Fiskifréttir


Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 25

Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 25
FISKIFRÉTTIR föstudagur 30. maí 1997 25 Texti: ESE / ESE og Heiðar Marteinsson íslendingar hefðu aldrei getað mannað skipin án okkar hjálpar — segir Karton Joensen sem lauk sjómennskuferlinum á íslandi fyrír tveimur árum fyrir borð í Færeyjum fyrir þessa fjármuni. Margir Færeyingar byggðu sér hús og keyptu trillur fyrir mun lægri árstekjur en ég hafði árið 1955 en mér hélst illa á fé og hagaði mér að mörgu leyti eins og dæmigerður Islendingur á þess- um árum. Ég var gefinn fyrir skemmtanir og var ósínkur á fé þegar ég var í landi. Því fór sem fór, segir Karton og glottir dauf- lega en hann segir það hreint ótrú- legt hve miklir peningar voru í um- ferð á Islandi á árunum 1954 og 1955. Islendingum þóttu launin ekkert of há en Færeyingar töldu sig hafa himinn höndum tekið ef þeir komust í vellaunuð skipspláss á Islandi. — í raun var ekki svo mikill munur á kauptryggingu sjó- manna á íslandi og í Færeyjum. Aflabrögðin voru hins vegar mun betri á Islandsmiðum en við Fær- eyjar og það skýrir tekjumuninn að hluta. A það ber þó einnig að líta að það voru mjög erfiðir tímar í Færeyjum. Það voru hreinlega ekki til peningar til þess að greiða fyrir aflann. Sem betur fer var mik- il uppsveifla í íslensku efnahagslífi og fyrir vikið fengu allir Færeying- ar, sem vildu, vinnu á íslandi. Uppsveiflan var slfk að Islendingar hefðu aldrei getað mannað skipin ef Færeyinga hefði ekki notið við. Pannig var þetta beggja hagur. Lúxusfæði um borð í togurunum I máli Kartons kemur fram að það hafi verið gífurleg viðbrigði fyrir marga Færeyinga að koma til íslands. — Menn gátu hreinlega orðið ruglaðir á öllum þessum peningum og margir Færeyingar urðu það. Mér þótti það ótrúlegt þá og ekki síður nú hvernig íslenskum stjórn- völdum tókst að útvega allan þennan gjaldeyri sem streymdi frá íslandi til Færeyja, segir Karton en í máli hans kemur fram að velmeg- unin á Islandi á þessum árum hafi endurspeglast á margvíslegan hátt. — Allur aðbúnaður og viðgjörn- ingur um borð í íslensku skipunum var mun betri en menn áttu að venjast. Það var kjöt í matinn hvern einasta dag um borð í ís- lensku togurunum og þetta var sannkallað lúxusfæði. Færeysku togararnir voru oft þrjá til sex mánuði í hverri veiðiferð og það eina sem hægt var að geyma allan þennan tíma var saltað kjöt. Það þarf ekki að taka það fram að menn voru orðnir hundleiðir á saltkjötinu þegar leið á veiðiferð- irnar. Karton var á Gylfa í 17 mánuði en þá fór hann heim til Færeyja í stutt frí. Á árinu 1957 var hann ráðinn á togarann Þorstein Ing- ólfsson sem Bæjarútgerð Reykja- víkur gerði út. — Þegar ég kom til Reykjavíkur þá kom í ljós að ég fengi ekki pláss- ið. Það var íslendingur ráðinn í staðinn fyrir mig og í staðinn fyrir að fara á togara þá fékk ég pláss á vertíðarbátnum Sjöfn sem gerð var út frá Eyrarbakka. Mig minnir að útgerðarmaðurinn hafi heitið Guðmundur Kolka. Hann var lega vetrarvertíð Karton Joensen á Islandsmiðum. Hann fór heim til Færeyja sumarið 1957 og réði sig þá á færeyska skútu sem var á veið- um við Grænland. Á skútunni var hann fram til ársins 1962 en þá sneri hann aftur til íslands en að þessu sinni til togveiða. — Ég fór til Vestmannaeyja en þar bjó ég á árunum 1962 til 1968. Ég var fyrst háseti á vélbátnum Atla sem var um 60 tonn að stærð. Við vorum á trolli og aflanum var landað til vinnslu hjá Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum. Seinna fór ég yfir á Sæborgu sem Sveinn Valdi- marsson átti en hjá honum var ég í ein þrjú til fjögur ár, segir Karton en sem fyrr segir þá lauk hann sjó- mennskuferlinum sem kokkur á Hólmaborginni frá Eskifirði. Það pláss fékk hann árið 1992 en áður hafði hann unnið við sjómennsku í Færeyjum. — Það var fínt að vinna hjá Alla ríka og það var mjög gott að vera á Hólmaborginni. Ég var með góðar tekjur en því miður þá bilaði heils- an og ég varð að hætta til sjós árið 1995 eftir 45 ára sjómennskuferil, segir Karton en hann segir lífsins ómögulegt að bera fyrstu árin á Islandsmiðum saman við árin á Hólmaborginni. — Þetta er eins og svart og hvítt. Það er sama hvort það er fæðið eða aðbúnaðurinn. Á skipunum í gamla daga var eitt útvarpstæki í borðsalnum en núna eru alls konar tæki út um allt skip og útvarp og sjónvarp í hverjum klefa. Vinnan var miklu erfiðari hér áður fyrr. Menn urðu að vinna úti á dekki í alls kyns veðrum en núna er allt orðið yfirbyggt. Sjómennskan nú er að verða eins og verksmiðju- vinna hvað aðbúnaðinn varðar, segir Karton Joensen en hann bað að lokum fyrir bestu kveðjur heim til Islands. Þar á hann fjögur upp- komin börn og hann segist gjarnan hafa viljað eyða ævikvöldinu á ís- landi. Hann eigi hins vegar mun meiri lífeyrisréttindi í Færeyjum en á Islandi og ekki sé hægt að flytja færeysku réttindin til Islands. Vestmannaeyjar árið 1962 en það ár fluttist Karton Joensen til Eyja. töluverður athafnamaður og skömmu eftir að ég réði mig á Sjöfn þá dó hann í bílslysi í Skot- landi. Þar hafði hann verið að selja brotajárn. Einar ríki í Vestmanna- eyjum yfirtók bátinn við fráfall Guðmundar en það varð lítið úr útgerðinni. Vél bátsins eyðilagðist á meðan við vorum enn í höfn í Reykjavík og þar lágum við næstu þrjá mánuðina. Við Færeyingarn- ir, sem höfðum verið ráðnir á Sjöfn, rerum því á vertíðinni sem afleysingamenn á hinum og þess- um bátum og þegar upp var staðið þá höfðum við þokkalegustu laun. Þetta þótti mjög góð vertíð og þeir sem voru á aflahæstu bátunum höfðu mjög góðar tekjur, segir Karton. Gott að vinna hjá Alla ríka Vertíðin 1957 var síðasta eigin- Óskum eigendum og áhöfn til hamingju með skipið. Þökkum góða viðkynningu. VIGDIS HELGA VE 700 : —r ^

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.