Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 17

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 17
SYRPA r úr fórum Guðmundar Arnasonar á Gilsárstekk Frásagnimar sem hér fylgja eru allar skráðar af Guðmundi afa mínum í kver og kompur sem hann stytti sér stundir við að skrifa á efri árum. Oft endurritaði hann þar eldri skrif sín. Kver þessi fól hann mér til varðveislu áður en hann lést. Ég hef gætt þess að hrófla ekki við orðalagi hans og leyft ýmsum sérkennum í stafsetningu hans að haldast, þótt ekki hafi ég gætt fullrar samkvæmni í því. Nokkrum athugasemdum hef ég skotið inn í homklofum til að skýra samhengi eða fylla, og er það efni að mestu úr öðrum kverum eða bréfum Guðmundar. Vésteinn Ólason Þáttur af Guðmundi fótalausa Inngangsorð Slys það er greinir frá í upphafi þessa þáttar og varð fyrir rúmri öld er ekkert frábmgðið slysum nútímans, sem allir þekkja. En óvíst er að menn gjöri sér nú grein fyrir því hvemig heilbrigðismálum landsmanna var þá háttað og því öryggisleysi sem nálega allir landsmenn bjuggu við, þegar sjúkdóma eða slys bar að höndum. Læknar landsins munu þá tæpast hafa náð fmgratölu annarrar handar. Er því augljóst að fæstir sem þörfnuðust læknis- hjálpar gátu notið hennar. En afleiðing þessarar vöntunar var eðlilega sú að margir sem slösuðust en af lifðu urðu örkumla menn það sem eftir var lífdaganna, fæstir vinnufærir, og urðu því að láta sér lynda að lifa af annarra brauði, en það þótti vinnugefnum mönnum beizkur biti. Til era þó dæmi um menn sem misstu limi og urðu örkumla en lánaðist þó með ótrúlegum starfsvilja og þreki að bjarga sér. Einn þeirra var Guðmundur fótalausi. Maður sem vildi bjarga sér sjálfur Guðmundur Magnússon var fæddur í Mýrasveit i Austur-Skaftafellssýslu 1827. Foreldrar hans voru Ragnheiður Jónsdóttir f. 1801 og [Magnús Jónsson (1774-1828)]. Um Magnús hef ég því miður ekkert getað fúndið. Ragnheiður var tvígift. Seinni maður hennar, Jón Bjamason (f. 1801), fórst ásamt mörgum fleiram í skipskapaveðrinu frá Skinneyjarhöfða 3. maí 1843. Ragnheiður átti 18 böm með mönnum sínum, og var Guðmundur einn meðal 13 systkina sem til fullorðinsára komust. Um uppvaxtarár hans eða dvalarstaði þangað til hann var 26 ára er ekki vitað annað en að hann var um tíma vinnumaður að Stafafelli i Lóni. [Að beiðni Guðmundar athugaði ég kirkjubækur frá þessum tíma á Þjóðskalasafni og skrifaði honum þessar upplýsingar í bréfí 6. des. 1965: Árið 1841 fer Guðmundur Magnússon, 13 ára, frá H(olta)hömram að Dal i Lóni, og árið 1847 flyzt Guðmundur Magnússon vinnumaður frá Dal í Lóni að Heydölum. Vel má vera að hann hafí einhvem tíma verið í Stafafelli í millitíðinni. Næst verður hans vart að Gilsá '
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.