Fiskifréttir


Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 37

Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 37
FISKIFRÉTTIR föstudagur 30. maí 1997 37 Lakari úthafskarfaafli en verðið hefur hækkað verulega: Aflaverðmætið allt að 2,5 millj. kr. á dag — Málmey SK með 44 millj. kr túr eftir 18 daga á veiðum Togararnir, sem verið hafa að úthafskarfaveiðum, hafa kom- ið til hafnar einn af öðrum nú í vikunni vegna Sjómannadags- ins. Skipstjórar togaranna eru nokkuð sammála um að afla- brögðin séu mun lakari en á sama tíma sl. tvö ár en á móti kemur að úthafskarfinn hefur hækkað töluvert í verði frá því í fyrra og það hefur vegið upp á móti lélegri afla. Frystitogarinn Málmey SK landaði 340 tonnum af frystum út- hafskarfaafurðum nú um miðja vikuna og var áætlað aflaverðmæti um 44 milljónir króna. Togarinn var alls 18 daga í veiðiferðinni, höfn í höfn, og aflaverðmætið á hverjum úthaldsdegi hefur því verið um2,5 milljónir króna. Ann- ar frystitogari, Þerney RE, landaði í Reykjavík í byrjun vikunnar, alls tæpum 600 tonnum af afurðum, að verðmæti 70 milljónir króna. Fyrstar afurðir voru um 500 tonn og af karfamjöli voru tæp 100 tonn. Veiðiferðin stóð í fimm vikur og aflaverðmætið á úthaldsdag hefur því losað tvær milljónir króna. Að sögn Gísla Svans Einarsson- ar, útgerðarstjóra Fiskiðjunnar Skagfirðings hf., hefur jafnaðar- verð fyrir hausaðan og frystan út- hafskarfa verið um 130 kr/kg nú í byrjun vertíðarinanr en karfinn fer annars vegar á Japansmarkað og hins vegar á Evrópumarkað. A sama tíma í fyrra var verðið um 100 kr/kg og hækkunin er því um 30% á milli ára. Gísli Svan segir að verðhækkunina megi skýra með lakari afla í ár en í fyrra. Minna framboð hafi einfaldlega orðið til þess að hækka verðið. Þá ber einn- ig að hafa í huga að karfinn, sem veiðst hefur nú á vertíðinni, er mjög góður og telja skipstjórarnir fullvíst að uppistaða aflans sé djúp- karfi en minna hafi orðið vart við sjálfan úthafskarfann. Þess má geta að togarinn Skag- firðingur SK landaði ísuðum karfa 41 111» r\nw MÓT0RR0FAR Stillisvið: 0,1 - 25,0 A Jf JOHAN RÖNNING HF sfmi: 568 4000 - http://www.ronning.is af úthafskarfamiðunum í Reykja- vík sl. miðvikudag en þetta er fjórði miðvikudagurinn í röð sem togarinn kemur inn til löndunar. í fyrstu þremur veiðiferðunum var aflinn um 130 tonn í hverri veiði- ferð en í þeirri fjórðu og síðustu var aflinn 90 tonn. Tveir dagar fara að jafnaði í siglingar og því hefur togarinn aðeins haft um fjóra til fimm daga á miðunum hverju sinni. WORLD FISHING EXHIBITION VIG#'97*SPÁNI ENGIN VENJULEG SÝNING Stærsta og alþjóðlegasta sjávarútvegssýning í Evrópu, - haldin í Vigo, stærstu fískihöfn álfunnar. Tvær stórar ráðstefnur verða haldnar í tengslum við sýninguna: - Þriðja fískveiðiráðstefnan - þar sem sjávarútvegsráðherrar 50 þjóða koma saman. - Fyrsta heimsráðstefnan um krækling. 17*21 SEPTEMBER 1997 HEFUR ÞÚ EFNI Á AÐ LÁTA ÞENNAN VIÐBURÐ FRAM HJÁ ÞÉR FARA? X N 1: X U MfDIA 1.1 M IT f 0 Nexus Media I.imited Richmond, England Tel. +44 (0)181 332 9273 Fax.+44 (0)181 332 9335 Policarpo Sanz 22-311 1) 36202 - Vigo, Spain Tel. +34 (9) 86 22 13 70 Fax. +34 (9) 86 43 76 89 Sponsored by VIGO C.C.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.