Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 31
FISKIFRÉTTIR föstudagur 30. maí 1997
31
Fréttir
Hluti nýja vinnslukerfisins í ísfélaginu. (Myndir/Fiskifréttir: Guðm. Sigfússon)
ísfélag Vestmannaeyja:
Nýtt vinnslukerfí frá
Maret tekið í notkun
— heildarkostnaður um 100 milljónir króna
dieselkerfi • vökvakerfi
varahlutaþjónusta
viðgerðarþjónusta
BRÆÐURNIR
fi) BOSCH (©) ORMSSON HF
LÁGMULA 9, SÍMI 533 2800, FAX 533 2820
ísfélag Vestmannaeyja hf. hefur tekið í notkun nýtt vinnslukerfi frá Marel
sem ætlað er að styrkja bolfiskvinnslu fyrirtækisins og gera hana árang-
ursríkari. Bolfiskvinnslan hjá ísfélaginu hefur verið rekin með tapi að
undanförnu eins og víða annars staðar á landinu, en vonast er til þess að
hægt verði að snúa þeirri þróun við með nýja vinnslukerfinu.
Samningar við Marel um
vinnslukerfið voru undirritaðir sl.
haust og var kerfið sett upp og tek-
ið í notkun í þessum mánuði. Jafn-
framt voru gerðar breytingar í
móttöku en hráefnið er flokkað
fyrir vinnslu,
Vinnsluferillinn í þessu nýja
kerfi er í stórum dráttum þannig,
að fiskurinn er hausaður í byrjun
og eftir það flokkaður og geymdur
í ísvatni áður en hann kemur inn á
flökunarvélarnar. Eftir að fiskur-
inn hefur verið flakaður fer hann
inn á snyrtilínurnar á hvert
vinnslustæði þar sem flökin eru
snyrt. Tvær niðurskurðarvélar eru
við snyrtilínurnar þar sem mögu-
leiki er á að ske'ra flökin niður í þau
stykki sem markaðurinn óskar
hverju sinni. Síðan fer fiskurinn í
pökkun og þaðan í frystitækin.
Vinnslukerfið var smíðað á
verkstæði Marel en snyrtilínurnar
hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og
Ellerts á Akranesi. Ingólfur Arna-
son á Akranesi smíðaði hluta af
færiböndunum og vann við hönn-
un. Jafnframt var hluti færiband-
anna smíðaður á Vélaverkstæðinu
Þór í Vestmannaeyjum.
„Það er trú okkar hjá ísfélaginu
að það takist að einhverju leyti að
bæta bolfiskvinnslu félagsins og
menn sjái bjartari tíma framund-
an,“ segir Sigurður Einarsson for-
stjóri. „Jafnframt er það skoðun
okkar að með þessu takist að bæta
launakjör fólksins sem starfar við
fiskvinnsluna og tryggja atvinnu-
öryggi þess, en eins og ástandið
hefur verið að undanförnu var úti-
lokað að halda vinnslunni áfram
með óbreyttum hætti.“
Við tölvustýrða niðurskurðarvél frá Marel.
VIGDIS HELGA VE 700
Velsmiðja Akraness ehf. oskar eigendum og ahofn Vigdisar
Helgu VE 700 innilega til hamingju með skipið, um leið
þökkum við ánægjulegt samstarf á liðnum vetri.
AKRANESS
VALLHOLTI I «4314177
c® m s) s>
SP $£)
íCl
©
£) &
© fr
©
KEMHYDRO - salan
Snorrabraut 87 • 105 Reykjavík
Sími: 551 2521* Fax: 551 2075
Gufukatlar frá Bretlandi
Allar gerðir. Leitið tilboða