Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Side 9
Vésteinn Ólason
Ágrip af búskaparsögu hálfrar aldar
r
g ætla að rekja hér stiklur úr búskapar-
sögu afa míns Guðmundar Arna-
sonar, sem fæddist í Breiðdal árið
1871 og átti hér heima lengst af ævinnar,
en dó á Eskifirði 1966 hálftíræður. Efnið
tengist í upphafí búskap föður hans og að
lokum sonar. Heimildir mínar eru ýmislegt
sem Guðmundur skrifaði hjá sér á langri ævi.
Mér finnst fróðlegt að kynnast búskaparsögu
þessara kappsömu bænda, ekki aðeins vegna
skyldleikans, heldur er lærdómsríkt að fylgjast
með hvorutveggja, þróun atvinnuhátta og
breytingu félagshátta. Saga Guðmundar sýnir
framfarahug og atorku, en líka þær þröngu
skorður sem bóndanum voru settar; hann lifði
framfaraskeið, en það fór afar hægt af stað. I
annan stað bregða skrif Guðmundar upp mynd
af þjóðfélagsgerð með aldagamlar rætur og
hugarheimi, mótuðum af arfi og aðstæðum
19. aldar. Hvort tveggja er nálægt okkur í
tíma en í óraijarlægð frá þeim sem nú vaxa
úr grasi á íslandi, hvort heldur er í þéttbýli
eða dreifbýli.
Segja má að Guðmundur Ámason, og þess
vegna við sum, sem hér erum stödd, hafi verið
af flóttamönnum kominn, því að Ragnheiður
amma hans, kölluð átján bama móðir, kom frá
Mýmm við Ilornafjörð árið 1845 og leitaði
skjóls og lífsviðurværis í Breiðdal með tvö
yngstu börn sín, eftir að hún hafði misst tvo
menn, þann seinni í sjóinn, og gat ekki lengur
séð fyrir barnaskaranum. Ámi Jónsson var
yngstur barna hennar, fæddur 1842. Ragn-
heiður dó hjá Áma í Fagradal 1887. Ekki
byrjaði Ámi ævistarf sitt með arf eða auð í búi.
Hann kvæntist Steinunni Gunnlaugsdóttur frá
Þorgrímsstöðum (f. 1836), og þau hófu búskap
á Ásunnarstöðum um 1870, þar sem börn
þeirra, Guðmundur og Guðlaug, fæddust 1871
og 1872. SíðanbjóÁmi4áráInnri-Kleif, 11
í Fagradal, en þar dó Steinunn 1887; 9 ár bjó
hann á Þorvaldsstöðum, og síðustu 8 árin á
Gilsárstekk í félagi við Guðmund son sinn.
Hann lést þar 1909, á 67. aldursári.
Á vinnumannsárum í æsku hefur Árni
byrjað að koma sér upp bústofni, og eitthvað
hefur Steinunn sjálfsagt lagt til, en bústofn-
inn var rýr í upphafi. Guðmundur skrifar:
„Bústofnsbyrjun föður míns var 1 kýr, 2 hross,
16 ær og ein leiguær- sauðir og gemlingar
til saman eithvað fleiri en ærnar. Heimilis-
fólkið 6 menn.“ Bágt er nú að skilja hvernig
7