Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Blaðsíða 23
Syrpa úr fórum Guðmundar Árnasonar á Gilsárstekk
konu hans, vegna persónulegrar viðkynningar. Einnig kennarans. En vegna þess að
áminnstum hjónum var ekki um það gefíð, að minnst væri á mannkosti og stjórnsemi
þeirra, þá verður hér ónákvæmt út í það farið og án útskýringar.
Jónas Eiríksson skólastjóri og Guðlaug M. Jónsdóttir kona hans voru mörgum
dyggðum prýdd, sem allt heimilisfólkið mótaðist af á margan hátt. Lærisveinum sínum,
sem öðrum, voru þau nærgætin, hugulsöm og umburðarlynd, enda skoðuðu þeir þau sem
önnur foreldri sín, og er með því langt til jafnað.
Þau voru óskeikul fyrinnynd, á öllum sínum sviðum, með heimilisreglu, trúrækni,
nærfæmi, natni og nýtni á öllu verðmætu, sem í þá daga voru nefndar dyggðir, enda voru
þau dáð, virt, vinsæl og vel metin af lærisveinum sínum.
Að skólanum var áfátt með verklega æfíngu var ekki sök skólastjórans. Hann hafði
ekki Qárráð hans. Þau voru í annarra höndum og kröpp kjör hvert sem litið var. En
vegna þess var verkleg æfing pilta í miklum minni hluta við þá bóklegu, sem var með
prýði af hendi leyst. — Það eru margir, já óteljandi margir, sem hafa fyllstu ástæðu til að
bera hlýjan hug og þökk til þessara heiðurs hjóna. Má í þvi skyni benda á þá nemendur
alþýðuskólans, sem nú eru verðlaun veitt úr sjóði, er þau stofnuðu.
Einar Einarsson - síðar bóndi á Rangá - var annar kennari við skólann með Jónasi.
Hann var ágætlega menntur. Gjörði sér far um að lærisveinar nytu sem mestrar þekkingar.
Hann var lærisveinum sinum ógleymanleg íyrirmynd. Var virtur, vinsæll og mikils metinn
af öllum sem kynni af höfðu.
Eftir þetta, helst til fáorða fráhvarf, vík ég aftur orðum mínum til hjónanna. Velvild
umræddra hjóna, með breytni og framkomu, til lærisveina sinna virðist mér skýrast lýst
í þessu erindi:
He/gaðu Guði dáð og dug
með dyggð og fastri trú
og misstu aldrei megn og hug
er meir en hyggur þú.
Ferð í Olafsdal 1898
Eptir að hafa staðist próf frá búnaðarskólanum á Eiðum 1895 vann ég næstu ár, vor og
haust, að jarðabótum hjá Búnaðarfélagi Breiðdæla. Vinnan var þúfnasléttun — langmest
— skurða gjörð, opnir og lokaðir, og garðhleðsla, snidda eða grjót; sumstaðar hvort
tveggja. Áhöld við vinnuna voru skóflan / rekan - og kvísl / gaffall. Til að auðvelda
ofan af ristu, losa þökuna, var skóflan dengd og svo brýnd með þjöl, þegar þurfa þótti.
Síðan var flagið stungið upp með skóflunni, hnausamir muldir með henni, og flagið
jafnað undir þakningu. — Áleist allgott dagsverk ef tekið var ofan af40-80 ferföðmum.
Öll vinna hér að lútandi var erfíð og annað þó lakara, hvað litlu var afkastað. Ég sá að
þýfið á túnunum yrði lengi að hverfa með svona vinnubrögðum. En hvaða aðferð var
\
21