Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Blaðsíða 65
Berggrunnur Breiðuvíkur
koma fyrir og við taka óreglulegar súrar
bergmyndanir sem sitja ofan á tiltölu-
lega reglulegum hallandi basaltstafla.
Innan um súru myndanirnar hafa
runnið basalthraun. Sennilegt er að
hluti þessara súru eininga sé mynd-
aður undir lok öskjusigsins. Þessar súru
bergmyndanimar hafa mjög áberandi
norðaustlæga stefnu, en sú stefna er
ríkjandi í berggranni þessa landshluta
og er því líklegra að þær hafi komið upp
á sprangu tengdri ríkjandi spennusviði
á svæðinu, en á brotalínu tengdri öskju-
mynduninni. I Moldarbotnum gengur
reglulegi jarðlagastaflinn sem myndar
norðurhluta rannsóknarsvæðisins undir
lítið hallandi öskjufyllingu af ísúram
og basískum hraunlögum. Hvítaijall
er hraungúll sem líklega hefur komið
upp í lok öskjumyndunarinnar eða rétt
eftir hana. Þau hraunlög sem liggja að
gúlnum sunnan og suðaustan hans virð-
ast hafa lagst upp að hlíð hans. Efri
hluti suðurhlíðar Breiðuvíkur er nærþví
hallalaus öskjufylling. I neðstu 200 m
Sólarfjalls ber á óreglu í jarðlagahalla,
sem þó er vægur, auk þess sem þar
koma fyrir þykk setlög. Setlögin benda
til breytinga á umhverfisaðstæðum, að
sjaldnarhafi gosið á svæðinu, eða að aðstæður
til setmyndunar hafi verið góðar. Þessi neðri
og ysti hluti suðurhluta rannsóknarsvæðis-
ins er jarðlagastafli sem myndaðist líklega
fyrir, eða meðan á öskjusigi stóð. Líklegt er
að sá jarðlagastafli komi aftur fram innst í
dalbotninum, þar sem dílabasaltlagið liggur,
og neðri hluti Sólarfj alls sé því í raun efsti,
eða nær því efsti hluti jarðlagastaflans norðan
megin í Breiðuvík. Breytingar á strikstefnu
neðst í fjallinu gætu orsakast af jarðskorpu-
hreyfíngum vegna myndunar öskjunnar um
það leyti sem staflinn var að hlaðast upp eða
þær gefí hreinlega vísbendingar um hvaðan
hraunin vora að renna. Ofan við þennan stafla.
liggur reglulegur tiltölulega lárétt lagskiptur
jarðlagastafli allt úr Sólarfjalli inn að Mold-
arbotnum upp í tæplega 400 m h.y.s. Virðast
aðstæður við þá uppbyggingu hafa verið stöð-
ugri. Setlög koma ekki fyrir milli hraunlaga,
sem bendir til hraðari/stöðugri upphleðslu (eða
verri aðstæðna til setmyndunar) og einu berg-
gerðimar sem koma fyrir ofan þessarar hæðar,
fyrst um sinn, era þóleiítbasalt og ísúr hraun.
Þessi hluti er túlkaður sem öskjufylling. Ofan
á þennan neðsta hluta öskjufyllingarinnar
lagðist þykka flikrabergsmyndunin (mest um
300 m þykk) sem fjöllin Hvítserkur, Leirfjall,
Hákarlshaus og Móhöttur eru að mestu byggð
úr. Vel sést í suðvesturhlíð Hvítserks og við
63