Fiskifréttir


Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 23

Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 23
FISKIFRÉTTIR föstudagur 30. maí 1997 sumri er við vorum að veiðum á Skagafirði í nágrenni Drangeyjar. Grettir Ásmundarson á mjög sterk ítök í Færeyingum og sennilega er engin Islendingasagnanna jafn þekkt í Færeyjum og Grettissaga. Okkur þótti því gaman að sjá Drangey og ég linnti ekki látunum fyrr en ég fékk félaga mína til þess að samþykkja að fara með mér upp í eyna. Við fórum á smábáti að eyjunni og náðum að klöngrast upp. Ég get sagt þér að það var stór stund fyrir mig að standa uppi í Drangey og horfa yfir Skagafjörð- inn. Annar kokkurá togaranum Gylli Flestir Færeyingarnir voru aðeins á íslandi yfir vertíðartím- ann. Steinbjörn segist hafa komist að því þegar saltfiski var landað í eitt skiptið á Flateyri að menn vantaði á togarann Gylli. — Fað varð úr að ég réði mig á Gylli. Við fórum tveir af Hrefn- unni á Siglufirði og tókum rútuna suður til Reykjavíkur þar sem Gyllir var í slipp. Það var ævintýra- legt ferðalag enda voru vegirnir ekki upp á það besta á þessum ár- um. Félagi minn átti að verða ann- ar kokkur á Gylli en við komuna til Reykjavíkur ákvað hann að halda heim til Færeyja. Þar sem ég var yngsti skipverjinn um borð þá bað skipstjórinn, Jóhann Pétursson, mig um að verða annar kokkur. Ég tók því fálega enda taldi ég mér margt annað betur gefið en elda- mennskan. Það varð þó úr að ég tók við þessu starfi gegn því að þurfa ekki að vaska upp. Það leiddist mér meira en flest annað á þessum árum. Jóhann var góður karl. Hann hafði verið skipstjóri á færeyskum togara frá Suðurey ein- hvern tímann á fjórða áratugnum og hann þekkti því vel til færeyskra sjómanna. Stýrimaðurinn hét Jón og var hann frá ísafirði. Hann hafði mikinn áhuga á að fræðast um Færeyjar og oftar en ekki bað hann mig um að koma upp í brú og spjalla við sig. Það flóði allt í mjólk og fersku kjöti í fyrstu veiðiferð Steinbjarnar á Gylli var haldið til veiða á Hala- miðum. Aflinn var ágætur og nú vænkaðist hagur Færeyingsins. Auk fastrar kauptryggingar höfðu sjómennirnir aflahlutdeild og góð- ur afli þýddi auknar tekjur. — Ég veit ekki hvort kokkurinn var á öðrum samningum en aðrir en hann fékk 500 íslenskar krónur á dag bara fyrir matreiðsluna. Annað gerði hann ekki, segir Steinbjörn en þegar hann hélt heim til Færeyja í jólaleyfi í desem- ber 1957 segist hann örugglega hafa verið búinn að vinna fyrir 12- 13 þúsund dönskum krónum. Það hafi verið tvisvar til þrisvar sinnum hærri laun en hann hefði getað vænst að fá í Færeyjum fyrir fulla 23 vinnu og rétt sé að hafa í huga að enga vinnu hafi verið að hafa í eyj- unum frá því í nóvember og fram í febrúar. — Við sendum minnst 650 danskar krónur heim til Færeyja á hverjum mánuði. Þessi upphæð var tekin sjálfkrafa af laununum. Það höfðu tekist samningar um það á milli íslenskra stjórnvalda og Færeyinga með Erlend Patursson í broddi fylkingar að Færeyingar í vinnu á Islandi greiddu skatt af launum sínum til helminga í báð- um löndum. Ég held að það hafi verið eins með mig og marga aðra Færeyinga að mestur hluti laun- anna skilaði sér heim til Færeyja. Ég eyddi litlu á íslandi. Herbergið, sem ég hafði var ódýrt, og ég var ekki mikið fyrir hið ljúfa líf. Það hafði bjargað þessu fyrsta ári mínu á íslandi að komast á togara eftir slaka vertíð. Best hefði verið að komast á togara sem sigldi með aflann til Englands en netabátarnir í Vestmannaeyjum voru einnig litnir hýru auga, segir Steinbjörn en hann segir að það sem komið hafi færeysku sjómönnunum einna mest á óvart um borð í íslensku skipunum var hve maturinn var góður og vel útilátinn. — Það var mjög mikill munur á fæðinu um borð í íslensku og fær- eysku skipunum. Færeysku skipin stunduðu mörg hver veiðar á fjar- lægum miðum og eini maturinn, sem tekinn var með í veiðiferðir, var saltkjöt. Það var það eina sem hægt var að geyma án þess að það skemmdist. Síðan var auðvitað fiskur í matinn. Saltkjöt og fiskur. Það var maturinn um borð í fær- eysku skipunum. Á íslensku skip- unum var hins vegar alltaf kjöt einu sinni á dag - ferskt kjöt - og svo fiskur. Veiðiferðirnar voru svo stuttar að það var ekkert vandamál að geyma kjötið. Og svo flóði allt af nýmjólk um borð og hver skip- verji mátti drekka eins mikið af mjólk og hann gat í sig látið. Við trúðum ekki okkar eigin augum fyrst í stað enda heyrði það til und- antekninga að menn fengju mjólk um borð í færeysku skipunum. I landi voru það pönnukökur með rjóma sem lifa í minningunni. Því- lík sælkerafæða þekktist ekki heima. Góð afkoma þrátt fyrir gengisfall Steinbjörn var í Færeyjum í jóla- leyfi en 1. janúar 1958 var hann aftur kominn til íslands og tilbúinn til þess að fara á sjó á Gylli. — Ég átti víst skipspláss á Gylli en ég vissi að það yrði lítið um veiðar í fyrri hluta janúarmánaðar. Það varð líka úr að togarinn var sendur til Færeyja eftir vinnuafli. Við áttum að ná í fólk og fara með það til Flateyrar. Ég man það helst frá þessari ferð að það var brjálað veður á leiðinni og mikil snjó- koma. Ég held jafnvel að það hafi orðið skipsskaðar um þetta leyti vegna veðursins. Eftir að við vor- um búnir að ná í fólkið þá fórum við á veiðar og vorum á hefðbund- um togveiðum framan af. Um vor- ið fórum við á steinbítsveiðar. Steinbíturinn var veiddur í troll og ég minnist þess hve það var þungt að draga trollið vegna þess hve afl- inn var mikill. Við fórum eina þrjá túra á steinbítsveiðar þarna um vorið og fylltum skipið í þeim öll- um. Gyllir bar 200 tonn. Það var mjög góð afkoma á þessum veið- um. Það var hátt verð á steinbít og aflinn var mikill. Reyndar hafði ís- lenska krónan fallið gagnvart þeirri dönsku þannig að nú fengust aðeins 27 danskir aurar fyrir eina íslenska krónu en þrátt fyrir það var ég með góðar tekjur á færeysk- an mælikvarða. Kreppan í Færeyj- um sá til þess, segir Steinbjörn en hann rifjar það upp að þegar hann skrifaði bókina „Kasta“ árið 1991 þá hafi ríkt velmegun í Færeyjum. Ekki hafi hins vegar liðið á löngu þar til önnur kreppa skall yfir í Færeyjum og það sé fyrst nú að menn sjái upp úr öldudalnum. ísland var land allsnægtanna Steinbjörn segist hafa upplifað árin á Islandi sem eitt samfellt æv- intýri. Öll samskipti við íslendinga hafi verið eins og best varð á kosið og hann segist aldrei hafa lent í vandræðum vegna tungumálsins. — Ég var laus og liðugur og íslands- Eins og sjá má á meðfylgjandi vísubrotum þá voru ort kvæði um íslandsferðir Færeyinga á sjötta áratugnum. Hér á eftir eru nokkur erindi úr kvæðinu um bóndann Petur Kyll frá Oyndarfirði. Eg ein sang nú syngja vil, sum júst nú er blivin til, urn ein flokk av föroyingum, sum fór til íslands. Gentir, dreingir, konir, menn, fóru öll avstað i senn fyrir fimtanhundrað danskar kall um mánan. Har var dansur - har var spæl har var drukkið tætt og væl, konufólkini brátt flenna öll í kyki. Tænarinn á borðið ber, um tú full er, einki ger og tey föla seg sum mitt í Himmiríki. Tvær so fittar vóru har, sagði Petur fyrir mær, lagaligar sóu tær út til at vera. Onnur var úr Rituvík, hon var Marilyn Monroe lík, grönan hatt á hövdinum, hon mundi bera „Har du aldri sett mig för? Petur Kyll fra Oyndarfjörð jeg er bonde og har femogtyve köer. Men deet er sá kedeligt, det er ingen AQUAVIT, derfor rejser jeg nu op til Vestmanöer. Plássins vegna verða ekki fleiri erindi birt hér en rétt er að nefna að kvæðið endar sem hér segir: Tá eg Petur seinast sá / hann í taxabili lá / og hann rópti: Koyri Petur Kyll í „Ríki“. Steinbjörn er afkastamikill rithöfundur og hefur leikrit hans, Skipið, verið sýnt í Þjóðleikhúsinu KASTA í skáldsögumii Kasta cftir Steinbjörn B. .Jacobsen er fjallað á raunsannan hátt um það hvernig færeysku sjómennirnir upplifðu það að vera á íslenskum togurum. Að sögn Sveinbjörns varð heiti bókarinnar, Kasta, fyrir valinu vegna þess að það væri þekkt um allt Norður-Atlantshaf og allir vissu við hvað væri átt þegar skipstjórinn kallaði: Kasta. Til þess að gefa lesendum smá innsýn í efni bókarinnar fara liér á eftir nokkrar línur þar sem söguhetj- an veltir lífinu á íslandi fyrir sér. Men nú var hann ekki bara skuldafríur, hann hevði eisini goldið sparikassalánið, og tey áttu sparikassabók. Konan hevði eisini sagt tað við hann, at han kundi eins og teir flestu vera nögdur við at vera 6 mánaðir burtur. Men best var at vera fyrirvarin, eingin visti, hvussu lengi henda gulltíðin vardi. Og so var hetta sjólívið sum at hava feriu. Vaktirnar vóru seks og seks, og á kongafiskinum var bara at skumpa í lastina. Maturin var ótrúligur. Einki hotell fekk verið betri. Tá ið hann hevði fortalt einum skipara, sum hann fyrr hevði verið við, um matin, trúði skipariu honum ikki. At enda trúði hann kanska, men tá segði hann: Ja, tað er íslendingum so líkt at eta seg fallit. Ólavur suffaði við, har han stóð. Hvat bagdi förovingum, henda spurning hevði hann ofta sett sær. Tað, teir ótu her, var alt íslendskt. Kjötið, mjólkin, viðskerin, eplini, keks- irnar og harðkökurnar, men alt var innflutt við teim föroysku skipununt. Nakrir dunkar av danskari mjólk undan Molly- kúnni og vánaligt, amerikanskt saltkjöt. Tá ið hansara hugsan kom í hetta sporið, ornaði hann altíð og fekk illa staðið stillur. Nógv fyrir kortini at verða skírd- ur landasvíkjari, tí ein royndi at bjarga sær og sínum. Hála! Tann grovmælta röddin á skiparanum, setti Ólad harðliga aftur á dekkið á „Ásmundi“. Skiparin hevði tek- ið av ferðini. Ólavur skundaði sær at slakka bremsurnar og sæta spælið í gongd. (Úr skáldsögunni Kasta) Fæst orðanna ættu að veltast fyrir íslendingum en þó er e.t.v. rétt að þýða nokkur þeirra. Nögdur - ánægður, kongafiskur - karfi, skipari - skipstjóri, fallit - gjaldþrota, -viðskerin - sni jör og eplini - kartöflurnar.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.