Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 77

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 77
Héraðsskjalasafn Austflrðinga 1976-2016. Ágrip af 40 ára sögu safnsins þó fólk væri ráðið til tímabundinna verkefna, oftast til skamms tíma. Tilkoma Menntaskólans á Egilsstöðum, sem hóf starf- semi haustið 1979, hafði nokkur áhrif á héraðs- skjalasafnið. I ársskýrslu safnsins fyrir árið 1979 er þess sérstaklega getið að forstöðu- maður þess hafi í auknum mæli þurft að sinna gestum og afgreiðslu erinda og er það tengt við ásókn menntskælinga í safnið. Armann hélt á þessum tíma bókhald um vinnu sína. I starfsskýrslu ársins 1979 birtist sundurliðun á því hvemig vinnustundunum hans var varið. Þar kemur fram að stærstur hluti tímans fari í skjalavinnu (52%) en aðrir verkþættir sem Ármann tilgreinir em vinna við bókasafnið (17%), afgreiðsla erinda (7%) og ýmislegt (24%). Tveimur árum síðar (1981) segir í starfsskýrslu safnsins að afgreiðsla erinda sé sá verkþáttur sem mestan tíma taki, en þá er engin sundurliðun eins og var fyrir árið 1979. Árið 1985, fyrsta heila starfsár Sigurðar Oskars Pálssonar sem forstöðu- manns, gerir hann grein fyrir störfum sínum. Þar tiltekur Sigurður Oskar afgreiðslu erinda í safninu og afgreiðslu símaerinda íyrst, síðan skjalaskráningu og loks vinnu við bókasafnið. Af framsetningunni má draga þá ályktun að röðun verkþátta sé sett fram samkvæmt umfangi vinnu við hvern og einn, þannig að sá umfangsmesti sé talinn íyrst. Veigamikil breyting á starfsumhverfi héraðsskjalasafnsins átti sér stað undir lok níunda áratugarins og í byrjun þess tíunda. Þegar sýslunefndirnar voru lagðar niður árið 1988 tók Héraðsnefnd Múlasýslna við rekstri héraðsskjalasafnsins.15 Það fyrir- komulag varði þó aðeins í fá ár því árið 1992 var stofnað byggðasamlag um rekstur safnsins.16 Það er enn starfrækt. Byggða- samlagið er í eigu sveitarfélaganna í Múla- sýslum sem frá stofnun samlagsins hafa staðið straum af megninu af rekstrarkostnaði safns- ins. Aðsókn og þjónusta Árið 1980 eru skráðir gestir í safninu alls 260. Tekið er fram í starfsskýrslu þess árs að oft vilji brenna við að gestir gleymi að rita nafn sitt í gestabók svo að gestafjöldinn sé í raun nokkru meiri. Þess sama er getið í flestum starfsskýrslum fram til ársins 2008, þegar tekið var að skrá gestakomur daglega. Af 260 gestum árið 1980 vom um 230 nemendur ME, en í skýrslunni segir að þeir séu einkum að nota bókasafnshluta safnsins. Aðsókn að héraðsskjalasafninu fór vaxandi næstu ár og vom gestir sem rituðu nafn sitt í gestabókina 366 árið 1982. Árið 1985 voru gestir orðnir 492 og byggir sú tala bæði á gestabók og skráningu forstöðumanns. Líkt og árin á undan em menntskælingar tilgreindir sem stærsti notendahópurinn, en í þessari skýrslu er í fyrsta sinn getið um skipulegar ferðir kennara ME með nemendahópa í safnið. Ári síðar (1986) hafði gestum fjölgað enn og voru ársgestir þá 570. Næstu ár hélt skráðum gestum áfram að fjölga jafnt og þétt og árið 1992 voru þeir orðnir 780. Skráðum erindum hafði þá einnig fjölgað vemlega. I starfsskýrslu ársins 1992 gerir Sigurður Oskar grein fyrir þessari fjölgun og telur hana einkum skapast af tvennu, annars vegar vaxandi ættfræðiáhuga í samfélaginu og hins vegar vegna tilkomu fjamáms sem hafí aukið þörfrna fyrir aðgang að fræðiefni, einkum bókum. Á móti bendir Sigurður á að efling bókasafns Menntaskólans á Egilsstöðum hafi dregið úr fjölda heimsókna menntskælinga. Tölur um aðsókn að safninu fram til ársins 2008 em því marki brenndar að þær em mest- megnis (oft eingöngu) byggðar á skráningum í gestabók og því lægri en „raunaðsókn“ í safnið. Uppgefnar tölur í starfsskýrslum frá tíunda áratugnum og frá fyrstu ámm þessara aldar benda til að aðsókn á því tímabili hafi haldist svipuð, oftast á bilinu 500-700 gestir á ári. Árið 2008 er tekin upp skipulegri skráning 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.