Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Qupperneq 19
Syrpa úr fórum Guðmundar Árnasonar á Gilsárstekk
Frá Stöð fluttist Guðmundur að Kolmúla í Reyðarfirði. En búskaparár hans þar urðu
fá, vegna þess að óviðráðanleg spilling tók sig upp í fótastúfunum, sem leiddi hann til
dauða 22. nóv. 1886. Var hann þá tæplega sextugur að aldri og hafði hálfa ævina verið
örkumla maður.
Vera kann að ekki þyki með öllu ófróðlegt að heyra hverju hinn fatlaði maður vann
að og eins hvemig honum búnaðist á þeirra tíma visu. Skal nú skýrt frá því án þess að
færa nokkuð í feitara letur.
Guðmundur vann að veggjahleðslu og heyvinnu, sló, rakaði og reiddi heim hey,
smalaði fé og hirti um það á húsum. Innan bæjar vann hann að tóvinnu. í ferðalögum var
hann þegar þurfti. Ekki þarf að geta þess að við sum verk þurfti hann að standa á öðmm
eða báðum stúfunum, en auðvitað þurfti hann einhverja viðstöðu. Við sum verk reyndi
hann að nota tréstígvél. Ýmis fleiri furðuleg verk vann Guðmundur.
Að áliti samtíðamanna var búskapur Guðmundar farsæll og jafnvel til fyrirmyndar.
Hann bjó skuldlaus, eins og reyndar var algengt þá. Á öllum jörðunum jukust efnin,
nema í Kolmúla. í Stöð var búskapurinn talinn með blóma, og þar var Guðmundur með
hæstu gjaldendum hreppsins.
Ástæðan til að búskapur Guðmundar lánaðist vel, þótt hann væri ávallt á hrakhólum,
mun hafa verið að Guðmundur var reglusamur og með afbrigðum hjúasæll. Hann var
greiðvikinn mjög. Ávallt var hann heybirgur í fymingum og hjálpsamur með hey ef þörf
gjörðist og til hans var leitað.
Afkvæmi eignuðust þau Þorbjörg og Guðmundur ekki, en fóstruðu nokkra drengi að
meira eða minna leyti, og báru þeir fósturforeldrum sínum fagran vitnisburð.
1959.
Um vegleysu á Breiðdalsheiði og vegagjörð 1871
Aðal landleið, sem farin var, og fara varð, úr Breiðdal til Skriðdals, var yfír Breiðdalsheiði,
en vegna þess að hún - leiðin - var ekki annars staðar þekkt hér á Austuriandi, það ég
best veit [hér er eins og eitthvað hafi fallið niður eða ruglast]. Leiðin var afar hættusöm,
án varúðar og gætni mikillar.
Því virðist ekki ófróðlegt fyrir íbúa sveitarinnar, hverju sinni, að hafa skriflega lýsingu
af henni; ella mundi sú leið fljótt gleymast. Nú þegar í fárra minni. Ekki er annað vitað
en að þessi leið í heiðinni hafi verið farin allt frá landnámstíð og þar til 1871. Hér verður
reynt að lýsa henni svo nákvæmt og rétt sem unnt er.
Breiðdalsheiði er fremur lágur Ijallvegur, eptir því sem aðrir eru á Austurlandi. Því
miður eru ekki tök á að tilgreina hæð hennar [470 rn.y.s.].
Landslag frá dalbotni: Við tekur allmikill bratti, nafn: Heiðarbrekkur, grasi vaxnar
langt upp eftir og jafnvel skógi. Efst við heiðarbrún eru bogmynduð, rákótt klettabelti
beggja megin við ána. - Breiðdalsá hefir upptök sín í vatni á heiðinni og fellur í gljúfur
\
17