Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Qupperneq 31
Bréf til vinkonu
þess að koma jurtunum til góða. Afleiðingin verður svo sú, bæði hér og víða annarsstaðar,
heilsulausar kýr sem alltaf þarf að vera að gefa sprautur á sprautur ofan og dugar ekki til í
allt of mörgum tilfellum. Ég stið þessa skoðun mína líka á töflum um þessi efni frá tilrauna-
stöðvunum um allt land.
Núna sem stendur á ég 20 hænur og af þeim eru 12 ungar frá í sumar, sem fara að ég
vona bráðum að verpa. Þær gömlu hafa orpið ágætlega. Það er tiltölulega stutt síðan ég
fékk ítölsk hænsni. En nú er ég farin að þekkja þau og svo hef ég lesið allt sem ég hef náð
í um hænsni. Þau gefa góðan arð ef vel er hugsað um þau, þeim gefíð jafnt og reglulega.
Varpið segir strax til sín þegar út af ber. Ég fékk t.d. ekki harðfóður handa þeim í sumar í
kringum !/2 mánuð. Þau minnkuðu strax varpið, enda þótt þau fengu nóg af öðru. Eins er
varasamt að gefa ungunum of mikið af varpfóðri þegar þeir eru að byrja að verpa, því að
þá geta eggin orðið of stór í hlutfalli við egglegið og afleiðingin verður oft bólgur og sár og
ígerðir. Sem þær geta svo fljótlega drepist af. Mér hefur reynst best að gefa þeim kartöflur
með varpmjölinu meðan egglegið er að þroskast, þá verða eggin ekki eins stór til að byrja
með, en hænurnar verða heilbrigðari. Fyrsta árið sem ég hafði Itali, gaf ég ungunum of mikið
varpmjöl til að byrja með.
Jæja, hvað á ég nú að segja þér meira um dýrin? Jú, hér er ein kisa, sem er farin að eldast,
en það er ijarska góð kisa. Ég segi stundum við hana, að hún sé besta kisa í heimi og hún ber
hreint ekki á móti því. Það mætti að vísu segja mér, að þú værir nú ekki alveg sammála okkur
kisu. Auðvitað telur þú þig eiga bestu kisu í heimi og ef þú segir það við þína kisu, myndi
hún sjálfsagt segja „mjá“ eða að minnsta kosti ekki bera á móti því. Eina dýrið sem ég átti
áður en ég fór að búa hér var kisa. Hún var lítil og nett, svört á lit, með ofurlítið þjófaljós í
rófunni. Þá gekk ég í gagnfræðiskólann í Flensborg og var nýfermd. Birtu systur minni var
gefin þessi kisa. En svo kom það fyrir að kista fór undir rúm og gerði þar óþokka. Birta átti
auðvitað að þrífa undan kettinum úr því að hún átti hann..En það var dálitið sem Birta gat alls
ekki fengist til að gera. Hún var ekki nema 8 eða 9 ára. Mér datt því hug að bjóða Birtu að
hreinsa þennan ósóma ef ég fengi að eiga köttinn. Birta tók þessu tilboði mínu fegins hendi
og ég man ekki eftir því að hún ágimtist kisu sér á parti eftir þetta. Ég held að henni hafi
fundist hún sleppa vel, því auðvitað gat hún haft mörg tækifæri til að gæla við kisu, þótt hún
hefði ekki eignarréttinn á henni. Kisa varð mjög hænd að mér og vildi helst alltaf liggja ofan
á bókunum, sem ég var að læra í. Hún átti einu sinni kettlingsómynd, kom mjög hart niður
og átti svo ekki meir við það. Hún varð nokkuð gömul, en lék sér alltaf eins og kettlingur,
hún var líka svo lítil og nett og létt á sér. Einu sinni, þegar ég kom heim úr sveitinni var
kisa mín ekki heima. Hún hvarf um sumarið og kom aldrei aftur. Ég saknaði hennar mikið.
Sárast þótti mér að hugsa til þess, að sýnt þótti að hún hefði orðið ótuktar strákum að bráð,
því sagt var að þeir hefðu tekið ketti, farið illa með þá og drepið suma. Þetta var sagan um
hana fallegu litlu svörtu kisu mína sem hét ekkert annað en kisa og hjálpaðijnér til að læra
lexíumar mínar, þegar ég var unglingur. En hún kisa sem er héma núna, Lóa á hana, hún
heitir Frú Skotta. Ég efast um að hún vilji heyra söguna af henni svörtu kisu minni, hún (Frú
Skotta) haldi þá ef til vill að ég meinti alls ekki það sem ég segi stundum við hana að hún sé
sú besta kisa í heimi og líklega myndi hún ekki skilja það að einu sinni hafi ég átt kisu sem
ef til vill hafi að minnsta kosti verið jafn góð og hún.
Það fer ekki mikið fyrir ljáreigninni minni. Mér hafa að vísu verið eignaðar ýmsar
kindur, en mér þykir ekkert í það varið. En haustið 1955 sá ég lamb í réttinni héma sem
29