Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 40
FRETTIR
20. tbl. föstudagur 30. maí 1997
Allt til krókaveiða
^ S Sjálfvirk línukerfi og færavin
~ = = fyrir allar stærðir b
AKUREYRI
461 1122
GARÐABÆ
565 8455
Norðmenn ætla að stjórna rækjuveiðum við Svatbarða með sóknardögum:
Áframhaldandi ofríki og yfirgangur
— segir formaður LÍÚ og útgerðarmaður Arnarborgar EA segir þessa ákvörðun skjóta skökku við
— Þetta nýjasta útspil Norðmanna
er til marks um áframhaldandi of-
ríki og yfirgang þeirra í norðurhöf-
um. Fyrir þessu er engin lagaleg
heimild, eftir því sem mér er tjáð af
starfsmönnum í sjávarútvegsráðu-
neytinu, og það er ekki annað hægt
en að fordæma þetta framferði,
segir Kristján Ragnarsson, for-
maður LÍÚ, í tilefni af því að norsk
CATHELCO
Gróður- &
tæringarvarnarbúnaður
Eftir 17 mánuði með Cathelco
-Hindrar alla skeljamyndun
-Hindrar alla gróðurmyndun
-Minnkar tæringu um 60%
-Rafbúnaður, engin efni
STÁLVÉLAR HF.
Sími 554 5683, fax564 2315
FLOTVÖRPUVINDUR
■ 16 TIL 32
■ SNIÐNAR AÐ
AÐSTÆÐUM
UMBORÐ
OGÞÖRFUM
NOTANDANS
■ LEITIÐ Ul
TILBOÐA
SIMi 565 8850 • FAX 565 2860
Vélaverkstæði Sigurðar ehf.
Skeiðarási 14 • 210 Garðabær
690691
stjórnvöld hyggjast nú stýra
rækjuveiðum á Svalbarðasvæðinu
með því að úthluta einhliða tiltekn-
um fjölda sóknardaga til einstakra
þjóða sem stundað hafa veiðar á
svæðinu.
I grein í Fiskifréttum í dag er
skýrt ítarlega frá því hvernig Norð-
menn hyggjast stjórna rækjuveið-
unum og hve þeir hafa skammtað
einstökum þjóðum marga sóknar-
dagaog hve mörg skip mega stunda
veiðarnar. I ljós kemur að þeir ætla
norskum skipum helming allra
sóknardaga en aðrar þjóðir en
Norðmenn og Rússar eiga að
skipta með sér um fimmtungi
sóknardaganna. í hlut íslendinga
koma fOO sóknardagar og má eitt
skip stunda veiðarnar. Til saman-
burðar má nefna að Norðmenn
skammta sér 8279 sóknardaga sem
skiptast á milli 111 skipa.
Kristján Ragnarsson segir að
ekki verði lengur unað við ofríki
Norðmanna en því miður hafi ís-
lensk stjórnvöld lítið gert til þess
að koma í veg fyrir það.
— Við höfum réttinn okkar
megin en valdið er Norðmanna.
Sjávarútvegsráðuneytið segir okk-
ur að það hafi fært fram andmæli í
málinu en um leið er okkur sagt að
íslensk stjórnvöld treysti sér ekki
til þess að verja íslensk skip þótt á
þau verði ráðist með skotvopnum
eins og áður hefur gerst á Sval-
barðasvæðinu. Þrátt fyrir ítrekað-
ar áskoranir okkar hafa stjórnvöld
ekki þorað að láta reyna á rétt okk-
ar til veiða á Svalbarðasvæðinu
fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag.
Það er mikið talað en ekkert gert,
segir Kristján Ragnarsson.
Snorri Snorrason, útgerðar-
maður Arnarborgar EA sem nú er
að rækjuveiðum við Svalbarða,
hafði ekki heyrt af ákvörðun
Norðmanna um sóknardagastýr-
ingu á veiðunum við Svalbarða er
Fiskifréttir ræddu við hann en
hann sagði að þessi tíðindi kæmu
flatt upp á sig.
— Það skýtur skökku við að tak-
marka rækjuveiðarnar nú þegar
aflinn er að aukast og stofninn að
styrkjast. Það er greinilegt á öllu,
sem þú segir mér, að þessari nýju
reglugerð er fyrst og fremst beint
gegn íslendingum. Hún virðist lít-
-Rækju-
framleiðendur
Hafið
samband
um verð
og
greiðslukjör
DJL
íslenska
útflutningsmiðstöðin hf.
Sidumuli 34 • 121 Reykjavik
Sími 588 7600
ið snerta aðrar þjóðir. íslenska
utanríkisráðuneytið hlýtur að
grípa til viðeigandi ráðstafana,
segir Snorri Snorrason en hann
segir Arnarborg EA hafa fengið
reytingsafla að undanförnu eða
um fimm tonn á sólarhring.
Rækjan er ágæt iðnaðarrækja, um
200 stk. í kílói, en togarinn hefur
aðallega verið að veiðum á ísafirði
og Kóngsfirði. Besta rækjuveiðis-
væðið norðan Svalbarða hefur hins
vegar verið lokað vegna hafíss.
Sjá nánar bls. 33
ÞENSLUTENGI • ÞENSLUTENGI • ÞENSLUTENGI • ÞENSLUTENGI
TRELLEBORG
ÞENSLUTENGI
FYRIR RÖRALAGNIR
M
F Y R I R
- 2JA ÁRA ÁBYRGÐ °/s • ^ - 2JA ÁRA ÁBYRGÐ
VIÐURKENNT AF
ÖLLUM HELSTU
FLOKKUNARFÉLÖGUM
EYÐIR TITRINGI OG MINNKAR HAVAÐA / STÆRÐIR FRA 32MM -300MM
s
MDvelar hf.
FISKISLOÐ 135 B, Pósthólf 1562 - 121 Reykjavík - Sími: 561 0020 - Fax: 561 0023
ÞENSLUTENGI • ÞENSLUTENGI • ÞENSLUTENGI • ÞENSLUTENGI
BDL Tmndwmétmm
Hágœda mótorar fyrir allan
matvœlaiÖnad.
formax)c €
Faxaskála - Faxagötu, 101 Reykjavík,
Sími: 562-6800 Fax: 562-6808