Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Qupperneq 37
Helgi Hallgrímsson
Fossar í Fögruhlíðará,
Jökulsárhlíð
Fögruhlíðará í Jökulsárhlíð er óvenjuleg
að því leyti að hún rennur ekki stystu
leið í næsta stórfljót, sem er Jökulsá á
Dal, eins og nágranni hennar, Kaldá, heldur
beygir hún út með ijallshlíðinni og liðast breið
og lygn um dalsléttuna heila 10 km til sjávar
við vesturhorn Héraðsflóa. A þeirri leið tekur
hún í sig nokkrar þverár og læki.
Einhvemtíma í síðari öldum byggðar fór
Jökla hamförum um alla sléttuna og gróf
marga, grunna farvegi yfir í Fögruhlíðará,
er síðan grem upp með stargresi og tjömum,
nema sá innsti sem hún hélt áfram að grafa,
og fékk nafnið Reiðhólakvísl. Þar snerust
hlutföllin við, milli þverár og aðalár. Þessi jök-
ulvatnskvísl var illræmd yfirferðar og fór vax-
andi allt þar til hún var stífluð með hjálp jarð-
ýtunnar um 1950. Ef mannshöndin hefði ekki
tekið ráðin af Jöklu með þessari stíflu, og
síðar með vamargörðum á vesturbakka, hefði
hún líklega hafnað mestöll í Fögruhlíðará, og
jafnframt graflð út farveg hennar til mikilla
muna. Nú er sköpum skipt, síðan Jökla var
virkjuð við Kárahnjúka erhún oftast venjuleg
bergvatnsá.
Fögruhlíðará er kennd við bæinn
Fögruhlíð sem er stutt utan við ána, niðri á
láglendinu, og mun hafa verið stórbýli fyrrum,
en langt er síðan úr henni var skipt jörðunum
Hlíðarhúsum, innan við ána, og Hnitbjörgum
á flæðisléttunni. Loks vom nýbýlin Hlíðar-
garður og Arteigur stofnuð um miðja síð-
ustu öld. Nú er aðeins búið í Fögruhlíð og á
Hlíðarhúsum. Skammt fyrir innan ána, við
fjallsrætur, stendur bærinn Sleðbrjótssel, sem
mun hafa fengið ytri hluta jarðar frá Fögruhlíð
en þann innri frá Sleðbrjót, og upphaflega
verið sel þaðan. Sá bær fór í eyði um 1980,
en þar standa bæjarhús sem líklega em nýtt til
sumardvalar. Neðan við túnið er grunn tjöm
sem heitir Selvatn.
Fagrahlíð er óvenjulegt bæjarnafn. „Há
hlíð, mjög fögur til að sjá, er í Hlíðarhúsa-
landi, og munu bæimir draga nafn af henni“,
ritar Guðmundur frá Húsey í grein sinni
Um ömefni í Jökulsárhlíð 1955. (Hann var
fæddur og uppalinn á Hlíðarhúsum.) Nú kall-
ast hún bara Hlíðin heima fyrir, en stundum
Fagrahlíð út í frá. Þetta er snarbrött brekka
austan í aflöngum jökulmðningsási, sunnan
við Hlíðarhús. Hún er áberandi ljósgræn til-
35