Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Side 25
Syrpa úr fórum Guðmundar Árnasonar á Gilsárstekk
X
\
Þrír dýraþættir
Þáttur Sigurðar-Morsa
Árið 1886, 6. janúar, geisaði yfír Austurland harðneskju norðan bylurmeð mikilli fann-
komu, hörku frosti og afspymu stormi. Flestir munu veður þetta nefna Knútsbyl - sbr.
almanakið - aðrir Janúarbyl.
Um morguninn var stillt og bjart veður. Talsverður lausasnjór féll um nóttina ofan á
harðan gadd. Engar vangaveltur voru við hafðar á útibeitar jörðum að reka fé á haga, þó
góðir gætu ekki talist. Veðrið skall á, eins og þá hendi er veifað, kl. lítið gengin 12 fyrir
hádegi. Margir ijármenn misstu lífíð á Austurlandi, víðsvegar, í þessu veðri, og íjöldi
fjár fórst og hraktist til dauðs. - Það er önnur saga, sem hér verður ekki nánar rakin.
Faðir minn, Árni Jónsson, bjó þá í Fagradal, þegar umræddur bylur geisaði. Hann
átti þá fullþroska forustusauð, nefndur Sigurðarmorsi. Var aðfenginn. Að lit var Morsi
mórauður en dökkur í framan, með hrútshorn stýfð, háfættur, skrokkmikill, mjög tígulegur
að vallarsýn og áberandi, þótt í mörgu fé væri. Hann var ágætur foringi hjarðar sinnar,
að því leyti að vera viss með að ná húsum hvað dimmt sem var með félaga sína, en vel
varð að fylgja á eftir, því hann var glanni að hirða ekkert um hvað fylgdi honum; beið
ekki eftir því eða dró úr ferð sinni. - Aldrei, utan þetta eina skipti, leið hann félögum
sínum með sömu hæfileika að fara á undan sér. Gaf þeim högg framan við bóginn til að
lægja í þeim framaskapinn.
Hér að framan er drepið á veðurútlit, snjólag og haga morgunninn 6. janúar; en við-
burðir dagsins viðvíkjandi sauðunum eru í stórum dráttum þessir. Ég var látinn fara — í
sérstökum tilgangi — á beitarhúsin með sauðasmalanum, sem var Eiríkur Daníelsson,
föðurbróðir Áma Sigurðssonar höfúndar kafla í Breiðdælu, þrekmikill trúleiksmaður. Ég
var því hjá honum meðan hann var að láta út sauðina og reka þá frá húsum. Þegar við
komum í hús það sem Morsi var í, ruddust þeir út, en hann fylgdist ekki með; stóð einn
eftir inn við stafn; í stað þess að fara út í dyrnar tor hann yfir hlauprúmið í hina króna.
En út var hann drifmn. Ekki tók þar betra við; hann skokkaði kringum hópinn, fékkst
ekki til að fara á undan.
Þegar í beitilandið kom, gáfu sauðirnir sig vel að beitinni. Morsa var rápgjarnt, nema
stund og stund, barði aðra sauði úr krafstri, var augsýnilega í vondu skapi. Breyting á
veðri var sama og engin. Að vísu kom örstutt él, sem þó glóbirti í. En á sama aunga-
bliki reið stórveðrið yfír. - Eiríkur kallaði fljótt á sauðina til heimferðar. Þurfti þá ekki
að þvinga Morsa á undan, en er skammt var farið sat aflið af sauðunum fast i skafli án
forustusauðanna; þeir sáust ekki. Árangurslaust reyndist að koma þeim úr skaflinum,
sem betur fór, sást síðar. Hugðist Eiríkur þvi, úr því sem komið var, að ná bænum, sem
heppnaðist eftir mikið efíði og baráttu. Af sauðunum fórst ekki nema einn, en nokkrir
kólu, sem lifðu þó til næsta hausts.
Að morgni 7/1 var Morsi ásamt 7 öðrum undir kletti rétt við húsin. Því verður naumast
með rökum mótmælt að Morsi hefir vitað í sig veðrið, verið hárviss að illviðri var í
23