Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Síða 66
Múlaþing
Herjólfsvíkurvarp hvemig flikmbergið, sem
liggur á nokkuð láréttu undirlagi á suðurhluta
rannsóknarsvæðisins, hefur lagst mislægt upp
að hallandi veggjum öskjudældarinnar suð-
vestan, sunnan og suðaustan til á svæðinu.
Ólivínbasaltið sem gengur þar undir mynd-
unina kemur hvergi fram innan jarðlagastafla
Breiðuvíkur. Allt umhverfis og neðan við
flikrubergsmyndunina koma fyrir trjábútar
sem benda til þess að nokkurt upphleðslu-
hlé hafi orðið í myndunarsögunni áður en
gjóskuflóð fór þar yfir og setti af sér flikru-
bergið. Aðeins sést þó í setlag á einum stað á
lagmótunum, en jarðvegur ætti að hafa verið
til staðar fyrir skóg til að þrífast. Efst í flikrn-
bergseiningunni eru ýmist lárétt lagskipt eða
gárótt/skálaga gjóskulög með vikurmolum í.
Myndun gára í gjóskulaginu, og að þær em
nánast samhverfar um langás sinn, bendir til
að gjóskan hafí sest til, eða mótast, í orku-
litlu vatnsumhverfi, s.s. stöðuvatni. Ofan
við flikrubergið, í um 685 m h.y.s., liggur
móberg. Til þess að það hafi myndast hlýtur
sú basaltkvika sem leitaði um ótal sprungur
gegnum flikmbergslagið að hafa komið upp í
stöðuvatn af nokkurri dýpt. Bendir þetta, auk
gárótta gjóskulagsins, eindregið til myndunar
öskjuvatns ofan flikmbergslagsins. í Leirfjalli
kemur fýrir súr gjóska ofan við þá hæð þar
sem móbergið kemur fram og gæti það bent
til þess að hlé hafi orðið á basískri eldvirkni
um tíma, og súr gjóska aftur lagst þar ofan
á. Þessi skömn basískrar og íssúrrar gjósku
er þó mjög staðbundin og dregur það úr lík-
indum slíkrar skýringar. í tindi Móhattar og
Leirfjalls er stærstur hluti þessarar móbergs-
myndunar ummynduð lárétt lagskipt öskulög
(móbergstúff), þó einnig komi fyrir bólstrar
og bólstrabrot, en í Hvítserki samanstendur
móbergsmyndunin eingöngu af ummynduðu
bólstrabrotabergi sem í era heillegir bólstar
og bólstralinsur. Þessum linsum hallar mjög
áberandi niður í átt til norðurs. Þessar ólíku
ásýndir myndunarinnar í fjallstindunum,
sem og það að gangamir em lang þéttastir í
Hvítserki, bendir til þess að rofleif sú, sem
Hvítserkur er, hafi staðið nærri megin gosstað
móbergsmyndunarinnar og miðað við halla
bólstralinsanna hafi hann verið staðsettur
sunnan fjallsins. Rofleifar móbergsins ná upp í
um 775 m h.y.s. sem hlýtur að tákna að askjan
hafí ekki verið full í þeirri hæð fyrst enn var
rými fyrir nægilega djúpt vatn í henni til að
kvika næði ekki að flæða, heldur myndaði
bólstra. Heildarþykkt öskjufyllingarinnar, og
þar með heildarsig öskjunnar, er því a.m.k.
600 m.
Sökum þess að útbreiðsla flikrubergslags-
ins hefúr ekki verið kortlögð út fyrir svæðið
er erfitt að segja til um uppruna þess. Olík-
legt er þó annað en að gosið hafí í eða við
öskjudældina fyrst svo mikið af flikmberginu
safnaðist fýrir í henni. Flikrubergslög þekja
almennt stór svæði, en era þykkari í lægðum,
og gæti meginhluti flikmbergslagsins hafa
sest til innan öskjunnar.
Á nokkmm stöðum hallar þeim annars
lárétta stafla sem myndar öskjufyllinguna
undir flikrubergslaginu. Undir Mosfelli
hallar jarðlögum niður til suðvesturs og í
Moldarbotnum rétt sunnan Hvítafjalls hallar
þeim niður til suðsuðvesturs. Jarðlögum í
Vatnshnjúki, sem líklegast eru hluti öskjufyll-
ingarinnar, hallar suðvestur. Þegar horft er í
vesturhlið Móhattar, um og ofan flikrabergs-
myndunarinnar, virðist jarðlögunum halla
lítillega til norðurs. Hugsanlegt er að aðrar
sigmiðjur hafí verið virkar eftir að megin-
askjan myndaðist og öskjufylling settist til
innan hennar.
Umræður
Askja hefurmyndast í Breiðuvík, innan áhrifa-
svæðis Breiðuvíkureldstöðvar líkt og áður
hafa verið leiddar líkur að (Lúðvík E. Gúst-
afsson o.fl.,1989; Hjörleifur Guttormsson,
2008; Olgeir Sigmarsson, 2011). Sig hefur
orðið á talsvert stóm svæði og markast sú
64