Fiskifréttir


Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 27

Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 27
FISKIFRÉTTIR föstudagur 30. maí1997 27 Landafurtdir Barátta upp á líf og dauða — gluggað í dagbók úr leiðangrí hollenska sæfarans Willem Barents veturínn 1596-97, þegarhann fann Svalbarða. Þetta varferð mikilla mannrauna og sjálfur átti Barents ekki afturkvæmt. Sumarið 1871 var norsk seglskúta á selveiðum í austanverðu Barentshafi. Septemberdag einn þegar skipverjar voru á rostungsveiðum undan norðaust- urströnd Novaja Semlja komu þeir auga á bjálka- hústóft, sem vakti athygli þeirra. Hér á hjara verald- ar var þess síst að vænta að rekast á mannvistarleifar. Augljóst var að margt manna hafði dvalið í húsinu, því greinilega mátti sjá móta fyrir leifum fjölda rúm- fleta og skipskistna. Forvitni Norðmannanna var vakin og þeir hófu að róta í rústunum. Innan um möl og ís í tóftinni fundu þeir brátt fjölda hluta sem voru svo vel varðveittir að halda mátti að eigendurnir hefðu nýverið horfið á braut. Meðal annars fundu þeir veggklukku, koparpotta, kistil með verkfærum, bunka af koparstung- um, fatnað, kertastjaka, bækur, forn siglingatæki, skot- og eggvopn, og margt fleira. Norðmennirnir stöldruðu ekki lengi við, en skipstjóri skútunnar lét menn sína hlaða vörðu á staðnum. Inn í hana lagði hann blikkflösku með bréfi þar sem stóð að hann hefði fundið leifar eftir menn sem hefðu dvalið vetrarlangt á þessum stað. Hann ályktaði að hér hefði verið um að ræða hollenska sæfarann Willem Barents og áhöfn hans, sem neyddust til að dvelja á þessum slóðum veturinn 1596 til 1597. Hann hafði rétt fyrir sér. Norðmennirnir höfðu fundið einstak- ar fornminjar sem legið höfðu óhreyfðar í 275 árum. Könnunar- leiðangur Barents og manna hans var þá þegar kominn á spjöld sögunnar. Barentshaf hafði hlotið nafn eftir könnuði sínum, sem teiknað hafði fyrsta kortið af hafsvæðinu og fundið Bjarnarey og Svalbarða. Hann varð fyrstur ásamt mönnum sínum til að reyna vetursetu á eyjunum í Ishafinu. Reyndar leikur grunur á að íslenskir sæf- arar hafi fundið Svalbarða árið 1194 og Rússar hafi einnig vitað um tilvist þessa lands, en það er önnur saga. Barentsleiðangurinn 1596 -1597 var ferð mikilla mannrauna og frá- bærrar sjómennsku. Leiðangurs- menn urðu að hafa vetursetu á ís- hafseyjunum Novaja Semlja eftir að skip þeirra brotnaði í ís. Þegar voraði sigldu þeir um 400 sjómílur yfir opið og óþekkt haf til manna- byggða. Svo vel vill til að ítarleg dagbók hefur varðveist frá þessum hol- lenska leiðangri. Magnús Þór Haf- steinsson gluggaði í þessa dagbók í tilefni af því að um þessar mundir eru liðin 400 ár frá því að leiðang- urinn var farinn. Sægarpar frá Niðurlöndum Niðurlönd, sem í dag eru betur þekkt sem Holland, voru lítið en öflugt lýðveldi á öndverðri 16. öld. Þetta litla land við Norðursjó var miðja vegu milli stórvelda Evrópu. Það var einkum byggt bændum, sjómönnum og kaupmönnum. Landið var fátækt af náttúruauð- lindum og lega þess gerði það að verkum, að verslun og siglingar urðu brátt einn helsti atvinnuvegur landsmanna. Þrátt fyrir að þetta litla land þyrfti stöðugt að glíma við ógnir frá valdagráðugum kon- ungum í nágrannalöndunum tókst því að halda sjálfstæði sínu, og vís- indi, listir og viðskipti blómstruðu. Leitað að leið til Kína Viðskiptin byggðust á sigling- um. Kaupmenn sigldu til framandi landa og keyptu vörur sem þeir Fundur Svalbarða og hrakningar í Norðurhöfum: seldu síðan annars staðar, einkum til landanna við Eystrasalt. Skip frá Niðurlöndum sigldu til ótal hafna frá inn- anverðu Miðjarðar- hafi til Hvítahafs. Þegar Barents var uppi voru skipverjar á kaup- skipaflotanum um 20.000 talsins. Niður- lendingar voru meðal annars stórveldi í viðskipt- um með síld og veiðum á henni. I lok 16. aldar áttu þeir 1.500 sfldarskútur skipaðar 20.000 mönnum. Að auki höfðu 40.000 manns í landi viðurværi sitt af síldinni. Spánverjar og Portúgalir höfðu þróað siglingar og mjög arðvæn- leg viðskipti við Austurlönd fjær. Niðurlendinga klæjaði í fingurna að fá að taka þátt í þessarri versl- un. Eina þekkta siglingaleiðin var suður fyrir Afríku. Spánarkonun- ungur taldi sig hins vegar eiga einkarétt á þessarri siglingaleið og Niðurlönd voru of veikburða til að leggja út í sjóorustur við Spán- verja. Þeir þekktu hins vegar vel til siglinga með Nor- egsströndum til Norðvestur-Rúss- lands. Hugmyndin um að finna mætti siglingaleið til Aust- urlanda austur með norðurströndum Rússlands varð æ ál- eitnari. Ákveðiðvar að gera út könnun- arleiðangra til að freista þess að finna þessa leið. Fyrstu leiðangrarnir Fyrsti leiðangur- inn var sendur út Dagbókin úr Barents- leiðangrinum var gef- in út í Hollandi árið 1598 skreytt með skemmtilegum kop- arstungum. Á mynd- inni hér fyrir ofan eru leiðangursmenn að berjast við hvíta- björn „í fjögurra glasa stund“ í nám- unda við eyju þá, sem þeir nefndu Bjarnar- ey, og þarfnast sú nafngift ekki frekari skýringar við. ísinn þrengdi að skipinu og lyfti því upp. Leiðangursmenn gerðu sér ljóst að hér yrðu þeir að hafa vetursetu. Texti: MÞH sumarið 1595. Sæfarinn Willem Barents var annar af tveim leið- angursstjórum. Hann hafði stund- að sjóinn frá blautu barnsbeini og þegar náð að skapa sér nafn sem góður landkönnuður, siglinga- fræðingur og kortagerðarmaður. Skipin náðu til Novaja Semlja, en urðu þá að snúa við vegna hafíss. Eftir þennan leiðangur töldu menn sig þó vera á réttri leið og nýr og stærri leiðangur með sjö skipum var gerður út sumarið eftir. Bar- ents var stjórnandi. Enn á ný urðu menn að snúa við vegna hafíss við Novaja Semlja. Könnuðurnir urðu hins vegar margs vísari. Þeir sáu ísbirni og rostunga í fyrsta sinn og lærðist að birnirnir gátu verið vara- samir. Eitt sinn þegar mennirnir fóru í land beit ísbjörn höfuðið af einum og reif annan í tætlur. Nátt- úran var miskunnarlaus á þessum slóðum. Eyland kallað Bjarnarey Leiðangurinn sumarið 1595 olli vonbrigðum. Þó var ákveðið að kosta tvö skip til enn einnar ferðar sumarið eftir. Bartents stjórnaði öðru skipinu, en skipstjóri að nafni Jan Cornelis Rijp var yfir hinu. Einn mannana um borð í skipi Bar- ents, Gerrit de Veer að nafni, skráði dagbók í ferðinni. Hún var síðar gefin út myndskreytt í Hollandi (1598) og er einstæð heimild um leiðangur- inn, siglingar og mannlíf á þessum tíma. Skipin sigldu frá Amsterdam þann 10. maí árið 1596. Þegar kom- ið var norður fyrir Noreg var hald- ið í norður mun vestar en árin á undan. Einum mánuði eftir brott- för sáu þeir land. Þetta var eyja og þar fundu þeir mikið af mávaeggj- um sem þeir borðuðu af bestu lyst. Nokkrum dögum síðar sáu þeir hvítabjörn á sundi skammt frá landi. Þeir réru á eftir honum. de Veer skrifar 10. júní: „ Við töldum að við gœtum kast- að snöru um hdls bjarnarins, en þegar við nálguðumst hann varð hann svo ofsafenginn að við þorð- um ekki, svo við rerum aftur að skipinu til að sœkja menn og vopn. Við snerum aftur með byssur, at- geira og axir og menn Jan Cornel- isz komu okkur til hjálpar í skips- bát sínum. Vel mannaðir og vopn- um búnir rerum við á báðum bátunum að birninum og börðumst við hann ífjögurra glasa stund, því vopn okkar bitu ekki sérlega vel á hann. Við hjuggum meðal annars í bak hans með exi, svo hún stóð föst, en þráttfyrir það synti hann á brott með hana í sér. Við rérum á eftir, og að lokum hjuggum við í höfuð hans og gerðum út af við hann. Síðan drógum við hann um borð í skip Jans Cornelisz og fláð- um hann þar. Skinnið var 12 feta langt. Við snœddum af kjötinu, en þaðfór ekki vel í okkur. Þessa eyju kölluðum við Bjarnarey". Hið Framh. bls. 28

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.