Fiskifréttir


Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 19

Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 19
Innrásin Færeyskir sjómenn um borð í netabátnum Sæfara í Vestmannaeyjahöfn á vertíðinni 1958. FISKIFRÉTTIR föstudagur 30. maí 1997 19 frá Færeyjum Færeyskir sjómenn á íslandi 1954-1959: 1400 færeyskir sjómenn voru á íslenskum skipum árið 195 7 Tengsl íslendinga og Færeyinga á sviði sjávarútvegs hafa jafn- an verið nokkur eins og gengur og gerist um grannþjóðir. Þessi samskipti voru þó mun meiri fyrr á árum en þó aldrei jafn mikil og um og upp úr miðja sjötta áratug aldarinnar. Á árinu 1957 er t.d. talið að um 1400 færeyskir sjómenn hafí verið á íslenskum fískiskipum og að auki unnu hundruð færeyskra karla og kvenna við ýmis störf í landi hjá íslenskum fyrirtækj- um. Erlendur Patursson, rithöfundur og fyrrum formaður Sjómannafélags Færeyja, kemst að þeirri niðurstöðu í einni af bókum sínum um færeyskan sjávarútveg að á árunum 1954 til 1959 hafi færeyskir sjómenn haldið íslenskum fískveiðum gangandi og á sama tíma hafí íslenskar fískveiðar orðið til þess að framfleyta færeyskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra. Þótt ekki séu liðin nema rúm 40 ár frá þessu merkilega tímabili í samskiptum frændþjóðanna þá virðist þessi tími að mörgu leyti vera gleymdur og grafinn. Eldra fólkið, einkum í Færeyj- um, man hann reyndar og minnist hans með þakklæti en yngra fólkið kærir sig kollótt. Hér á eftir verður reynt að varpa ljósi á hlut Færeyinga í íslenskum fiskveiðum á umræddu tímabili. Fiskifréttir fóru til Færeyja og ræddu við þrjá Færeyinga sem þátt tóku í íslandsævintýrinu og fara frásagnir þeirra hér á eftir en fyrst nokkur orð um stöðu mála í Færeyjum og á íslandi á sjötta áratug aldarinnar. Þessa tímabils verður sennilega minnst sem eins mesta uppgangs- tíma íslensku þjóðarinnar. Fjár- magn hafði streymt til landsins eft- ir að heimsstyrjöldinni síðari lauk og miklar breytingar höfðu orðið á öllu þjóðlífi. Ein mesta byltingin var fólgin í tilkomu nýrra og öfl- ugra togara en bátum fjölgaði einnig gríðarlega á þessum árum. Fjöldi togara var byggður fyrir ís- lendinga á sjötta áratugnum en erf- itt reyndist að manna þessi miklu fley og stafaði það hvort tveggja af því hve mikið framboð var af ágæt- lega launaðri vinnu í landi og að bátamenn bjuggu á þessum árum við betri kjör en togarasjómenn. Það varð íslenskum sjávarútveg til bjargar að kreppa ríkti í efnahags- lífi Færeyinga. Færeyski flotinn var orðinn gamall og úr sér geng- inn og engir fjármunir voru til á eyjunum til þess að byggja ný skip. Ekki er hægt að kenna slökum aflabrögðum við Færeyjar um ástandið. Aflinn var þokkalegur en lítið fékkst fyrir fiskinn. Fær- eyska sjómannafélagið með for- manninn, Erlend Patursson, í far- arbroddi höfðu á þessum árum milligöngu um að útvega færeysk- um sjómönnum vinnu á erlendum skipum. Nokkrir tugir færeyskra sjómanna voru jafnan á dönskum skipum og um 1950 fór að bera á því að Færeyingar væru í áhöfnum norskra línuskipa sem m.a. stund- uðu veiðar á Islandsmiðum. Erl- endur Patursson getur þess í bók sinni að á árunum 1954 til 1961 hafi á milli 120 og 200 Færeyingar verið í áhöfnum norskra skipa á ári hverju. Arin 1957-1958 voru vel á annað hundrað færeyskir sjómenn í áhöfnum þýskra togara og árið 1955 er vitað til þess að 260 Færey- ingar hafi verið á enskum skipum. Þótt þetta séu háar tölur fyrir fá- mennt þjóðfélag þá voru þetta hreinir smámunir miðað við þátt- töku Færeyinga í íslenskum sjávar- útvegi. Sem fyrr segir voru um 1400 færeyskir sjómenn á íslensk- um skipum árið 1957. Þar af voru 1344 á sjó á vetrarvertíðinni en 330 Færeyingar voru skráðir á íslensk skip á seinni hluta ársins. Á árinu 1958 eru 1090 færeyskir sjómenn á íslenskum skipum á vertíðinni en aðeins 30 á seinni hluta ársins. Færeyingunum fækkar svo á árinu 1959 niður í 880 en þá vinna 115 manns út árið. Árið 1960 er tala færeysku sjómannanna komin nið- ur í 420 en þar af virðast 130 manns halda áfram eftir vertíðarlokin. Ótrúlega jákvæðir í garð íslendinga Það var Sjómannafélag Færeyja sem sá um að semja um vinnu fyrir færeysku sjómennina á íslensku skipunum og viðsemjandi félagsins var Landssamband íslenskra út- vegsmanna. Islensk stjórnvöld komu einnig að þessum samning- um því semja þurfti um hvernig skipta ætti skattgreiðslum á milli landanna. Niðurstaðan varð sú að færeysku sjómennirnir greiddu hálfan skatt á íslandi og hálfan skatt í Færeyjum. LIU tók að sér að tryggja sjómennina og sjá þeim fyrir fríum ferðum til og frá Fær- eyjum og íslensk stjórnvöld tryggðu sjómönnunum atvinnu- leyfi frá ársbyrjun ár hvert og fram yfir vetrarvertíðina sem lauk form- lega 11. maí ár hvert. Þá var samið um að sjómennirnir gætu flutt hluta launa sinna í dönskum krón- um til síns heima og sá Sjómanna- félag Færeyja um að koma þessum fjármunum til skila í Færeyjum. Þetta atriði átti reyndar eftir að verða að ásteytingarsteini á milli þjóðanna. Ekki var til ótakmark- aður gjaldeyrir á íslandi þrátt fyrir tímabundna uppsveiflu í efnahags- lífinu. Framan af gekk þó allt vel en þann 1. júní árið 1958 voru sam- þykkt lög sem gerðu það að verk- um að á erlendan gjaldeyri var lagt svokallað 55% yfirfærslugjald. Sjómannafélag Færeyja tókst þó að semja um að laun Færeyinga á vetrarvertíðinni 1958 væru undan- þegin þessu gjaldi en það lagðist hins vegar á af fullum þunga seinni hluta ársins og á árinu 1959. Fleira varð til þess að draga úr áhuga Færeyinga á Islandsvinnu eftir mitt ár 1958, nefnilega gengisþróunin. Frá 1954 til 1957 hafði gengi ís- lensku krónunnar verið stöðugt gagnvart þeirri dönsku og á þess- um tíma voru 2,36 ísl. kr í hverri danski krónu. Gengi krónunnar tók að lækka hægt og bítandi árið 1958 og í febrúar 1960 þurfti 5,51 ísl. kr til að greiða fyrir eina danska krónu. Framhaldið þekkja flestir og í nóvember 1968 kostaði danska krónanll,69 ísl. kr. Færeyingunum var vel tekið á Islandi. Þeir þóttu duglegir og samviskusamir og þótt flestir hyrfu aftur til síns heima eftir dvölina á íslandi þá settust margir þeirra að á Islandi. Færeyingarnir, sem Fiskifréttir ræddu við, voru sam- mála um að árin á íslandi hefðu verið bestu ár ævi þeirra. Reyndar voru þessir menn svo jákvæðir í garð Islands og íslensku þjóðarinn- ar að það hálfa hefði verið nóg. Flestir Islandsfaranna eru nú á sjötugsaldri og þaðan af eldri. Þar eiga Islendingar Hauka í horni. Að þeim gengnum er ekki víst að sam- skipti þjóðanna verði söm og áður. Frá höfninni í Nólsoy í Færeyjum. Frá þessari litlu eyju komu margir færeyskir sjómenn sem voru í áhöfnum íslenskra skipa. Árið 1955 voru 657 Færeyingar á íslenskum skipum. Flestir komu frá Þórshöfn eða 58 manns en frá Nólsoy komu níu manns Mynd/Fiskifréttir: Heiðar Marteinsson

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.