Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 33
FISKIFRÉTTIR föstudagur 30. maí1997
Eru Norðmenn að
sölsa undir sig
Svalbarðarækiuna ?
Norðmenn hafa enn á ný hert
reglur um veiðar þjóða á Sval-
barðasvæðinu með setningu
nýrra reglugerðarákvæða um
rækjuveiðar. í fyrrasumar tak-
mörkuðu norsk stjórnvöld einhl-
iða rækjuveiðar þjóða á Sval-
barðasvæðinu, en þær veiðar
höfðu verið frjálsar fram að því.
Hver þjóð, sem stundað hafði
rækjuveiðar á svæðinu fram að
þeim tíma, fékk leyfi til að halda
þar úti ákveðnum fjölda skipa.
Skipafjölda var deilt út eftir veið-
ireynslu þjóðanna. Ekkert var
minnst á frekari takmarkanir
veiðanna með kvótum eða úthlut-
un sóknardaga. Norðmenn og
Rússar fengu langflest veiðileyfi,
enda með mesta veiðireynslu. Is-
lendingar fengu veiðileyfi fyrir
eitt skip, þar sem Stakfell ÞH
hafði gert lítilsháttar tilraunir til
rækjuveiða á
Svalbarða-
svæðinu.
Norsk
stjórnvöld
hafa nú tak-
markað veið-
arnar enn
frekar. Til við-
bótar því að
takmarka
fjölda skipa
hafa þau nú
ákveðið einhl-
iða hve marga
sóknardaga
hver þjóð fær
til veiða á
svæðinu.
Norðmenn
stinga af með
vinninginn.
Eins og sjá má
ámeðfylgjandi
kökuriti og
töflu fá þeir í
sinn hlut tæplega helming skipa-
fjölda og sóknardaga. Næstir
koma Rússar, sem mega gera út
allt að 102 skip sem verða að
hætta veiðum eftir 4.600 daga.
Aðrar þjóðir fá sáralítið í sinn
hlut, og íslendingar langminnst.
Með eitt skip og aðeins hundrað
sóknardaga er ljóst að möguleik-
ar íslendinga til að nýta rækjuna
við Svalbarða í framtíðinni eru
orðnir sáralitlir. Slíkt ræðst þó
líklega af því að hvort íslending-
ar hlýði reglugerðagleði Norð-
manna í þessum efnum. íslensk
stjórnvöld hafa neitað að viður-
kenna reglugerð Norðmanna um
rækjuveiðar á Svalbarðasvæðinu
og sagt að íslenskum útgerðar-
mönnum sé frjálst að stunda þar
veiðar. Sá böggull fylgir þó
skammrifi að stjórnvöld treysta
sér ekki til að verja íslenska tog-
ara ef í harðbakkann slær í sam-
skiptum við norska fallbyssubáta.
Rússar hunsa Norðmenn
Það verður einnig fróðlegt að sjá
hvernig Norðmenn hyggjast fylgj-
ast með rækjuveiðum Rússa á
svæðinu í framtíðinni. Norska
strandgæslan og norska fiskistofan
fá það verkefni að fylgjast með því
að þjóðirnar fylgi hinni nýju reglu-
gerð. Norðmenn krefjast þess að
skip sem hefja veiðar á Svalbarða-
svæðinu tilkynni stjórnvöldum
hvenær þau byrji veiðar. Fyrr í vet-
ur höfðu Fiskifréttir samband við
norsku fiskistofuna til að grennsl-
ast fyrir um hve mörg skip og af
hvaða þjóðernum stunduðu rækju-
veiðar við Svalbarða. Embættis-
menn gátu gefið svör um skipa-
fjölda allra þjóða nema Rússa.
Þeir viður-
kenndu að
Norðmenn
hefðu enga
hugmynd um
hve mörg rúss-
nesk skip
stunduðu
veiðar á svæð-
inu. Rússar
neituðu að
viðurkenna til-
skynningar-
skyldu Norð-
manna og
sendu aldrei út
slíkar tilkynn-
ingar. Þó að
um skýrt lög-
brot sé að
ræða í augum
Norðmanna
komast Rússar
upp með
þetta. Norð-
menn virðast
ekki þora að halda þessu til streitu
af ótta við að styggja Rússa, þótt
þeir hiki ekki við að refsa öðrum
þjóðum fyrir slíkt.
Stofn á uppleið
Rækjan við Svalbarða hefur
verið í lægð undafarin ár. Stofninn
dróst mjög saman upp úr 1990. Það
árið veiddust alls 81.000 tonn.
Þetta endurspeglaðist í aflabrögð-
um og veiðum, sem minnkuðu ár
frá ári. Rússar hafa dregið hlut-
fallslega mest úr veiðum sínum.
Nú veiða þeir innan við 10.000
tonn á ári, en á árunum 1990 til
1993 var ársafli þeirra á bilinu
21.000 til 30.000 tonn.
Margt þykir benda til að Sval-
barðarækjan sé nú á hraðri uppleið
á ný. í nýjustu ástandsskýrslu Flaf-
rannsóknastofnunarinnar í Björg-
Veióiréttur á rækju
vió Svalbarða
Skipting sóknardaga
Noregur 49,8%
Rússland 27,9 %
Rækjuveiðar viö Svaibarða
Sóknardaqar Fjöldi skipa
Noregur 8.279 111
Rússland 4.652 102
Færeyjar 1.317 11
Litháen 647 5
Grænland 643 5
ESB 519 4
Eistland 377 3
Kanada 154 2
ísland 100 1
vin má lesa að
fiskifræðingar
telji að stofn-
stærðin hafi
aukist um 50
prósent frá
1995 til 1996.
Þetta er eink-
um þakkað því
að 1992 árgang-
urinn er sterkur. Einnig virðist
þorskurinn éta minna af rækju en
áður og hitastig hækkaði í Barents-
hafi árið 1995. Aflabrögð hafa
einnig verið að glæðast á nýjan leik
við Svalbarða. Með því að tak-
marka veiðar annarra þjóða og
passa samtímis upp á að úthluta
sjálfum sér svo
mörgum veiði-
leyfum og sókn-
ardögum að enginn líði skort virð-
ast Norðmenn ætla að halda öðr-
um þjóðum frá veisluborðinu
þegar Svalbarðarækjan braggast á
nýjan leik. Það er eftir miklu að
slægjast. Þessi mið geta verið gjöf-
ul. Sagan sýnir að draga má rúm-
lega 80.000 tonn af rækju úr sjó á
Svalbarðasvæðinu árlega. Þetta
er meiri rækjuafli en veiddur er
árlega við ísland í dag. Rækju-
miðin við Island hafa hingað til
gefið gullúr sjó. Þó að ómögulegt
sé að ráða í framtíðina má þó full-
yrða að einhvern tíma mun draga
úr stofnstærð rækju við ísland.
Norðmenn reyna nú að sjá til þess
að Islendingar muni ekki eiga í hús
að venda við Svalbarða.
Rækjuafli í Barentshafi
og við Svalbarða
ÍT*"*- '
— -
Isilagður sjór utan við Longyearbæ á Svalbarða.
(Mynd/Fiskifréttir: Guðgeir H. Heimisson).
‘91 ‘92 ‘93 ‘94 ‘95
ÚTGERÐARMENN
SKIPSTJÓRAR
Til hvaða hafnar skal haldið?
Fáskrúðsfjarðarhöfn býður upp á eftirfarandi:
Verslanir.
Köfunarþjónusta.
Leigubíla.
Kranabíla m/blökk.
► Landsbanka.
► Strandferðaskip tvisvar í viku
til Vestmannaeyja og
Reykjavíkur.
► Vöruflutningabíla daglega.
► Apótek.
► Rafeindavirkja/rafvirkja.
► íssölu, Þar sem ísnum er
blásið um borð.
► Heilsugæslustöð.
Alhliða viðhaldsþjónustu.
Góð umskipunaraðstaða.
Löndunarflokkur ■ Fiskmarkaður
1 skipsferð í viku beint út.
Sundlaug.
► Landtengingu
fyrir gáma og skip.
► Hótel með fyrsta flokks
gistiaðstöðu, mat,
bar og diskótek.
► Flugvöll.
► Rútuferðir á Egilsstaði,
alla virka daga.
► Hafnarvog fyrir 60 tonn.
Hafnarvörður er til þjónustu reiðubúinn allan sólarhringinn
og mun leitast við að greiða leið þína í landi.
Hafnarvörður hefur síma 475 1323
heimasíma 475 1401r fax 475 1459
fFÁSKRÚÐSFJARÐARHÖFN
- BETRI HÖFN Á AUSTFJÖRÐUM