Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Síða 83
Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1976-2016. Ágrip af 40 ára sögu
skylda að taka við. Jafnframt benti Hrafnkell
á að huga þyrfti að því hverju safnið tæki við
af gögnum á öðru formi en pappír, t.d. tölvu-
disklingum, myndbandsupptökum og hljóð-
snældum. Hrafnkell vildi einnig leita eftir
samvinnu héraðsskjalasafnsins og annarra
aðila á Austurlandi sem varðveittu Ijósmynda-
söfn, einkum varðandi tölvuskráningu. Hann
lagði raunar til að umrædd ljósmyndasöfn
yrðu sameinuð undir nafni Ljósmyndasafns
Austurlands. Þá tillögu ítrekaði Hrafnkell í
starfsskýrslum áranna á eftir. Hún varð þó
ekki að veruleika.
Skrif Hrafnkels bera með sér að hann taldi
safnið standa á tímamótum og framundan
væru nýir tímar með nýjum áskorunum,
ekki síst varðandi tækniþróun, þjónustu og
miðlun safnkostsins. Allt kallaði þetta á endur-
skilgreiningu starfsemi héraðsskjalasafnsins
sem yrði að fylgja straum tímans og standa
undir hlutverki sínu gagnvart samfélaginu. í
þessu sambandi vék hann einnig að bókasafns-
hluta safnsins, en um hann segir Hrafnkell
í áðumefndri starfsskýrslu: „Bókasafnið er
síðan sá þáttur starfseminnar sem veldur
nokkrum áhyggjum. Sú kvöð sem fylgir varð-
andi kaup á bókum mun fýrr en síðar sprengja
utan af sér húsnæði safnsins. Fulltrúaráðið
verður að taka afstöðu til þessa máls.“21
Ljósmyndasafn Austurlands
Héraðsskjalasafnið byggði upphaflega á
tveimur meginstoðum - skjalasafni og
bókasafni. En strax á fyrsta áratug starf-
seminnar byggðist þriðja stoðin smám saman
upp. Það er Ljósmyndasafn Austurlands sem
er sameign Héraðsskjalasafns Austfirðinga,
Minjasafns Austurlands og SSA, en er rekið
sem sérstök deild innan héraðsskjalasafnsins.
Héraðsskjalasafninu hefur frá stofnun
borist umtalsvert af ljósmyndum, þar af
mörg stór myndasöfn, og hafa starfsmenn
skjalasafnsins haft veg og vanda af skráningu
þess, umhirðu og afgreiðslu erinda. í hvoru
tveggju á Arndís Þorvaldsdóttir stærstan þátt.
Þekking hennar og yfirsýn yfír ljósmynda-
safnið hefur reynst mörgum gagnleg,
m.a. greinahöfundum í byggðasöguritinu
Múlaþingi og tímaritinu Glettingi, sem og
austfírskum fræðimönnum sem staðið hafa
í útgáfu, að ógleymdum safngestum. Amdís
tók við umsjón ljósmyndasafnsins árið 1996.
í ársskýrslu héraðsskjalasafnsins íýrir það ár
fær ljósmyndasafnið í fyrsta sinn sérstakan
kafla. Má af efni hans ráða að mikil vinna
hefur verið fýrirliggjandi í skráningu og frá-
gangi ljósmynda í vörslu safnsins. A næstu
árum var ráðist í átak við að bæta úr þessu.
Við það batnaði aðgengi að ljósmyndasafninu
mikið og notagildi þess jókst til muna.
Árið 2003 fékk ljósmyndasafnið afhent
ljósmynda- og fílmusafn vikublaðsins Austra,
alls um 20.000 myndir auk fílma. Þetta er
stærsta einstaka afhending til ljósmynda-
safnsins. Mörg fleiri merk ljósmyndasöfn,
bæði frá einstaklingum og félagasamtökum,
tilheyra Ljósmyndasafni Austurlands.
Frá árinu 2008 hefur verið reglulegt sam-
starf milli Austurgluggans og ljósmyndasafns-
ins sem byggist á að blaðið birtir óþekktar
myndir úr safninu. Lesendur eru hvattir til að
koma upplýsingum um myndimar á framfæri
við héraðsskjalasafnið. Með þessu hafa fengist
mjög góðar upplýsingar um flestar þær myndir
sem þannig hafa birtst. Þetta samstarf var
raunar hafíð fýrir 2008 en hefur verið næsta
samfellt síðan þá.
Árið 2010 undirrituðu fulltrúar eigenda
Ljósmyndasafns Austurlands samning um
safnið. Enginn skriflegur samningur var áður
til um safnið og því var umgjörð þess bundin
að miklu leyti við þekkingu starfsmanna og
þær hefðir sem höfðu skapast. Raunar hafði
ávallt ríkt góð sátt um ljósmyndasafnið og
því minni hvati að formbinda starfsemi þess.
Samningurinn endurspeglaði þá stöðu því
hugmyndin að baki hans var að koma á blað
þeim meginreglum sem safnið hafði starfað
81