Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 81
Héraðsskjalasafn Austfírðinga 1976-2016. Ágrip af 40 ára sögu
Vilhjálmur Hjálmarsson, jyrrum alþingismaður og ráðherra, í rœðustól við formlega opnun Héraðsskjalasafns
Austfirðinga í nýju húsnæði safnsins í Safnahúsinu á Egilsstöðum, þann 17. apríl 1996. Þann dag voru 20 ár liðin
frá því að héraðsskjalasafnið var stofnað en Vilhjálmur var menntamálaráðherra á þeim tíma. Vilhjálmur kom
mikið við sögu héraðsskjalasafnsins, var mikill velunnari safnsins og um árabil einn af fastagestum þess. Eigandi
myndar: Ljósmyndasafn Austurlands/myndasafn vikublaðsins Austra.
stöðum. Hún felur m.a. í sér að ráðist verði í að
ljúka byggingu annarrar burstar Safnahússins.
Nú rúmum 20 árum eftir að héraðs-
skjalasafnið flutti inn í Safnahúsið em fram-
kvæmdir við frekari uppbyggingu þess enn
ekki hafnar þó að starfsemi safnanna í húsinu
hafi fyrir löngu sprengt utan af sér húsnæðið.
Tækniþróun
Búnaður héraðsskjalasafnsins var fábreyttur
fyrstu ár starfsemi þess. Þegar safnið opnaði
voru húsgögn fyrir lesaðstöðu fyrir sex rnanns.
Það var aukið í ijórtán pláss árið 1980. Við
skápa- og hillupláss var bætt jafnt og þétt
eftir því sem umfang safnkostsins jókst. Árið
1978 eignaðist safnið rafmagnsritvél og ljós-
ritunarvél, sem þótti dýr. Örfilmulesari bættist
við tækjakostinn árið 1979 og safnið fékk aðra
slíka vél (notaða) að gjöf frá Þjóðskjalasafni
árið 1985. Sú entist til ársins 1991 og var þá
önnur fengin í hennar stað. Það var svo árið
1988 sem safnið eignaðist sína fyrstu tölvu,
en þau kaup höfðu fyrst komið til tals innan
stjómar safnsins þremur ámm fyrr.20 Mörg ár
er þess getið í starfsskýrslum að ekkert hafí
bæst við tækjakost safnsins og má þar líklega
kenna um vanefnum eða „ofspamaði“ eins og
Sigurður Óskar orðar það á einum stað. Þegar
kom fram á 10. áratuginn urðu væntanlegir
flutningar safnsins í nýtt húsnæði einnig að
ástæðu til að spara í tækjakaupum.
Tölvuskráning bókakosts héraðsskjala-
safnsins í bókasafnskerfíð Feng hófst árið
1996. Sama ár hófst einnig vinna við tölvu-
skráningu skjalasafnsins í File-Maker og
komu starfsmenn Þjóðskjalasafns í heimsókn
í héraðsskjalasafnið vegna þess, auk þess sem
Guðgeir Ingvarsson heimsótti Þjóðskjalasafn
til að afla sér þekkingar við tölvuskráningu.
Árið 2001 eignaðist safnið sinn fyrsta
myndskanna sem bætti þjónustu við notendur
ljósmyndasafnsins til muna. Ári síðar keyptu
héraðsskjalasafnið og minjasafnið skjávarpa,
en hann var keyptur fyrir fé sem söfnin fengu
að gjöf frá Austfírðingafélaginu í Reykjavík.
Fyrsta heimasíða héraðsskjalasafnsins opnaði
árið 1999 (á léninu www.heraust.is sem safnið
hefur notað æ síðan). Ný og endurnýjuð
79