Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Blaðsíða 79
Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1976-2016. Ágrip af 40 ára sögu
má bæta skráningu og upplýsingaleit ekki
síst hvað varðar ljósmyndasafn.17
Sú mynd sem þama er dregin upp af þjón-
ustu við safngesti er í meginatriðum lýsandi
fyrir þennan hluta í starfsemi safnsins næsta
áratuginn, nema hvað tölvupósturinn tók við
af símbréfunum sem helsti samskiptamátinn,
ásamt símanum. En fleiri þættir hafa líka
bæst við þjónustuhlutverkið án þess að sam-
dráttur hafi orðið í hinum eldri. Hér er ótalin
sú þjónusta sem safnið veitir sveitarfélögum
og stofnunum vegna skjalavörslu þeirra.
Þegar kom fram á þessa öld fór móttaka
skólahópa, bæði úr framhalds- og grunn-
skólum, að verða reglubundinn liður í starf-
semi héraðsskjalasafnsins. Oftast voru þær
heimsóknir í samstarfí við Minjasafn Austur-
lands.
Húsnæðis- og geymslumál
Meðal stærstu viðburða í sögu héraðs-
skjalasafnsins frá stofnun þess árið 1976 var
þegar safnið flutti, ásamt Minjasafni Austur-
lands og Bókasafni Héraðsbúa, í núverandi
húsnæði í Safnahúsinu við Laufskóga 1 á
Egilsstöðum. Þeir flutningar áttu sér þó langan
aðdraganda.
Það var árið 1981 sem umræða fór af stað
um þátttöku héraðsskjalasafnsins í byggingu
Safnahúss á Egilsstöðum. Það ár ritaði Jón
Kristjánsson stjórnarformaður héraðs-
skjalasafnsins bréf til sýslunefnda Múlasýslna
þar sem hann hvatti til stuðnings við þátttöku
safnsins í verkefninu. Jón benti m.a. á að þó
þáverandi húsnæði héraðsskjalasafnsins væri
á margan hátt hentugt væri rekstrarkostn-
aður þess mikill og fyrirséð að ráðast þyrfti í
umfangsmiklar endurbætur á því á komandi
árum. Þau vamaðarorð vom ekki ástæðulaus
því í starfsskýrslu safnsins fyrir árið 1986
kemur fram að suðurveggur húsnæðis safnsins
var þá farinn að leka og það skapaði vanda
fyrir starfsemina. Arið 1988 seldu Múlasýslur
húsnæði héraðsskjalasafnsins að Kaupvangi
2 til Kaupfélags Héraðsbúa, en safnið leigði
húsnæðið áfram undir starfsemi sína. í starfs-
skýrslu þessa árs kemur fram að mjög sé tekið
að sneyðast um pláss í húsnæði safnsins.
Fyrsta skóflustungan að Safnahúsinu á
Egilsstöðum vartekin ló.júní 1983. Iupphafi
þess árs tók stjóm héraðsskjalasafnsins form-
lega ákvörðun um þátttöku þess i byggingu
hússins.18 Safnahúsið var lengi í byggingu og
opnaði fyrsta sýning Minjasafnsins þar ekki
fyrr en 27. maí 1996. í byrjun árs 1996 hófust
flutningar héraðsskjalasafnsins á jarðhæð
Safnahússins þar sem það hefúr verið staðsett
síðan. Flutningarnir tóku fjóra mánuði en
héraðsskjalasafnið opnaði formlega í nýju
húsnæði þann 17. apríl 1996, á 20 ára afmælis-
degi safnsins. Sigurður Oskar var þá enn for-
stöðumaður en hann lét af störfum sem slíkur
þann 1. júní og við tók Hrafnkell A. Jónsson.
Hann lýsir breytingunni við flutning héraðs-
skjalasafnsins í Safnahúsið svo:
Langþráðu takmarki var náð 17. apríl
1996 þegar starfsemi safnsins flutti í nýtt
og glæsilegt húsnæði að Laufskógum 1.
Við flutninginn varð gerbylting á aðstöðu
starfsmanna. Um árabil hafði safnið liðið
fyrir þrengsli og óhentugt húsnæði. Af
þeirri ástæðu höfðu [svo] safnast upp í
geymslum mikið magn óflokkaðra og
óskráðra gagna. Nú er langt komið að
flokka og skrá það sem kom úr geymslum.19
En þrátt fyrir breytinguna sótti fljótt í sama
horf varðandi plássleysi. Strax árið 1997
bendir Hrafnkell A. Jónsson á að það sé
bagalegt að ekki sé unnt að aðskilja skráð
og óskráð skjöl í safninu. Þá þegar var í ljár-
hagsáætlun safnsins gert ráð fyrir Ijármunum
til að leigja geymsluhúsnæði. Arið 2000 festi
héraðsskjalasafnið kaup á geymsluskápum
(hjólaskápum) í skjalageymslu safnsins. Þeir
spöruðu mikið pláss í geymslum en engu að
77