Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 31

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 31
Bréf til vinkonu þess að koma jurtunum til góða. Afleiðingin verður svo sú, bæði hér og víða annarsstaðar, heilsulausar kýr sem alltaf þarf að vera að gefa sprautur á sprautur ofan og dugar ekki til í allt of mörgum tilfellum. Ég stið þessa skoðun mína líka á töflum um þessi efni frá tilrauna- stöðvunum um allt land. Núna sem stendur á ég 20 hænur og af þeim eru 12 ungar frá í sumar, sem fara að ég vona bráðum að verpa. Þær gömlu hafa orpið ágætlega. Það er tiltölulega stutt síðan ég fékk ítölsk hænsni. En nú er ég farin að þekkja þau og svo hef ég lesið allt sem ég hef náð í um hænsni. Þau gefa góðan arð ef vel er hugsað um þau, þeim gefíð jafnt og reglulega. Varpið segir strax til sín þegar út af ber. Ég fékk t.d. ekki harðfóður handa þeim í sumar í kringum !/2 mánuð. Þau minnkuðu strax varpið, enda þótt þau fengu nóg af öðru. Eins er varasamt að gefa ungunum of mikið af varpfóðri þegar þeir eru að byrja að verpa, því að þá geta eggin orðið of stór í hlutfalli við egglegið og afleiðingin verður oft bólgur og sár og ígerðir. Sem þær geta svo fljótlega drepist af. Mér hefur reynst best að gefa þeim kartöflur með varpmjölinu meðan egglegið er að þroskast, þá verða eggin ekki eins stór til að byrja með, en hænurnar verða heilbrigðari. Fyrsta árið sem ég hafði Itali, gaf ég ungunum of mikið varpmjöl til að byrja með. Jæja, hvað á ég nú að segja þér meira um dýrin? Jú, hér er ein kisa, sem er farin að eldast, en það er ijarska góð kisa. Ég segi stundum við hana, að hún sé besta kisa í heimi og hún ber hreint ekki á móti því. Það mætti að vísu segja mér, að þú værir nú ekki alveg sammála okkur kisu. Auðvitað telur þú þig eiga bestu kisu í heimi og ef þú segir það við þína kisu, myndi hún sjálfsagt segja „mjá“ eða að minnsta kosti ekki bera á móti því. Eina dýrið sem ég átti áður en ég fór að búa hér var kisa. Hún var lítil og nett, svört á lit, með ofurlítið þjófaljós í rófunni. Þá gekk ég í gagnfræðiskólann í Flensborg og var nýfermd. Birtu systur minni var gefin þessi kisa. En svo kom það fyrir að kista fór undir rúm og gerði þar óþokka. Birta átti auðvitað að þrífa undan kettinum úr því að hún átti hann..En það var dálitið sem Birta gat alls ekki fengist til að gera. Hún var ekki nema 8 eða 9 ára. Mér datt því hug að bjóða Birtu að hreinsa þennan ósóma ef ég fengi að eiga köttinn. Birta tók þessu tilboði mínu fegins hendi og ég man ekki eftir því að hún ágimtist kisu sér á parti eftir þetta. Ég held að henni hafi fundist hún sleppa vel, því auðvitað gat hún haft mörg tækifæri til að gæla við kisu, þótt hún hefði ekki eignarréttinn á henni. Kisa varð mjög hænd að mér og vildi helst alltaf liggja ofan á bókunum, sem ég var að læra í. Hún átti einu sinni kettlingsómynd, kom mjög hart niður og átti svo ekki meir við það. Hún varð nokkuð gömul, en lék sér alltaf eins og kettlingur, hún var líka svo lítil og nett og létt á sér. Einu sinni, þegar ég kom heim úr sveitinni var kisa mín ekki heima. Hún hvarf um sumarið og kom aldrei aftur. Ég saknaði hennar mikið. Sárast þótti mér að hugsa til þess, að sýnt þótti að hún hefði orðið ótuktar strákum að bráð, því sagt var að þeir hefðu tekið ketti, farið illa með þá og drepið suma. Þetta var sagan um hana fallegu litlu svörtu kisu mína sem hét ekkert annað en kisa og hjálpaðijnér til að læra lexíumar mínar, þegar ég var unglingur. En hún kisa sem er héma núna, Lóa á hana, hún heitir Frú Skotta. Ég efast um að hún vilji heyra söguna af henni svörtu kisu minni, hún (Frú Skotta) haldi þá ef til vill að ég meinti alls ekki það sem ég segi stundum við hana að hún sé sú besta kisa í heimi og líklega myndi hún ekki skilja það að einu sinni hafi ég átt kisu sem ef til vill hafi að minnsta kosti verið jafn góð og hún. Það fer ekki mikið fyrir ljáreigninni minni. Mér hafa að vísu verið eignaðar ýmsar kindur, en mér þykir ekkert í það varið. En haustið 1955 sá ég lamb í réttinni héma sem 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.