Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 15
FISKIFRÉTTIR föstudagur 30. maí1997
15
Veiðar íslendinga á f jarlægum miðum Texti: ese
Eftir óveðurskaflann gaf þokka-
lega til veiða og þann 10. desember
þótti ástæða til að halda heimleið-
is. Siglingin til Höfðaborgar tók
átta daga og þangað kom Garoya
með 150 tonn af hausuðum tann-
fiski viku fyrir jól. Að sögn Stefáns
er tannfiskurinn aðallega seldur til
Japan en um þetta leyti háttaði
þannig til að mikið framboð var af
tannfiski á Japansmarkaði. Þvíbrá
útgerðin á það ráð að senda aflann
með flutningabílum til Namibíu.
Þar var tannfiskurinn þíddur upp,
flakaður og loks sendur á Banda-
ríkjamarkað.
Tannfiskurinn getur orðið mjög
stór og Stefán segir að ekki sé óal-
gengt að fiskar, sem eru 50-60 kg
eftir að búið er að hausa þá, komi á
línuna. Algengasta stærðin séu
hins vegar sex til átta kílóa fiskar,
hausaðir, en stærsti tannfiskur,
sem hann hafi heyrt um að hafi
fengist, hafi verið um 150 kíló að
þyngd.
Fengum mest 10-12 tonn
af tannfíski á dag
Stefán var í landi um jól og ára-
mót og lengst af dvöldu hann og
Rafnar hjá íslendingum í Namib-
íu. Þórir Ólafsson, sem býr í Nam-
ibíu, var þriðji íslendingurinn í
áhöfn Garöya og fór hann með í
báðar veiðiferðirnar sem Stefán
stýrði. I seinni veiðiferðinni, sem
farið var í 16. janúar, gekk mun
betur en í þeirri fyrri. Aflinn var
alls 210 tonn af hausuðum tannfiski
en fyrir það magn fengust á milli
sex og sjö milljónir suður-afrískra
randa á markaði í Japan. Lauslega
reiknað samsvarar þessi upphæð
tæpum 100 milljónum íslenskra
króna. Kílóverðið á tannfiskinum
var því rúmar 400 krónur eða svip-
að og fæst fyrir lúðu. Seinni veiði-
ferðin stóð í alls 48 daga og þar af
fóru um tvær vikur í siglingar.
Aflaverðmæti á hverjum degi á
veiðum varþví háttíþrjár milljónir
íslenskra króna!
— Við fengum mest um 10-12
tonn á sólarhring en algengast var
að fá svona fjögur til fimm tonn.
Suma dagana fengum við reyndar
• :ií, ,| íí; iL 4|,N’ :. v
100 milljón króna
tannfiskyeiðitúr
í Suður-íshafið
— rætt við Stefán Sigurðsson skip-
stjóra um iínuveiðar í suðurhöfum
Á veiðum við rifíð
African Rise
Stefán var kominn til Höfða-
borgar 29. september í fyrra en þá
hafði Rafnar unnið að niðursetn-
ingu línubeitningarvélarinnar um
tveggja vikna skeið.
— Við komumst á sjó 10. októ-
ber en þá áttum við fyrir höndum
sex daga siglingu á tannfiskmiðin á
Garoya í höfn
Rafnar Hlíðberg innbyrðir hér tannfisk af stærri gerðinni
ljós að línan var allt annað en góð.
Hún gekk reyndar ágætlega í
beitningarvélina en hún lagðist illa
og það var leiðinlegt að vinna með
hana. Við vorum með opna króka
númer 12 en krókana og taumana
fengum við frá Noregi. Utgerðin
vildi láta okkur hafa sína eigin
tauma, sem voru girnistaumar eins
og notaðir eru á handfæraveiðum
hér heima, en ég þvertók fyrir það.
Það var nógu slæmt að nota línuna
þeirra þótt maður notaði ekki von-
lausa tauma að auki.
Miklar sögur hafa að undanförnu borist af tannfískveiðum línuskipa í
Suður-íshafínu. Tannfískurinn, sem nefnist patagonian toothfísh á
enskri tungu, getur orðið gríðarlega stór og er hann mjög verðmætur
matfískur. Ríki, sem hagsmuna eiga að gæta í Suður-íshafínu, hafa
orðið miklar áhyggjur af stjórnlausri sókn í tannfískinn en það hefur
reynst erfiðleikum bundið að stemma stigu við veiðunum þótt ríki eins
og Suður-Afríka hafi sett hafnbann á skip sem stjórnvöld telja að
stundi óleyfilegar veiðar. Erfiðleikarnir við að stjórna veiðunum eru
ekki síst fólgnir í því hve tannfískurinn heldur sig á gríðarlega stóru
hafsvæði allt í kringum Suðurskautslandið. Sigling til og frá miðun-
um getur tekið tvær til þrjár vikur og það er því erfitt að halda uppi
fullnægjandi eftirliti. Stefán Sigurðsson skipstjóri úr Hafnarfirði fór
fyrir nokkru í tvær tannfískveiðiferðir á miðin í Suður-Ishafínu og
hér á eftir segir Stefán frá tildrögum þess að hann tók þetta verkefni
að sér og gangi mála á tannfiskveiðunum.
- Það var fyrir milligöngu Björg-
vins Ólafssonar hjá BP Skipum að
ég fór þarna suður eftir. Björgvin
hafði selt Mustad beitningarvél í
75 metra langan togara í Suður-
Afríku sem verið var að útbúa til
línuveiða. Útgerð togarans, suður-
afríkanska fyrirtækið Aluship,
vantaði skipstjóra til þess að vera
með skipið á línuveiðunum og var
Björgvin beðinn um að útvega
skipstjóra frá Islandi. Það varð úr
að ég tók þetta verkefni að mér og
var samningurinn til sex mánaða.
Auk mín var Rafnar Hlíðberg,
sem hafði verið með mér á Særúnu
GK, ráðinn til Aluship og sá hann
um að setja niður beitningarvélina
og stjórna henni á veiðunum, segir
Stefán en hann segir togarann,
sem nefnist Garoya, hafa verið
hálfgert skrapatól. Togarinn var
byggður á Spáni árið 1971 og segir
Stefán greinilegt að viðhald hans
hafi verið í lágmarki undanfarin
ár. Reyndar kom í ljós að togarinn
var skráður í Luderitz í Namibíu á
vegum Northern Fishing Industry
sem er í eigu sömu aðila og Al-
uship. Fyrirtækin voru alls með
fimm skip á línuveiðunum og þótt
þau væru öll gerð út frá Suður-
Afríku þá voru þau skráð í Namib-
íu. Að sögn Stefáns var það gert
vegna lýsingskvóta í namibískri
landhelgi sem annars hefðu tapast.
milli Prince Edwards eyja og
frönsku Crozeteyjanna. A milli
þessara eyja er gríðarlangt rif sem
heitir African Rise og þar vorum
við aðallega að veiðum. Ég veit
ekki nákvæmlega hvenær menn
byrjuðu að veiða tannfiskinn á línu
á þessum slóðum en það eru
a.m.k. tvö ár síðan, segir Stefán en
þess má geta að tvö af fimm skip-
um útgerðarinnar voru með línu-
beitningarvélar en í hinum þremur
var handbeitt. Auk beitningarvél-
arinnar í Garoya var einnig Mu-
stadvél í togaranum Zambezi. Sá
var 55 metra langur og var Guð-
mundur Kr. Guðmundsson, fyrr-
um skipstjóri á Ottari Birting, þar
skipstjóri.
Þegar Garoya kom á miðin var
þar fyrir floti skipa en Stefán segir
að áhöfnin á Garoya hafi lítið orð-
ið vör við hin skipin nema þá helst
á ratsjánni.
— Rifið er á annað hundrað míl-
ur á lengd og það er því ekkert
skrýtið að ekki sjáist til næstu skipa
þótt fjöldinn sé mikill, segir Stefán
Stefán Sigurðsson Mynd/Fiski-
fréttir: Gunnar Gunnarsson
en hann upplýsir að togarinn hafi
verið útbúinn með 11,5 millimetra
línu sem útbúin var hjá veiðarfæra-
deild suður-afríkanska fyrirtækis-
ins.
— Við reyndum mikið að fá út-
gerðina til þess að kaupa norska
línu en það fékkst ekki í gegn.
Menn töldu óþarft að kaupa línu
erlendis frá þegar eigin veiðar-
færagerð gæti útvegað jafn góða
vöru. Hins vegar kom fljótlega í
60 hnúta vindur, frost og
hríð í tvær vikur
Að sögn Stefáns var aflinn á
miðunum við African Rise ágætur
fyrstu dagana en síðan tók við kafli
sem hann lýsir sem hroðalegum.
— Við vorum þarna að veiðum á
47. gráðu suðlægrar breiddar.
Þetta hafsvæði er í álíka fjarlægð
frá miðbaug og Biscayaflói en það
er langt því frá að hægt sé að jafna
veðráttunni saman. Þótt það væri
komið vor á suðurhveli jarðar þá
var þarna bæði frost og sjókoma og
vindhraðinn fór ekki niður fyrir 60
hnúta í um hálfan mánuð. Það var
því lítið sem ekkert hægt að vera
að veiðum og við héldum bara sjó.
Þarna sá maður best hvað hlýr haf-
straumur eins og Golfstraumurinn
gerir fyrir ísland og Islandsmið.