Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 46

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 46
Múlaþing á rannsóknarsvæðinu eftir rof er um 50% basískt berg, 35% súrt berg (25% súr hraun og 10% flikruberg) og 15% ísúrt berg. Hér á eftir fer stutt umljöllun um þær bergtegundir sem koma fyrir í Breiðuvík. Bergtegundir voru jafnan greindar í felti og basalt var flokkað eftir flokkunarkerfi sem George P.L. Walker lagði til grundvallar í kjölfar rannsókna sinna á neógena jarðlagastaflanum á Austfjörðum (1959, 1960), en hann skipti basalti í þóleiít, ólivínbasalt og dílabasalt. Þóleiítbasalthraunin á rannsóknarsvæðinu eru 2-40 m þykk. Bergið er þétt og almennt grátt í brotsári. Stuðlar fæstra hraunanna eru reglulega lagaðir, en á veðmðum hliðum þeirra sjást gjarnan straumrákir (flæðimynstur) sem skila sér sem brúnleit ummyndunarbönd innan bergsins. Sumstaðar er bergið hraunbreksíu- kennt. Lítið er af ólivínbasalti á rannsóknar- svæðinu og ekkert innan Breiðuvíkur sjálfrar. Olivínbasalthraunin era fínkomótt og grá. Hraunin eru nokkuð óregluleg, talsvert karga- kennd og um 1,5-5 m þykk. Veðrunarform eru ávöl og nokkuð grotin. Dílabasalt kemur fyrir á nokkrum stöðum innan Breiðuvíkur. Dílabasaltið er í þunnum, lögum eða flæðieiningum, <1 m til um 3 m þykkum, sem ýmist eru þétt eða talsvert blöðrótt og dreifíng plagíóklasdíla þannig að hlutar eininganna eru dílalausir, en aðrir allt að 50% dílóttir. Dílarnir eru ýmist staf- eða flögulaga og mjög misstórir, 1-12 mm. ísúru hraunin í Breiðuvík eru 40 m til rúmlega 100 m þykk. Þau hafa dulkornóttan eða glerjaðan grannmassa sem oftast nær er ummyndaður. Stærstur hluti hvers hrauns er mjög straumflögóttur. Ummyndunarlitur bergsins er gjaman einkennandi fjólublár í brotsári og straumrákir innan bergsins appel- sínugular að lit. Veðrunarkápa minnir stundum á leður og er oftast rauðbrán, en einnig koma fyrir bjartir litir í henni líkt og í súru bergi. Þar sem hraunin eru stuðluð eru stuðlarnir Mynd 3: Aurkeila í austurhlíð Hvítafjalls. sveigðir og jafnan stórir, eða allt að 4-5 m í þvermál. Byggingareinkenni eru bogalaga brotfletir og má sumstaðar sjá straumflögun sveigja úr láréttri stöðu yfir í að vera nær lóðréttir veggir. Bergið er að mestu heillegt, en efra og neðra borð hraunanna er gjaman úr ísúrri hraunbreksíu. Flest ísúra hraunin koma fyrir sunnan til í Breiðuvík, en norðan megin koma þau aðeins fyrir í Grenmó. Súru hraunin eru talsvert ummynduð og gjarnan kísilrunnin. Ummyndunar- og veðrunarlitir bergsins eru jafnan bjartir, í appelsínugulum, gulum eða ljósgráum tónum. Bergið er víðast straumflögótt með bogalaga brotflötum, en hluti þess er einnig hraunbrek- sía. Súr hraun koma víða fyrir á rannsóknar- svæðinu, en stærstur hluti hraunanna myndar Ijallakeðju sem nær úr dalbotni Breiðuvíkur og miðja vegu út hlíðina norðan megin. Flikruberg finnst á nokkrum stöðum í Breiðuvík, bæði norðan og sunnan til á rannsóknarsvæðinu. Flikruberglögin eru mjög ólík, en sameiginlegt einkenni þeirra er gmnnur úr súrri ösku sem í eru bergbrot framandsteina (af breytilegri stærð og magni) og flikrur (útflattir vikurmolar). 44
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.