
skipstjórarnir voru mjög harðir í
sjósókninni. Ef einn bátur reri í
verstöðinni þá fylgdu hinir í kjöl-
farið.
Steinbjörn segir að veðrið hafi
verið slæmt í janúar og febrúar og
menn hafi oft verið hraktir og
kaldir. Sem háseti stóð hann
baujuvaktirnar á nóttunni og hann
segir að oft hafi íslenska neftóbak-
ið verið það eina sem hélt honum
vakandi auk þess sem hægt hafi
verið að hlusta á útsendingar frá
Radio Luxemborg.
í fótspor Grettis sterka
Að sögn Steinbjarnar voru
margir Færeyingar í vinnu á Akra-
nesi á vertíðinni 1957. Sumir voru á
sjó en aðrir unnu í landi.
— Ég hygg að það hafi verið 50
Færeyingar á Akranesi þennan
vetur. Margir þeirra unnu við salt-
fiskverkun en einhvern veginn sit-
ur það í mér að íslendingar hafi
nánast verið búnir að gleyma þess-
ari verkunaraðferð. Eftir vertíð-
ina, sem gekk frekar illa hjá okkur
á Ásmundi, kom upp sú hugmynd
að Færeyingar tækju að sér að
manna sfldarskútuna Hrefnuna,
sem var í eigu útgerðarmanns Ás-
mundar, á handfæraveiðum þá um
sumarið. Ég hafði átt mér þann
draum að komast á togara eftir
vertíðina, enda voru tekjurnar
hæstar hjá togaramönnum, en
þegar mér var boðið pláss á Hrefn-
unni þá gat ég ekki annað en þegið
það. Þetta var hörkumannskapur.
Við verkuðum allan aflann í salt
um borð og síðan lönduðum við
saltfiskinum í næstu höfn. Ég man
eftir Þingeyri, Flateyri og Siglu-
firði í þessu sambandi. Mér er sér-
staklega eftirminnilegt frá þessu
ji| %
1 \
Hrefna AK. Á þessum báti fóru Færeyingarnir í handfæraróðurinn eftir
að vertíðinni lauk sumarið 1957 (Mynd íslensk skip)
Ásmundur AK. Steinbjörn var á þessum báti á vertíðinni 1957 og hann notaði nafn bátsins á togarann sem er
sögusviðið í skáldsögu hans Kasta sem út kom árið 1991