Fiskifréttir


Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 24

Fiskifréttir - 30.05.1997, Blaðsíða 24
24 FISKIFRÉTTIR föstudagur 30. maí 1997 þurfti ekki að hugsa um aðra en sjálfan mig. Reyndar fór hluti af laununum alltaf heim til foreldra minna en ég var þrátt fyrir það í allt annarri aðstöðu en færeysku fjöl- skyldumennirnir sem voru með mér á íslensku skipunum. Fyrir þeim var þessi vinna og aðskilnað- ur frá fjölskyldunum nauðsyn. Öðru vísi gátu þeir ekki brauðfætt fjölskyldur sínar, segir Steinbjörn en hann segir árin frá 1954 til 1958 einstök á sviði samskipta Islands og Færeyja. — Það er erfitt fyrir Islendinga að gera sér grein fyrir þýðingu þessa tímabils fyrir Færeyinga. Samkvæmt heimildum mínum fluttu færeyskir sjómenn og aðrir Færeyingar, sem unnu á Islandi, alls 15 milljónir danskra króna frá Islandi til Færeyja á árinu 1957. Þetta ár nam verðmæti alls útflutn- ings frá Færeyjum 92 milljónum danskra króna. Það munaði því ekki lítið um þessar tekjur frá Is- landi fyrir færeyskt efnahagslíf og mín skoðun er sú að áhrifin hafi verið enn meiri en þessar tölur segja til um. ísland var land all- snægtanna í augum Færeyinga á þessum tíma og ég er þess fullviss að velmegunin á Islandi opnaði augu okkar Færeyinganna fyrir því að það væri einnig hægt að skapa svona samfélag í Færeyjum. Fugla- fjörður var t.d. stærra bæjarfélag en Flateyri. Hvers vegna ætti ekki að vera hægt að reisa færeysku byggðirnar úr öskustónni? Menn fylltust bjartsýni eftir að hafa verið á Islandi og það er engin tilviljun að það varð uppsveifla í færeysku þjóðfélagi skömmu síðar. Færeyinga vantaði kennara — ekki skipstjóra Eins og fram kemur í inngangi þessa viðtals fannst Færeyingun- um allar aðstæður á Islandi mjög framandi um og upp úr miðjum sjötta áratugnum. Reykjavík var stórborg í þeirra augum og smjör virtist drjúpa af hverju strái. — Hugsunarháttur okkar Færeying- anna var allt annar en Islending- anna. Við komum til íslands með þá einu hugsun að vinna og vinna sem mest á meðan íslensku sjó- mennirnir sem og aðrir landsmenn tóku þátt í neyslukapphlaupinu af miklum krafti, segir Steinbjörn en hann hugsar með mikilli hlýju til íslandsáranna. Þar kom hann und- ir sig fótunum og tekjurnar notaði hann til þess að mennta sig í Dan- mörku. En hvers vegna valdi hann kennarastarfið? — Það vantaði kennara í Fær- eyjum en hins vegar var nóg af sjó- mönnum. Við áttum nóg af dug- legum skipstjórum og þótt ég kynni mjög vel við mig á sjónum þá sá ég að krafta minna var annars staðar þörf í færeysku samfélagi en úti á sjó, segir Steinbjörn en óhætt er að trúa því að það var með hags- muni færeysku þjóðarinnar að leiðarljósi sem hann ákvað að ger- ast kennari. Það er greinilegt að þjóðerniskennd hans er sterk og hann er stoltur af uppruna sínum. — Færeyingar og Islendingar eru bræðraþjóðir. Við eigum ótrú- lega margt sameiginlegt. Meira að segja veðrið sameinar okkur. Kristján Eldjárn, forseti Islands, var mikill áhugamaður um að styrkja tengslin á milli Islands og Færeyja og fyrir það hlaut hann virðingu Færeyinga. Mín skoðun er sú að böndin, sem tengja þjóð- irnar, þurfi að treysta enn betur í framtíðinni. Egveit aðFæreyingar eru mér sammála og ég vona að íslendingar séu sömu skoðunar, segir Steinbjörn B. Jacobsen sem bað fyrir bestu kveðjur til allra vina sinna á Islandi. Færeyskur sjómaður við vinnu sína um borð í íslenskum togara. Færey- ingarnir þekktust gjarnan á peysunum Innrásin frá Færeyjum Fáir færeyskir sjómenn hafa jafn mikla reynslu af því að vinna um borð í íslenskum fískiskipum og Karton Joensen. Kar- ton fór fyrst til íslands á vertíð árið 1954 og hann lauk sjómennskuferlin- um fyrir aðeins tveimur árum er hann lét af störf- um á Hólmaborg SU af heilsufarsástæðum. A þessum rúmlega 40 ár- um var Karton bæði á íslenskum og færeyskum skipum og hann segir Is- land vera sitt annað heimaland. - Eg get ekk- ert sagt um Island og ís- lendinga nema gott eitt. Það er enginn munur á íslendingum og Færey- ingum. Þetta veit eldra fólkið í Færeyjum og einnig á Islandi en ég er hræddur um að yngra fólkið geri sér ekki grein fyrir þessu, segir Karton í samtali við Fiskifréttir. Þegar Karton kom til Islands í ársbyrjun 1954 fékk hann pláss á mótorbátnum Glaði. Karton segir hins vegar að vertíðin hafi farið öðru vísi en ætlað var. Báturinn sökk á Pálmasunnudag en áhöfn- in, fimm Færeyingar og þrír Is- lendingar, bjargaðist um borð í annan bát. — Við höfðum verið á línuveið- um í janúar og febrúar en síðan var skipt yfir á net. Við fengum ekki mikinn afla. Sannleikurinn var sá að báturinn, sem var aðeins 17 brúttórúmlestir, var orðinn lélegur og svo var skipstjórinn ekki góður. Allir aðrir bátar fengu mokafla, segir Karton og brosir þegar blaða- maður segir að tæpast hafi það verið uppörvandi byrjun á dvölinni á íslandi að vera á lélegum báti, fá lítinn afla og lenda loks í sjóslysi. Karton var reyndar ekki alls ókunnugur Islandi og Islendingum áður en hann kom hingað til lands árið 1954 því þremur árum fyrr var hann á færeyskri skútu sem var á handfæraveiðum á Islandsmiðum. — Okkur vantaði mannskap og við fórum því inn til Reykjavíkur. Það var ekki hlaupið að því að fá sjómenn á skútuna en einhvern veginn tókst skipstjóranum að telja tíu íslendinga á að slást í hóp- inn. Þetta var skrautlegur hópur. Einn var að ég held nýsloppinn úr steininum, annar var mjög illa far- inn á taugum og hinir voru sinn úr Karton Joensen við smábátahöfnina í Þórshöfn. Hann lauk sjómennskuferlinuni sem kokkur á Hólmaborg SU fyrir tveimur árum hverri áttinni. Af þessum tíu voru tveir rosalega góðir sjómenn. Þeir báru af en gallinn við þá var sá að þeir voru alltaf að kvarta undan hinu og þessu. Fæðið var ekki nógu gott og svo mátti lengi telja. Hins vegar var taugasjúklingurinn alsæll með veruna um borð. Hann hafði verið hljóðfæraleikari á Hót- el Borg og þoldi ekki álagið en eftir túrinn var hann eins og nýr maður og tilbúinn til þess að takast á við lífið, segir Karton en hann segir launin á færeysku skútunni hafa verið lág þrátt fyrir að aflinn hafi verið mjög góður. Mokafli í flottroll á Selvogsbankanum Eftir vertíðina 1954 fór Karton til Færeyja en hann kom aftur til íslands í ársbyrjun árið 1955. — Eg fékk pláss á togaranum Sólborgu frá ísafirði. Við vorum á flottrolls- og botntrollsveiðum á heimamiðum og aflinn, sem var aðallega stór þorskur, var verkað- ur í salt urn borð. Af 38 manna áhöfn voru 10 Færeyingar. Við vorum mikið að veiðum á Sel- vogsbankanum og fengum þar mokafla í flottrollið. Mig minnir að togarinn hafi borið 250 tonn af saltfiski og við vorum um tvær vik- ur að fylla skipið. Mér er það sér- staklega minnisstætt hvað þorsk- urinn var stór. Það voru ekki nema 65 til 70 þorskar í tonninu en slíkir golþorskar voru sjaldséðir um borð í færeyskum skipum. Sumir þorskarnir voru reyndar það stórir að það var ekki hægt að lyfta þeim með annarri hendi eftir að búið var að hausa þá, segir Karton en hann upplýsir að allur saltfiskurinn og annar afli hafi verið sendur til ísa- fjarðar. Að jafnaði voru 26-28 manns í áhöfn Sólborgar. Karton man ekki nafnið á skipstjóranum að öðru leyti en því að hann hafi verið kall- aður Palli. Á þessum árum var oft mikið af erlendum togurum á ís- landsmiðum og segir Karton að breskir, þýskir og janvel franskir togarar hafi stundum verið að- gangsharðir á 12 mílna landhelgis- mörkunum. Mikið var af erlend- um togurum að veiðum í Víkuráln- um og eins á Halamiðum. Hef aldrei haft aðrar eins tekjur Að sögn Kartons hætti hann á Sólborginni í apríl 1958 og fór hann þá á togarann Gylfa frá Patreks- firði. Gylfi var systurskip Þorkels mána, 400 tonna skip, og segir Karton að togarinn hafi mokveitt karfa í Víkurálnum og eins á Jónsmiðum við Austur-Grænland. Af 28 manna áhöfn voru 17 Færey- ingar. — Við sigldum yfirleitt með afl- ann til Þýskalands. Ég vann sem vélstjóri og ég held að ég hafi aldrei á ævinni haft aðrar eins tekj- ur. Ef ég man rétt þá var ég með 220 þúsund íslenskar krónur í heildarlaun árið 1955. Þessi laun samsvöruðu rúmlega 90 þúsund dönskum krónum og ef ég hefði haldið rétt á spilunum þá hefði ég getað komið ár minni mjög vel Togarinn Þorsteinn Ingólfsson sem Bæjarútgerð Reykjavíkur gerði út. Bæjarútgerðin var að jafnaði með um 60 Færeyinga á skipum sínum á árunum 1957 til 1962 Mynd/Fiskifréttir: Heiðar Marteinsson

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.