Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Síða 46
Múlaþing
á rannsóknarsvæðinu eftir rof er um 50%
basískt berg, 35% súrt berg (25% súr hraun
og 10% flikruberg) og 15% ísúrt berg. Hér á
eftir fer stutt umljöllun um þær bergtegundir
sem koma fyrir í Breiðuvík. Bergtegundir voru
jafnan greindar í felti og basalt var flokkað
eftir flokkunarkerfi sem George P.L. Walker
lagði til grundvallar í kjölfar rannsókna sinna
á neógena jarðlagastaflanum á Austfjörðum
(1959, 1960), en hann skipti basalti í þóleiít,
ólivínbasalt og dílabasalt.
Þóleiítbasalthraunin á rannsóknarsvæðinu
eru 2-40 m þykk. Bergið er þétt og almennt
grátt í brotsári. Stuðlar fæstra hraunanna eru
reglulega lagaðir, en á veðmðum hliðum þeirra
sjást gjarnan straumrákir (flæðimynstur) sem
skila sér sem brúnleit ummyndunarbönd innan
bergsins. Sumstaðar er bergið hraunbreksíu-
kennt.
Lítið er af ólivínbasalti á rannsóknar-
svæðinu og ekkert innan Breiðuvíkur sjálfrar.
Olivínbasalthraunin era fínkomótt og grá.
Hraunin eru nokkuð óregluleg, talsvert karga-
kennd og um 1,5-5 m þykk. Veðrunarform eru
ávöl og nokkuð grotin.
Dílabasalt kemur fyrir á nokkrum stöðum
innan Breiðuvíkur. Dílabasaltið er í þunnum,
lögum eða flæðieiningum, <1 m til um 3
m þykkum, sem ýmist eru þétt eða talsvert
blöðrótt og dreifíng plagíóklasdíla þannig að
hlutar eininganna eru dílalausir, en aðrir allt
að 50% dílóttir. Dílarnir eru ýmist staf- eða
flögulaga og mjög misstórir, 1-12 mm.
ísúru hraunin í Breiðuvík eru 40 m til
rúmlega 100 m þykk. Þau hafa dulkornóttan
eða glerjaðan grannmassa sem oftast nær er
ummyndaður. Stærstur hluti hvers hrauns
er mjög straumflögóttur. Ummyndunarlitur
bergsins er gjaman einkennandi fjólublár í
brotsári og straumrákir innan bergsins appel-
sínugular að lit. Veðrunarkápa minnir stundum
á leður og er oftast rauðbrán, en einnig koma
fyrir bjartir litir í henni líkt og í súru bergi.
Þar sem hraunin eru stuðluð eru stuðlarnir
Mynd 3: Aurkeila í austurhlíð Hvítafjalls.
sveigðir og jafnan stórir, eða allt að 4-5 m
í þvermál. Byggingareinkenni eru bogalaga
brotfletir og má sumstaðar sjá straumflögun
sveigja úr láréttri stöðu yfir í að vera nær
lóðréttir veggir. Bergið er að mestu heillegt,
en efra og neðra borð hraunanna er gjaman úr
ísúrri hraunbreksíu. Flest ísúra hraunin koma
fyrir sunnan til í Breiðuvík, en norðan megin
koma þau aðeins fyrir í Grenmó.
Súru hraunin eru talsvert ummynduð
og gjarnan kísilrunnin. Ummyndunar- og
veðrunarlitir bergsins eru jafnan bjartir, í
appelsínugulum, gulum eða ljósgráum tónum.
Bergið er víðast straumflögótt með bogalaga
brotflötum, en hluti þess er einnig hraunbrek-
sía. Súr hraun koma víða fyrir á rannsóknar-
svæðinu, en stærstur hluti hraunanna myndar
Ijallakeðju sem nær úr dalbotni Breiðuvíkur
og miðja vegu út hlíðina norðan megin.
Flikruberg finnst á nokkrum stöðum
í Breiðuvík, bæði norðan og sunnan til á
rannsóknarsvæðinu. Flikruberglögin eru
mjög ólík, en sameiginlegt einkenni þeirra
er gmnnur úr súrri ösku sem í eru bergbrot
framandsteina (af breytilegri stærð og magni)
og flikrur (útflattir vikurmolar).
44