Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Síða 21

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Síða 21
Syrpa úr fórum Guðmundar Árnasonar á Gilsárstekk Þetta haust, 2. október, var sauðunum safnað saman á Höskuldsstöðum; voru teknir eptir vigt. Urðu um 300. Næsta dag, 3. okt., átti að leggja á stað með sauðina til Seyðis- ijarðar, Breiðdalsheiði. Ég hafði látið tilleiðast með að verða einn af rekstrarmönnum. Um nóttina hafði sett niður æði mikinn snjó, og framhald á snjókomu svo hvergi sá, en stormur lítill; þaut við. Ekki þótti ráðlegt að leggja upp með reksturinn í slíku útliti. Það er ekki að orðlengja, að svona viðraði í tvo sólarhringa. A daginn stóðurn við yfír sauðunum í krafstursjörð, en á nætumar hafðir í rétt. Þegar upp birti 5. okt. var kominn mikill lausasnjór á láglendi en fjallvegir ófærir með skepnur. Sauðimir vom þá sendir eigendum. Stuttu siðar rigndi í þennan snjó, svo snjólítið varð á láglendi en þó víða skaflar í lægðum. Færi batnaði á fjöllum, því að frost kom í snjóinn eptir rigningarnar. Versluninni þótti vont að missa af sauðunum og fór þess á leit, ef mögulegt væri, að koma með einhverja. Þetta hafði þau áhrif að úr Suðurdal fóru Höskuldsstaða bændumir Hóseas og Einar [faðir Stefáns Einarssonar prófessors] með hóp — ég veit ei um tölu - Breiðdalsheiði til Seyðisijarðar. Degi síðar lögðum við Bjami Ámason Dísarstaðaseli til Stafsheiðar með sauði úr Norðurdal, 69. - Tveir forystusauðir. Omögulegt ferðalag án þeirra. Fyrsta daginn komumst við að Litla Sandfelli. Þar bjó Einar, bróðir Benedikts á Þorvaldsstöðum - annálaður greiðamaður. Hann lét fé sitt standa úti við húsin um nóttina til þess að geta hýst sauðina. Um nóttina gjörði vestan storm, sem olli asahláku. Frá Sandfelli fórum við að Miðhúsum. Veður var þurrt en umferð afar ill, að því leyti að allar lækjarsprænur voru fullar af krapi, og í það urðum við að sundreka sauðina, sem var hrottaleg og ill með- ferð; en sjálfir mittisblautir. Þriðja daginn fórum við yfir Fjarðarheiði og á Seyðisijörð og afhentum sauðina. Færi var gott á heiðinni, hleypi gaddur, því frost var nóttina fyrir. Á Seyðisfirði hittum við þá Hóseas og Einar, sem biðu eftir strandbátnum og hvöttu okkur til hins sama, sem við féllumst á. Síðla dags, sem var 4ði dagur ferðarinnar, kom og fór báturinn og við með honum. En nú var veðurbreyting orðin, gengið í afspymu norðan snjó byl, svo báturinn hafði sig ekki til Mjóafjarðar; snöri aptur inn á Þórarinsstaðaeyrar. Næsta dag - sá 5ti - var veðrið ekkert vægara, þó lagði báturinn tvisvar til ferðar, en varð í bæði skipti að snúa aptur. Sjötta daginn lagði báturinn enn á stað og kornst á Mjóaijörð; draga fór úr mesta ofsanum og snjóburði. Líðan okkar félaga var alls ekki góð, en Bjama þó allra verst. Hann kvaldist af sjó- veiki; spýtti galli. Líðanin ekki betri til Norðijarðar í batnandi veðri, svo Bjarni var fastur og ákveðinn að yfírgefa bátinn. En þar ég var ferðafélagi hans austur, áleit ég mér ekki sæma að yfirgefa hann, þó ég sæi eptir að yfirgefa bátinn í batnandi veðri. Lögðum við svo leið okkar inn Norðfjörð, áleiðis til Odsskarðs í þæfings ófærð. Þegar í skarðið kom sáum við bátinn skríða inn til Eskiijarðar í sléttum sjó. - Þetta var sjöundi dagurinn. Á Eskifirði vomm við um nóttina. Áttunda daginn var stillt veður en þykkur í lopti. Með bátnum fómm við til Reyðar- ijarðar um hádegi, sem var seinna en búist var við. 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.