Fiskifréttir


Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 8

Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 8
8 FISKIFRÉTTIR föstudagur 30. maí 1997 Hrefnuveiðar Hvar er nú víkinga- blóðið? — Konráð Eggertsson hrefnuveiðimaður er vondaufur um að hrefnu- veiðar hefjist hér við iand á næstu árum Konráð Eggertsson hrefnuveiðimaður á ísafirði við byssuna á hrefnubátnum Fjólu BA. Myndin var tekin fyrir einum áratug um það leyti sem hrefnuveiðibannið tók gildi.(Mynd/Fiskifréttir: Jens). „Mér þykir niðurstaða hvalanefndarinnar, sem birt var fyrir skemmstu, afar dapurleg. Þetta er í annað sinn sem gerð er úttekt á þessu máli á vegum stjórnvalda. Og nú er Iagt til að farin verði þriðja umferðin og hún á að verða svo ítarleg að vonlaust verður að fá botn í málið. Það verður aldrei hægt að fá samþykki ailra aðila þjóða og samtaka fyrir því að við hefjum hvalveiðar að nýju. Það hlýtur að vera hverjum manni Ijóst. Eg er svartsýnn um framgang þessa máls og tel að við blasi að engar hrefnuveiðar verði leyfðar á næstu árum,“ sagði Konráð Eggertsson, formaður Félags fyrrverandi hrefnuveiðimanna í samtali við Fiskifréttir. En hverju svarar Konráð þeirri fullyrðingu, að þýðingar- laust sé að hefja hvalveiðar nema hægt verði að selja afurðirnar til útlanda. „Þeir sem hafa kannað þennan þátt, eins og Kristján Loftsson, segja að hægt sé að selja afurðirnar. Benda má á að til eru alls kyns alþjóðasam- þykktir sem banna að sett séu höft á viðskipti milli landa. Við skulum taka það dæmi þegar Bandaríkjamenn hugðust stöðva túnfiskveiðar Mexíkómanna með viðskiptaþvingunum. Það mál átti að fara í gegnum þrjú dómstig, en á öðru dómstiginu sáu Bandaríkjamenn að þeir voru að fara halloka og þá sömdu þeir við Mexíkana. Ég hef trú á því að Bandaríkjamenn geti ekki staðið á því lagalega að koma í veg fyrir viðskipti með hvalaafurðir. Hins vegar má búast við að það taki tals- verðan tíma að vinna slík mál,“ segir Konráð. Og Konráð bætir við: „Og hvað með RÍÓ-sáttmálann? Þar skuld- bundu ríki heims sig til þess að stunda sjálfbæra nýtingu náttúru- auðlindanna. Hverjar eru efndirn- ar? Sannleikurinn er sá, að full- trúar þjóða heims skrifa undir alls konar yfirlýsingar á fjölda fylleríis- samkoma út um allan heim, en þegar á reynir ætla menn sér alls ekki að standa við þær. Tökum Astralíumenn sem dæmi. Það er verið að biðja þá um að minnka mengun um 15%. Kemur ekki til greina, segja þeir, við erum ekki til viðræðu um slíkt. Hins vegar er á hreinu í þeirra huga að Islendingar skulu ekki nýta hval.“ Er víkingablóðið orðið útþynnt? Og Konráð heldur áfram: „Við verðum að láta reyna á það hvort Japanir og fleiri vilji kaupa af okk- ur hvalaafurðir. Hvar er nú vík- ingablóðið í þeim Islendingum sem um þetta mál fjalla? Mér sýn- ist það vera orðið æði útþynnt. Það ætlast enginn sem stundar hval- veiðar til þess að ísland fari á haus- inn vegna þessara veiða, en það þarf að koma í ljós hvort við töp- um mörkuðum vegna þeirra eða ekki. Norðmenn hafa engum mörkuðum tapað þótt umhverf- issamtök hafi barist gegn hrefnu- veiðum þeirra. Sumir segja að það sé ekki rétt að bera sig saman við Norðmenn. Jæja, tökum þá Færeyinga, þeir hljóta að vera samanburðarhæfir. Færingar eru nú að moka upp fiski sem aldrei fyrr og þeir geta selt hann allan hindrunarlaust þótt þeir stundi hvalveiðar. Hræðsluáróðurinn gegn hvalveiðum hérlendis frá ýmsum seljendum sjávarafurða og ferðamálafrömuðum er því marklaus þar til annað kemur í ljós. Þetta má snýst ekki aðeins um tekjur þjóðarinnar af hval- veiðum í framtíðinni heldur ekki síður um rétt Islendinga til þess að nýta allar auðlindir sjávarins og viðhalda jafnvægi í lífríkinu," sagði Konráð Eggertsson að lok- um. Skipstjórar ÚTGERÐARM ENN Ef til hafnar skal haldið . . . ... BÝÐUR ÍSAFJ ARÐARHÖFN UPP Á ALHLIÐA ÞJÓNUSTU FYRIR SKIP OG BÁTA í ÍSAFJ ARÐARBÆ ERU FJÓRAR HAFNIR, ER VEITA GÓÐA ÞJÓNUSTU. ÞlNGEYRI, FLATEYRI, SUÐUREYRI OG Á ÍSAFIRÐI ÍSAFJ ARÐARHÖFN ER LÍFHÖFN VESTFJARÐA SÍmi:456 3295 Fax: 456 4523 ÍSAFJARÐARHÖFN HAFNARVOGIN 400 ÍSAFJÖRÐUR Þróun hrefnu- veiða við ísland 1914-1985: Hrefnuveiðar hafa verið stundaðar á litlum vél- bátum hér við land mest- an hluta þessarar aldar. Þessar veiðar voru þó lengst af smáar í sniðum, aðeins nokkrir tugir dýra á ári. Síðustu tvo áratugina fyrir veiðib- annið árið 1986 var ár- sveiðin hér við Iand þó rúmlega 200 dýr, þar af veiddu íslendingar 150- 160 dýr en Norðmenn af- ganginn. A árunum 1977-1985 ákvarðaði Al- þjóðahvalveiðiráðið ár- lega veiðikvóta fyrir svæðið Austur-Græn- land / ísland / Jan Mayen og komu flest árin um 200 hrefnur í hlut íslend- inga. Samkvæmt nýjasta mati á stærð hrefnustofnsins á þessu svæði, sem byggt er á hvalatalningu árið 1995, eru 72.000 dýr í stofninum eða rösklega helmingi fleiri dýr en áætlað var eftir fyrri hvalatalningu árið 1987. Skýringin á fjölguninni er annars vegar sú, að nýrri og áreiðanlegri aðferð er nú notuð til þess að meta fyrirliggjandi talning- argögn og hins vegar hefur án efa orðið töluverð fjölgun í hrefnu- stofninum vegna veiðibannsins sem staðið hefur í tíu ár. Jóhann Sigurjónsson hvalasérfræðingur sagði í samtali við Fiskifréttir ný- lega, að engin vafi léki á því að hrefnustofninn hefði þolað vel þær veiðar sem stundaðar voru áður en veiðibannið tók gildi árið 1986, og nýjustu mælingar væru enn frekari staðfesting á því, að þetta væru í raun dvergsmáar veiðar, eins og hann komst að orði. Þær upplýs- ingar um sögu hrefnuveiðanna sem hér fara á eftir eru að mestu byggðar á skrifum Jóhanns um þetta málefni. Hrefnan „góður“ hvalur Hrefnuveiðar hér við land hóf- ust árið 1914, þegar Hrefnu-Láki skaut fyrstu hrefnuna, eins og lýst er nánar í annarri grein hér í blað- inu. Reyndar er þess getið í ferða- bók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar árið 1772 að hrefnur séu sjaldan skotnar hér við land vegna þess að Islendingar líti á hrefnuna sem „góðan“ hval sem Guð hafi sent til þess að vernda þá og báta þeirra gegn „vondum“ tegundum hvala. I riti Bjarna Sæmundssonar

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.