Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 16
16
Tannfiskur
Hér kemur togarinn Zambezi, sem Guðmundur Kr. Guðmundsson
stýrði, upp að Garoya en Garoya var nokkurs konar birgðaskip fyrir
önnur skip í eigu útgerðarinnar
FISKIFRÉTTIR föstudagur 30. maí 1997
engan afla. Það hefði verið hægt að
fá mun meiri afla ef við hefðum
haft betra skip og verið með betri
línu. Ef satt skal segja þá var Gar-
oya á síðasta snúningi og það var
greinilegt að útgerðin hafði þau
einu áform að keyra skipið út og
eyða sem minnstum fjármunum í
það. Stjórnendur útgerðarinnar
máttu ekki heyra minnst á fyrir-
byggjandi viðhald og mér kæmi
ekki á óvart þótt dallurinn endaði í
brotajárni áður en mjög langt um
líður.
Norsku skipin sigla öll
undir hentifánum
Skipin, sem stunduðu tannfisk-
veiðarnar, voru misvel útbúin að
sögn Stefáns. Sum voru léleg, önn-
ur þokkaleg og síðan voru þarna
ný og glæsileg skip. Meðal þeirra
var nýjasta skip Kjell Inge Rökke,
American Champion.
— American Champion er
glæsilegt skip. Við ætluðum að
skreppa um borð í skipið á meðan
það lá í höfn í Suður-Afríku en
okkur var gert skiljanlegt af áhöfn-
inni að aðkomumenn væru ekki
velkomnir. Þannig var allt í kring-
um þetta skip. Það var ekkert gefið
upp um afla né staðsetningar. Am-
erican Champion hafði líka verið á
alfonsinveiðum einhvers staðar á
Atlantshafshryggnum út af strönd-
um Namibíu og Suður-Afríku og
það voru engar upplýsingar veittar
um þær veiðar, segir Stefán en
hann segir öll norsku skipin á
hægt að vera að veiðum á alþjóð-
legu hafsvæði. Svæðið er í heild
lítið kannað og menn vita minnst
um hvað þarna leynist. Reyndar
má búast við því að það verði fljót-
lega þrengt að veiðimöguleikun-
um því nokkrar þjóðir, sem þarna
eiga hagsmuna að gæta, hafa
bundist samtökum um að friða
stórt svæði fyrir veiðum. Þetta eru
gömlu hvalveiðiþjóðirnar, Norð-
menn, Rússar og Japanir auk Eng-
lendinga, Suður-Afríkumanna og
Astrala. í seinni túrnum okkar
þurftum við t. d. að landa aflanum í
Namibíu vegna þess að stjórnvöld í
Suður-Afríku voru búin að setja
hafnbann á skip sem ekki höfðu
formleg leyfi til tannfiskveiða.
Norsku hentifánaútgerðirnar hafa
þó ekki látið þetta hafa áhrif á sig
og nokkrar þeirra eru með aðstöðu
á eyjunni Mauritíus. Aðrar, s.s.
Rökkeútgerðin, eru skráðar í Ar-
gentínu. Ég hef heyrt að veiðin sé
jafnvel enn betri eftir því sem aust-
ar dregur og við MacDonaldseyjar
hafa skipið fengið allt upp í 18-20
tonn af tannfiski á dag. Þar er hins
vegar sagt að sé mikið veðravíti og
það þýðir því lítið að fara þangað á
vanbúnum koppum, segir Stefán
en hann upplýsir að þegar á heild-
ina sé lítið þá sé þetta hafsvæði
ekki auðveldara en Reykjanes-
hryggurinn.
— Botninn þarna er alveg
skuggalegur. Þarna eru snarbratt-
ar hlíðar og skörðóttir tindar og
ekki bætir gróðurinn í botninum úr
skák. Þetta eru einhvers konar tré
og þau gleypa töluvert af línu. Ég
held að ég hafi tapað meiru af línu í
þessum tveimur veiðiferðum en á
öllum mínum línuveiðum á Is-
landsmiðum, segir Stefán en aðal-
beitan á tannfiskveiðunum hjá
Garoya var hrossamakríll. Reynt
var að beita smokki en hann virk-
aði illa. Hrossamakrfllinn reyndist
hins vegar mjög vel.
|$i Slippstöðin hf
Hjalteyrargötu 20
SÍMI: 461 2700
FAX: 461 2719
Séð í áttina til Austureyjar sem er ein Crozeteyjanna
— Ég hafði ekki áhuga á að
vinna lengur fyrir þetta fyrirtæki
en það gæti vel komið til greina að
fara aftur suður um höfin ef maður
kæmist í vinnu hjá traustu fyrirtæki
sem vildi standa vel að útgerðinni.
Þarna eru gríðarlegir möguleikar
fyrir stór og öflug skip enda er víða
GEIRI PÉTURS ÞH 344
ÓSKUM ÚTGERÐ OG ÁHÖFN TIU
HAMINGJU MEÐ BREYTINGARNAR
tannfiskveiðunum hafa siglt undir
hentifánum. Það hafi verið við-
brögð útgerða þeirra að flagga
skipunum út þegar norsk stjórn-
völd reyndu að draga úr „smugu-
veiðum“ þeirra í Suður-íshafinu!
Og svo gagnrýna menn veiðar ís-
lenskra skipa í Barentshafi.
Stefán segir Suður-Afríku eiga
Price Edwardseyjar og þar sé tak-
mörkuðum fjölda skipa veitt veiði-
leyfi inni í landhelginni.
— Við vorum ekki með slíkt
leyfi frekar en stærstur hluti flot-
ans sem þarna var að veiðum. Við
Crozeteyjar hefur ekki verið nein
gæsla og þar hafa menn því stolist
inn fyrir landhelgismörkin ef þess
hefur þurft. Frakkar eru reyndar
með flotastöð á Kergueleneyjum,
sem eru nokkuð fyrir austan
Crozeteyjar, og ég heyrði af því að
frönsk herskip frá Kerguelen
hefðu gert rassíu þarna á dögunum
og tekið fjölda skipa fyrir meintar
ólöglegar veiðar. Annars er mjög
góð tannfiskveiði víða í kringum
Suðurskautslandið. Þessi verð-
mæti fiskur hefur fundist allt í
kringum suðurpólinn og t.d. hefur
verið mjög góð veiði í nágrenni
MacDonalds- og Heardeyja sem
Astralir ráða yfir. Þær eru nokkuð
suður af Kergueleneyjum, segir
Stefán en hann segir að aflinn í
nágrenni Prince Edwards- og
Crozeteyja sé nánast eingöngu
tannfiskur. Aðeins verði vart við
langhala og skötur fáist við og við.
Gríðarlegir
veiðimöguleikar fyrir
góð skip
I máli Stefáns kemur fram að
hann hafi verið búinn að fá nægju
sína þegar ráðningartíminn var úti.
Þórir Ólafsson (t.h.) og Rafnar Hlíðberg nýrakaðir eftir langt úthald