Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Blaðsíða 75
Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1976-2016. Ágrip af 40 ára sögu
haga söfnun í þeirra þágu og sýningum
sem mest í samræmi við það.7
Með þessum orðum rammar Hjörleifur inn
þá sýn að safnastarf á Austurlandi eigi að
byggja upp í formi sérhæfðra og ólíkra safna
með skýra verkaskiptingu, en ekki sem smáar
einingar í hverju byggðalagi sem reyni að
teygja sig yfír mörg svið. Hann taldi að kenna
mætti strjálbýli, erfiðum samgöngum og inn-
byrðis togstreitu í fjórðungnum um að safna-
mál hafi ekki þróast þar sem skyldi.8
Fyrr á árinu 1974 átti sér stað atburður
sem varð til að þrýsta enn frekar á að ráðist
yrði í stofnun héraðsskjalasafns á Austur-
landi. Þeim atburði lýsir Armann Halldórs-
son, fyrsti forstöðumaður Héraðsskjalasafns
Austfirðinga, í frásögn af tildrögum stofnunar
héraðsskjalasafnsins.
A þeim tíma gerðist það, að Anna Guðný
Guðmundsdóttir, ekkja Halldórs Asgríms-
sonar fyrrverandi alþingismanns, gaf hinu
fyrirhugaða safni allan bókakost þeirra
hjóna, um 5000 bindi, með gjafabréfi dag-
settu 17. apríl 1974. Halldór Ásgrímsson
andaðist að heimili sínu í Reykjavík þann 1.
desember 1973, og höfðu þau hjónin áður
ákveðið að gefa bókasafnið til Austurlands,
en ekki búin að ráðstafa því nánar. Kom
því í hlut Önnu og sona þeirra hjónanna
að ákveða það, og völdu þau skjalasafnið
sem viðtakanda.9
Gjafabréfið barst sýslufundi Suður-Múla-
sýslu árið 1974. Um viðtökurnar er bókað
að sýslunefnd þættu skilyrðin ekki sem
aðgengilegust en á hinn bóginn væri útilokað
að hafna gjöfínni. Sýslunefnd bókaði þakkir
fyrir gjöfina og skipaði þriggja manna nefnd
til að annast móttöku hennar og gera nánara
samkomulag um hana.10
Arið 1975 skipaði sýslunefnd Suður-
Múlasýslu tvo menn í stjórn fyrirhugaðs
héraðsskjalasafns en Norður-Múlasýsla
skipaði þann þriðja. Suður-Múlasýsla kostaði
þá rekstur safnsins að 2/3 en Norður-Múla-
sýsla að 1/3, sem skýrir samsetningu stjóm-
arinnar. í aðdraganda stofnunar safnsins voru
fleiri en ein hugmynd á lofti um nafn þess.
Áður en niðurstaða fékkst hafði m.a. komið
til álita að kenna safnið við sýslurnar og nefna
það Héraðsskjalasafn Múlasýslna.11
Hlutverk safnstjórnar var víðtækt til að
byrja með. Ármann Halldórsson lýsir því svo:
Safnstjóm skyldi sjálf kjósa formann, ráða
safnvörð, taka við bókagjöfinni og ganga
frá skilyrðum hennar vegna, annast viðhald
og rekstur safnhússins og safnsins, ráða
mann til að safna skjölum, hafa samband
við þjóðskjalavörð eftir því sem við ætti,
og standa skil á reikningum safnsins, starfs-
skýrslu og gera fjárhagsáætlun.12
Jón Kristjánsson var kjörinn formaður fyrstu
stjórnar héraðsskjalasafnsins, en auk hans
sátu í stjóminni Helgi Gíslason og Ragnar
Magnússon. Ármann Halldórsson var ráðinn
safnvörður frá 1976. Safnið var formlega
stofnað 17. apríl 1976, á áttræðisafmæli
Halldórs Ásgrímssonar, að viðstöddum
gestum m.a. Vilhjálmi Hjálmarssyni þáver-
andi menntamálaráðherra. Sérstök stjóm var
kosin yfír Bókasafn Halldórs og Önnu Guð-
nýjar. I hana vom skipaðir tveir stjórnarmenn
safnsins Jón Kristjánsson og Helgi Gíslason
auk Árna Halldórssonar, fulltrúa gefenda.
Fyrstu starfsárin
Árið 1976 stóð Safnastofnun Austurlands
fýrirþjóðminjasýningu. Einn megintilgangur
hennar var að skapa velvild í garð minja-
söfnunar og gagnvart Minjasafni Austurlands,
sem þá var enn á hrakhólum með húsnæði.13
Þetta framtak hefur vafalítið nýst héraðs-
skjalasafninu þó í starfsskýrslum safnsins
komi fram að fyrstu árin hafi engu að síður
73