Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Side 10
Múlaþing
þessi bústofn gat haldið lífi í 6 manneskjum.
Smám saman hefur búið þó stækkað, því að
við árið 1887 segir í heytöflum sem rekja
má til Áma sjálfs: „Á fóðri er alltaf svipaður
gripastofn; rúm 200 sauðfjár... 4 hross, 2 kýr
og geldneyti."
Þótt Ámi byrjaði smátt og harðindi væra
algeng, ekki síst um 1880, hefur hann komið
allvel undir sig fótum. Þegar hann flytur frá
Þorvaldsstöðum að Gilsárstekk árið 1900,
gerir hann upp bú sitt og greiðir bömum sínum
móðurarf þeirra. Hann átti þá fjögur hundmð
að fornu mati í Þorvaldsstöðum, metið á 1200
krónur, en hrein eign bús hans var kr. 3797,50.
Guðmundur lýsir föður sínum:
Svo fast sótti hann heyvinnu og önnur
heimilisstörf fyrstu tíu árin, að heilsa hans
bilaði. Var mjög heilsutæpur 28 síðustu
árin, hafði með köflum blæðandi magasár.
En þó hann þyldi ekki erfíðisvinnu var
hann sístarfandi, þegar heilsan leyfði, og
stjórnaði búinu, sem ekki var minnst um
vert. Hann var ráðhollur og úrræðagóður,
enda oft leitað ráða til hans, þegar vanda-
mál í einhverri mynd bára að höndum, og
þóttu vel gefast.
Árni var einn af þeim bændum sem hlut áttu
að stofnun og starfsemi Búnaðarfélags í Breið-
dal, og líklega er það sprottið af því starfi og
ráðum búfræðinga að hann byrjar árið 1884
að skrifa heytöflur. Þar er heyfengur skráður,
hver hirðingardagur og hvort um töðu eða
úthey er að ræða, en einnig fylgir stundum
ýmis fróðleikur um bústofninn, fyrningar,
tíðarfar, og nöfn þeirra sem starfa að hey-
skapnum.
Ekki veit ég hvenær Guðmundur tók við
þessari skráningu, því að allt er þetta aðeins
til í eftirritum hans, en heytöflur þessar ná
samfellt fram til 1960, þótt eðli þeirra breyt-
ist nokkuð síðasta áratuginn vegna breyttra
atvinnuhátta. Þessar töflur rúmast í tveimur
litlum kvemm og em að mínum dómi merkar
heimildir um búnaðarsögu. Hliðstæðar upp-
lýsingar hefur Guðmundur tekið saman um
framkvæmdir á Gilsárstekk.
Sagnfræðingar nútímans tala stundum
um einsögu, þegar sjónarhomið er svona
þröngt, en í slíkum einsögum felst mótvægi
við þá söguritun sem reynir að lýsa almennum
breytingum á breiðum gmnni valinna heim-
ilda. Ég ætla að bregða upp fáeinum svip-
myndum úr þessari sögu fram að breytinga-
ámnum sem hófust með seinni heimsstyrjöld,
þegar Páll sonur Guðmundar var tekinn við
búinu, en fyrst verð ég að minnast aðeins
á hvernig Guðmundur bjó sig undir starf
bóndans, sem hann hafði alla ævi brennandi
áhuga á.
Vitaskuld gekk ungur drengur til allra
starfa á búinu um leið og geta leyfði, og hann
hefur, eins og önnur sveitaböm, kunnað til
allra hefðbundinna verka. En þá feðga dreymdi
um framfarir í búskapnum, og skömmu eftir
tvítugt sótti Guðmundur um vist í nýlega
stofnuðum búnaðarskóla á Eiðum, og var
þar við nám tvö ár frá 1893 til 1895 og lauk
námi með ágætum árangri. Þá hóf hann vor
og haust störf fyrir Búnaðarfélag Breiðdæla
við túnasléttun, meðfram starfi heima á Þor-
valdsstöðum. Til að bæta aðferðir og afla
nýrra tækja fór hann sumarið 1898 vestur í
Olafsdal til Torfa Bjamasonar, var þar 5 vikur
við jarðyrkjustörf, nýrækt, hesta- og verkfæra
notkun, eins og hann segir sjálfur frá í stuttum
pistli. Næsta vor fékk hann frá Torfa plóg,
herfi og kemi ásamt nauðsynlegum aktygjum.
Svo er að sjá að hestar hafí lítið verið notaðir
við búskapinn sjálfan fram að því. Fróðlegt er
að fylgjast með því í heytöflunum hvaða áhrif
þetta bras hefur á heyfenginn, og þá einkum
töðufeng sem fer hægt vaxandi.
Árið 1903 kvæntist Guðmundur heimasætu
af næsta bæ, Guðlaugu (f. 7.4. 1882, d. 8.11.
1965), dóttur Páls Benediktssonar (1850-
1919) og Ragnhildar Stefánsdóttur (1848-
8