Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 78
Múlaþing
Tveirfyrstu forstöðumenn Héraðsskjalasafns Austfirðinga, Sigurður Óskar Pálsson og Armann Halldórsson.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands / myndasafn Gálgáss.
á aðsókn og við það hækka aðsóknartölur
mikið, fara í alls 1797 gesti á árinu. Utan
við þá tölu er aðsókn á einstaka viðburði á
vegum safnsins, en áætlað var að samanlagður
fjöldi gesta á þeim væri vel á fjórða hundrað.
I starfsskýrslu ársins 2008 kemur þó fram að
reyndari starfsmenn safnsins töldu þrátt fyrir
allt að ekki væri um metár að ræða heldur
skýrðist hærri aðsóknartala af bættri skráningu
heimsókna. Næstu ár á eftir var gestafjöldi
á bilinu 1400-1700 manns á ári. Aðsókn að
safninu hefur haldist góð síðustu ár og gesta-
hópurinn er afar fjölbreyttur.
Sigurður Oskar Pálsson getur þess í starfs-
skýrslu ársins 1984, fyrsta ársins sem hann
starfaði við héraðsskjalasafnið, að sér þyki
sumir gestir safnsins misskilja hlutverk þess.
A hann þar við að ýmsir sem komi í safnið,
einkum eldra fólk, afsaki við komu og brott-
för að það sé að ónáða skjalavörðinn. Það sé
fólkið vitanlega ekki að gera því stór þáttur í
starfi skjalavarðarins sé einmitt að taka á móti
gestum og greiða úr erindum þeirra. Þetta
viðhorf átti eftir að breytast með tímanum,
samhliða aukinni þekkingu notenda á eðli og
þjónustu safnsins.
I starfsskýrslu héraðsskjalasafnsins árið
2005 er þjónustu þess við safngesti lýst svo:
Drjúgur tími fer í þjónustu við gesti safnsins
og þá sem senda fyrirspurnir í símbréfum
eða hafa samband í síma. Lögð er áhersla
á að taka vel á móti fólki og aðstoða það
eftir föngum. Erindin eru mismunandi, s.s.
leit að heimildum vegna ritgerðasmíða,
fyrirspurnir um ættfræði eða myndir, leit
að skjölum varðandi jarðir og landamerki
og mætti svo lengi telja. Verkefni skortir
aldrei, heldur bíða þau í hrönnum og alltaf
76