Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Side 45
Berggrunnur Breiðuvíkur
Mynd 2: Marbakkar yst í Breiðuvik. Litluvíkurblá liggur utan við bakkana.
aðeins á einum stað í allri Breiðuvík en það
var ofarlega í Moldarbotnum. Höfðu rákirnar
nokkrar stefnur en N115°A var mest áberandi.
Eftir að jökull hopaði af svæðinu hafa
önnur roföfl tekið við, frostveðrun og vatns-
rof. Þessi roföfl hafa einnig skilið eftir sig
vegsummerki á formi lausra jarðlaga og enn
frekari svörfunar og mótunar berggrunnsins
eftir veikleikum innan hans. Framburður áa
fyllir að stórum hluta ysta hluta dalbotnsins
en ámar hafa á síðari stigum grafið sig niður í
setfylluna við lækkun sjávarstöðu og hækkun
lands. Eftirstöðvar hærri sjávarstöðu eru 20-40
m háir marbakkar yst í Breiðuvík innan við
Litluvíkurblá, en framan við þá hefur myndast
ný setfylla í samræmi við núverandi sjávar-
stöðu (sjá mynd 2).
Niður dalverpi Svínavíkur gengur mikil
urð. Urðin myndar tuga metra háa hólaþyrp-
ingu. Sumir hólanna em grónir en aðrir em
úr lausu stórgrýti og mikið um gjótur og op
á milli brotanna. Samkvæmt Ásgeiri Arn-
grímssyni (munnlegar heimildir, 14. ágúst
2013), bónda á Brekkubæ í Borgarfirði, er
urðin enn á hreyfmgu og hafí fjárgötur sem
lágu í brattri urðinni næst sjónum ýst út af
bakkanum á hans ævi. Einnig segir Ásgeir
að fyrir um 10-15 ámm síðan hafi á tímabili
opnast sprungur milli hólanna og bjarg eitt
sem lá á spmngu klofnað eftir endilöngu og
annar helmingur þess sigið miðað við hinn.
Hér gæti hafa verið um urðarjökul að ræða
og hafi urðin ekki náð, eða muni ekki ná,
stöðugleika í bráð þar sem hún sígi undan
brekkunni en sjór saxi neðst af henni.
Ekki má láta ógetið aurkeilunnar í austur-
hlíð Hvítaljalls, sem er einstaklega skemmti-
leg náttúmsmíð (sjá mynd 3). Aurkeilan er
einungis úr súrum bergbrotum og eru þau
vísast til, einhverra hluta vegna, ástæða þess
hve merkilega aurkeilan er löguð. Erfítt er
að lýsa henni með orðum, en „bústin“ kemur
upp í hugann. Efst í henni er pallur þar sem
lækurinn, sem ber fram efnið í aurkeiluna,
rennur ofan í hana og hverfur.
Önnur yfirborðsefni í Breiðuvík virðast
að mestu vera skriðuefni eða laust efni af
völdum frostveðmnar. Miklar skriður hylja
hlíðar niður af súrum hraunum.
Berggrunnur
Berggmnnur Breiðuvíkur er m.a. áhugaverður
vegnaþess, hve mikið ísúrt og súrt berg kemur
þar fyrir. Áætluð hlutföll helstu berggerða
43