Fiskifréttir


Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 10

Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 10
10 Fréttir FISKIFRÉTTIR föstudagur 30. maí 1997 i Yigdís Helga VE 700 er komin á veiðar á Reykjaneshrygg eftir að hafa verið breytt úr togskipi í línuskip í Skipa- smíðastöð Njarðvíkur hf. Skipinu, sem áður hét Klettur SU, hefur verið umturnað enda á milli og er nú að miklu leyti sem nýtt, að sögn Gests Gunnbjörnssonar skipstjóra og eins eigenda þess. Kostn- aður vegna breytinganna nemur rúmlega 80 milljónum króna. Vigdís Helga VE er ekki með veiðiheimildir í ís- Vigdís Helga VE að loknum breytingunum. (Mynd: Haukur Snorrason). — því dýpra þeim mun betra,“ sagði Jóhann Bjarnason hjá ís- lenskri vöruþróun í samtali við Fiskifréttir. Pessar nýjungar voru fyrst reyndar í Eldborgu RE og fór bún- aðurinn með henni, þegar hún var seld til Noregs fyrir skömmu. Þá hefur hann verið til prófunar um borð í línuskipinu Núpi BA um nokkurt skeið og reynst vel. Loks má nefna, að búnaðurinn hefur þegar verið seldur í tvö norsk línu- skip auk Eldborgarinnar, en þau heita Keltik og Stálbjörn. Síðar- nefnda skipið fer á djúplínuveiðar við Nýja-Sjáland á næstunni. 4ra þátta sigurnaglalírtur 5.5 mm sigurnaglalínur 540 m 1,15 m á milli 7 mm sigurnaglalínur 540 m 1,40 m á milli 9 mm sigurnaglalínur 180 m 1,40 m á milli 11.5 mm sigurnaglalínur 180 m 1,40 m á milli HEITLITAÐA LÍNAN 4 mm - 7 mm Norske Fiskevegn-línan 550 m (græna, hvíta og svarta). Eigum á lager allar gerðir af önglum, og ábót. Færaefni í öllum sverleikum. Danline tóg frá 6 mm til 44 mm. Flestar gerðir þorska- og grásleppuneta. Snurvoðartóg. Vírmanilla. frá 18 mm til 32 mm. Flotteinar Cobra flotteinar 55 m 22 mm 115 g/m Cobra flotteinar 55 m 19,5 mm 110 g/m Cobra flotteinar 55 m 14 mm 50 g/m Cobra flotteinar 220 m 10 mm 31 g/m BITÆR -skrúfuþjöppur- Fyrir ammóníak og aðra umhverfisvæna kælimiðla ni Kæling hf. rTTTJ RÉTTARHÁLSI 2-110 REYKJAVlK UáftJ SlMI 587 9077 • FAX 567 6917 ALLT TIL KÆLI- 0G FRYSIMERFA HÖNNUN-SALA-FRAMLEIÐSLA-ÞJÓNUSTA Öll tæki endurnýjuð í brúnni Allur tækjabúnaður í brúnni var endurnýjaður. Frá Radiomiðun kom ný Decca ratsjá, Maxsea sigl- ingatölva og Sailor talstöðvar. Frá R. Sigmundssyni hf. Kaijo djúp- sjávarmælir, Cetrek sjálfstýring, Magnaphone Standard C tæki, Leica GPS, Garmin GPS, Lokata neyðarbauja og Navtex tæki. Frá Friðriki A. Jónssyni hf. kom Sim- rad dýptarmælir, gírókompás, ískastari og kallkerfi. Auk þess voru ýmis fleiri tæki keypt sem of langt yrði upp að telja. Vigdís Helga VE er í eigu út- gerðarfélagsins Úteyjar, en að því standa margir aðilar, þeirra á með- al Gestur Gunnbjörnsson sem er skipstjóri og Gunnar Oddsteins- son sem er yfirvélstjóri. Fyrsti stýrimaður á skipinu er Jónas Kristjánsson. lenskri lögsögu og mun stunda línuveiðar utan land- helginnar a.m.k. næstu mán- uðina. Skipið var smíðað í Danmörku árið 1976 og flutt hingað til lands árið 1982. Hérlendis hét það upp- haflega Hafrenningur GK og var línuskip, en fljótlega var því breytt í rækjuveiðiskip og hefur stundað rækjveiðar síðan, lengst af undir nafninu Hersir HF en nú síðast sem Klettur SU. Helstu breytingar á skipinu eru þær, að það hefur fengið nýja brú auk þess sem gerðar hafa verið ýmsar lagfæringar ofan dekks. Þá hefur verið skipt um allt á vinnslu- dekkinu. Fyrirtækin Járn og blikk í Kópavogi og Vélsmiðja Akraness sáu um allan fiskvinnslubúnað og Frostmark í Kópavogi um frysti- búnaðinn. Frá DNG-Sjóvélum kemur nýtt línuspil og splunkuný gerð af síðulúgu sem hægt er að loka sjálfvirkt ofan úr brú. Þessi búnaður er hannaður og smíðaður Vigdísi Helgu VE breytt úr togskipi í línuskip — fyrír rúmlega 80 milljónir króna af DNG-Sjóvélum og er hinn fyrsti sinnar tegundar hérlendis, en í Noregi hefur verið mikil umræða um nauðsyn þess að hafa slíkan búnað. Þá má nefna að klæðingar á millidekki voru endurnýjaðar að töluverðu leyti svo og íbúðir í skip- inu og sá Smíðastofa Stefáns í Keflavík um þann verkþátt. Nýjung við Line-Tec búnaðinn Line-Tec, tölvustýrður mæli- og stjórnbúnaður fyrir línuskip var settur í skipið. Búnaðurinn er frá íslenskri vöruþróun hf. og er sams konar kerfi komið í fjölda annarra línuskipa. Það sem hins vegar er sérstakt við búnaðinn í Vigdísi Helgu VE er að nú er komin við- bót við kerfið sem léttir skipstjór- anum störfin. Þar er um að ræða þráðlausa fjarlægðarmælingu ann- ars vegar og hitamælingu hins veg- ar þar sem nemar senda upplýsing- ar gegnum botnstykki skipsins. „Menn lenda oft í erfiðleikum með að finna baujur í vondu veðri eða þoku, auk þess sem það kemur fyrir í þungum straumi að baujurn- ar fara á kaf í lengri tíma. Með því að setja nema á bauju er hægt að fá upplýsingar gegnum sjóinn um fjarlægðina milli skipsins og bauj- unnar. Hin nýjungin er þráðlaus hitamæling. Þá fer hitanemi niður með línu eða dreka og síðan þegar skipið nálgast veiðarfærið getur skipstjórinn lesið hitann af skján- um í brúnni. Einnig er hægt að hugsa sér að nemanum sé slakað niður á færi, þegar komið er á mið- in, til þess að kanna hvernig hita- stigið er. Þetta getur t.d. verið heppilegt við veiðar á grálúðu, sem veiðist í hitaskilunum. Er þá hægt að kanna hvort menn séu réttu megin við skilin því grálúðan flýr alltaf undan kuldanum. Þann- ig geta þeir sparað sér tíma, beitu og veiðarfæri. Skipin eiga að geta náð þessari mælingu í allt að 2.000 metra radíus, en það fer eftir dýpi, Blýteinar 8 mm lil 22 mm VEIÐARFÆRASALAN DÍMON ehf. Austurbugt 5, v/Reykjavíkurtlöfn Sími 511 1040, Fax 511 1041

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.