Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 32
32
FISKIFRÉTTIR föstudagur 30. maí 1997
Ástand fiskistofna
Hafró leggur til 17% kvótaaukningu íþorski
FRAMTAK, Hafnarfirði
Kraftmíkíl
og lipur viðgerðarþjónusta
nú einnig dísilstillingar
FRAMTAK - alhliða viðgerðarþjónusta:
__________• VÉLAVIÐGERÐIR
__________• RENNISMÍÐI
__________• PLÖTUSMÍÐI
BOGI • DÍSILSTILLINGAR
M.A.K. viðgerðarþjónusta, UNIservice skipavörur og þjónusta,
FLEX-HONE slípibúnaður, KIPA plasttappar
MAK Þjónustan - viður-
kennd beint frá þýskalandi
FRAMTAK
^ÞfOMusTA VELA- OG SKIPAÞJONUSTA
VECUR ÞUhGt Drangahrauni Ib Hafnarfirði
Sími 565 25S6 • Fax 565 2956
MM !!( míhm U k EINUM STAÐ
Trönuhrauni 1 • Pósthólf 183 • 222 Hafnarfjörður
Sími 565 1410 ■ Fax 565 1278 • Farsimi 852 3780
— en ekki að vænta frekari bata næstu árin
Hafrannsóknastofnun hefur fellt sinn dóm um
ástand þorskstofnsins og aflakvóta næsta árs miðað
við aflaregluna svokölluðu, sem miðast við að taka
megi 25% af veiðistofninum hverju sinni. Urskurð-
urinn er sá að veiða megi 218 þús. tonn á næsta ári,
sem er 32 þús. tonnum meira en kvóti yfirstandandi
árs segir til um, en hins vegar aðeins 18 þús. tonnum
meira en áætlað er að þorskaflinn verði á þessu
fískveiðiári þegar upp verður staðið. Kvótaaukn-
ingin milli ára er samkvæmt þessu 17%, en áætluð
aflaaukning aðeins helmingur af því ef tekst að halda
við sett markmið á næsta fiskveiðiári.
Samkvæmt nýrri úttekt er stærð
veiðistofns þorsks árið 1997 áætluð
889 þús. tonn, þar af er hrygning-
arstofninn talinn um 406 þús.
tonn. Þetta er nokkru betri niður-
staða en áætlað var fyrir einu ári,
því þá var gert ráð fyrir að veiði-
stofninn í upphafi árs 1997 yrði 814
þús. tonn og hrygningarstofninn
371 þús. tonn. I nýútkominni
skýrslu Hafrannsóknastofnunar
segir, að stærri veiðistofn nú en
gert var ráð fyrir megi að mestu
rekja til þess að meira hafi dregið
úr sókn í yngri fisk en áætlað var.
Skýringar á stærri hrygningar-
stofni megi m.a. rekja til þess, að
veiðistofninn sé nú metinn stærri
auk þess sem nú séu hlutfallslega
fleiri fiskar í stofninum kynþroska
en áætlað hafi verið.
Þá segir í skýrslunni: „Síðan
1985 eða í rúman áratug hafa allir
árgangar í þorskstofninum reynst
undir meðallagi. Aðeins 1993 ár-
gangurinn er metinn sem tæpur
meðalárgangur. Þróun þorsk-
stofnsins mun því mótast af þessari
lélegu nýliðun í nánustu framtíð.“
Samkvæmt aflareglunni verður
þorskaflinn 218 þús. tonn á kom-
andi fiskveiðiári og 220 þús. tonn
fiskveiðiárið 1998/99.
Ýsukvóti verði
minnkaður
Hafrannsóknastofnun leggur til
að ýsukvótinn verði miðaður við
40 þús. tonn sem er sama ráðgjöf
og síðast, en kvótinn á yfirstand-
andi fiskveiðiári er 45 þús. tonn og
er áætlað að aflinn verði nálægt
því. Hafrannsóknastofnun miðar
ráðgjöf sína við það að veiðistofn
haldist í svipuðu horfi en hrygning-
arstofn fari lítillega stækkandi.
Framreikningar á stærð ýsustofns-
ins benda til þess að í ársbyrjun
1998 verði veiðistofninn 170 þús.
tonn en hrygingarstofninn 105 þús.
tonn.
Meðalþyngd ýsu hefur verið lág
undanfarin sjö ár miðað við næstu
fimm ár á undan. Kynþroskahlut-
fall hefur hækkað mjög hjá ungum
fiski. Mikil umskipti eru að verða í
aldurssamsetningu veiðistofnsins
þar sem hlutdeild ungrar ýsu er að
verða mikil. Þetta kemur til af því
að stóru árgangarnir frá 1989 og
1990, sem verið hafa ríkjandi í afla,
eru nú að hverfa úr stofninum.
Stór árgangur frá 1995 bætist í
veiðistofninn á næsta ári en hann
er talinn töluvert minni en við mat
á honum á síðasta ári. Þá er fyrsta
mat á stærð árgangsins 1996 á þá
lund að þar sé um lítinn árgang að
ræða.
Ufsastofninn stórleg
ofmetinn síðustu árin
— hefur ekki mæist minni frá upphafi mælinga
Hafrannsóknastofnun hefur stór-
lega ofmetið ufsastofninn á undan-
förnum árum. Veiðistofninn í árs-
byrjun 1997 er nú metinn um 130
þús. tonn en var áætlaður 290 þús.
tonn við síðustu úttekt. Hrygning-
arstofninn er nú metinn 70 þús.
tonn en var áætlaður 160 þús. tonn
við síðustu úttekt. Ufsastofninn
hefur ekki mælst minni frá því að
mælingar hófust árið 1961.
Á blaðamannafundi Hafrann-
sóknastofnunar nú í vikunni kom
fram í máli fiskifræðinga, að mun
erfiðara væri að leggja mat á stærð
ufsastofnsins en t.d. stofna þorsks
og ýsu. Þetta væri þekkt vanda-
mál, ekki einungis hérlendis held-
ur alls staðar þar sem ufsarann-
sóknir væru stundaðar. Ástæðan
væri sú að ufsinn væri dyntóttur
flökkufiskur sem lítið kæmi fram í
togararalli og staðlaðir mæli-
kvarðar eins og afli á togtíma eða
afli pr. net giltu ekki um ufsann
eins og þorsk og ýsu. Einu áreiðan-
legu gögnin væru úr aldursgrein-
ingu á lönduðum afla þannig að
erfitt væri að mæla nýliðun eða
árgangastærð nema með bakreikn-
ingi eftir á. Fram kom að um þess-
ar mundir væri verið að reyna að
renna styrkari stoðum undir ufsa-
rannsóknirnar.
Ufsaaflinn árið 1996 var um 40
þús. tonn á móti 49 þús. tonnum
árið áður. Þetta er minnsti ufsaafli
í meira en þrjá áratugi. Aflinn und-
anfarin fjögur fiskveiðiár hefur
verið langt undir úthlutuðu afla-
marki stjórnvalda. í skýrslu Hafró
segir, að sókn í ufsa hafi verið
verulega meiri en kjörsókn og um-
fram þá sókn sem gefur hámarks-
afrakstur. Nýliðun í ufsastofninn
hefur verið léleg á undanförnum
árum og veruleg óvissa ríkir um
stærð uppvaxandi árganga. Haf-
rannsóknastofnun leggur til að
ufsaaflinn fari ekki yfir 30 þús.
tonn á næsta fiskveiðiári, en áætl-
aður afli á þessu ári er 37 þús.
tonn. Kvótinn er hins vegar 50 þús.
tonn og því er fyrirsjáanlegt að stór
hluti hans muni detta dauður niður
nú eins og undanfarin ár.
Ráögjöf Hafró, kvóti og veiöi
(í þúsundum tonna)
Tegund
Tillaga Hafró
1996/97
Kvóti
1996/97
Aætl afli
1996/97
Tillaga Hafró
1997/98
Þorskur
Ýsa
Ufsi
Gullkarfi
Djúpkarfi
Grálúða
Steinbítur
Skarkoli
Sandkoli
Skrápflúra
Langlúra
Síld
Loðna
Úth.rækja
Inn-rækja
Humar
Hörpud.
186
40
50
30
35
15
13
10
7
5
1,2
100
1100
55
11
1,5
9,3,
186
45
50
15
13
12
1,2
110
1600
60
11
1,5
9,1
195
45
37
70
28
13
10
8,4
4,9
1,2
97
1593
60
11
218
40
30
35
30
10
13
9
7
5
1,1
100
850
70
7,2*
1,5
80
► Til bráðabirgða