Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Side 63
Berggrunnur Breiðuvíkur
Niðurstöður
Ut frá magni ísúrs og súrs bergs í Breiðuvík
sem og ummyndun jarðlaga á svæðinu er
óhætt að fullyrða að Breiðuvík liggi innan
áhrifasvæðis megineldstöðvar, eins og þær
hafa verið skilgreindar af Walker (1963,1964
og 1966). A mynd 27 gefur að líta afrakstur
rannsóknarvinnunnar þ.e. berggrunnskort af
Breiðuvík. A því má sjá dreifíngu berggerða
á rannsóknarsvæðinu, strik og halla jarðlaga
þar sem mælingum var við komið, misgengi,
bergganga og fundarstaði steingervinga.
Tilgáta um uppbyggingu
jarðlagastaflans
Jarðlögum innan Breiðuvíkur og í nálægum
Ijöllum hallar í flestum tilvikum niður í átt
að botni víkurinnar og mynda strikstefnur
jarðlaganna (sem liggja hornrétt á halla jarð-
laganna), utan við botninn, bogalaga sveip
sem bendir til þess að sigmiðja hafí verið
staðsett innarlega í Breiðuvík. Sú ályktun er
dregin að jarðlagastaflinn hafí sigið ofan í
kvikuhólf, sem hafi verið staðsett þar undir, og
myndað öskju. Þar sem jarðlögin sjást bogna
í Víðidalsfjalli og Efrisléttum hafí verið brún
öskjunnar (sjá mynd 28) og hún þá verið í það
minnsta 10 km í þvermál. Svignun þessara
jarðlaga í stað brots þykir benda til þess að
myndun öskjunnar hafí tekið nokkurn tíma og
sigið orðið smám saman við ítrekað streymi
kviku úr kvikuhólfí, en ekki við skyndilegan
atburð í kjölfar stórs eldgoss. Hægt er að
skipta niður jarðlögum á svæðinu annars vegar
eftir því hvort þau eru mynduð áður en (og
e.t.v. meðan) sig átti sér stað, og hins vegar í
öskjufyllingu, sem myndaðist innan öskjunnar
að loknu sigi.
Jarðlagastaflinn norðan til í víkinni hallar
inn í dalinn og sjá má í botni dalsins að hann
liggur undir jarðlögin í suðurhluta hennar. Af
þessu má ráða að þau jarðlög sem liggja neðst
í jarðlagastaflanum yst og nyrst í víkinni séu
þau elstu í Breiðuvík. Halli jarðlaga á norður-
hluta rannsóknarsvæðisins virðist minnka inn
dalinn, en sennileg skýring á því er að halli
verði vægari eftir því sem innar dregur í öskj-
una, þ.e. að hún sé í stórum dráttum skálarlaga
og botn hennar því flatari en hliðarnar. Jarð-
lögin sem mynda neðri hluta staflans norðan
megin eru basísk og ísúr hraun, en vestar (og
ofar í jarðlagastaflanum) hættir ísúrt berg að
61