Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 84
Múlaþing
eftir, m.a. því að allir eigendur ljósmynda-
safnsins leggja því til rekstrarfé árlega og
að myndir sem berast bæði minjasafni og
héraðsskjalasafni ganga til ljósmyndasafnsins.
Arið 2011 hófst samstarfsverkefni um
skönnun og skráningu ljósmynda, sem
sett hefur mikinn svip á starfsemi héraðs-
skjalasafnsins síðari ár. Um það er nánar
ljallað í kaflanum Sérverkefni og samstarf.
Bókasafn Halldórs
og Önnu Guðnýjar
Frá stofnun héraðsskjalasafnsins árið 1976
hefur Bókasafn Halldórs og Önnu Guðnýjar
verið starfrækt innan þess. Lengst af starfsemi
héraðsskjalasafnsins var bóka- og tímarita-
kostur bókasafnsins aðeins ætlaður til nota í
safninu sjálfu, bæði fyrir starfsfólk og gesti.
Útlán voru því fátíð. Umfang safnsins hefur
vaxið jafnt og þétt frá upphafí enda jafnan
verið tryggt fé til endumýjunar þess í fjár-
hagsáætlunum héraðsskjalasafnsins.
Fyrstu 20 árin var skráning bókasafns-
ins á pappír. Árið 1996 hófst skráning
þess í bókasafnskerfið Feng, en Laufey
Eiríksdóttir hjá Skólaskrifstofu Austur-
lands hafði forgöngu að því að bókasöfn á
Austurlandi væru samskráð í kerfið. Með
samskráningunni opnaðist möguleikinn á
að notendur víðsvegar á Austurlandi gætu í
gegnum tölvu skoðað upplýsingar um bóka-
kost safnsins. Sú þróun hélt svo áfram á íyrsta
áratug þessarar aldar með flutningi skrán-
ingar bókasafnsins í bókasafnskerfið Gegni
og birtingu þeirra upplýsinga í vefgáttinni
Leitir.is
I starfsskýrslu ársins 1997 ver Hrafnkell A.
Jónsson þá ákvörðun að tölvuskrá bókasafnið
vegna þeirrar miklu breytingar til batnaðar
sem það hafi leitt af sér fyrir notendur
safnsins. En þetta var dýrt verkefni sem
leiddi til að rekstur bókasafnshluta héraðs-
skjalasafnsins fór langt firam úr ljárhags-
áætlun. Af þessu skapaðist jafnframt umræða
um ljárhagslega stöðu bókasafnsins innan
héraðsskjalasafnsins, m.a. innan stjórnar
Bókasafns Halldórs og Önnu Guðnýjar. Þar
var rætt hvort hluta framlaga til bókasafnsins
skyldi verja til reksturs safnsins en ekki aðeins
til bókakaupa, eins og verið hafði. Þær umleit-
anir mættu hins vegar harðri andstöðu fúlltrúa
gefenda í stjórn bókasafnsins og ekkert varð
frekar úr þeim.
Árið 2001 var viðburðaríkt hvað snerti
bókasafnið. Snemma árs barst héraðs-
skjalasafninu stór bókagjöf úr dánarbúi
Sigmars Magnússonar frá Dölum í Fáskrúðs-
firði. Sigmar lést árið 1999 en hafði áður
ánafnað bókasafni sínu til héraðsskjala-
safnsins. Gjöfin innhélt um 2000 bækur og
var þeim komið fyrir sem sérsafni í einu af
lesherbergjum héraðsskjalasafnsins. Hefur
það frá 1. apríl 2001 borið nafn gefandans
og nefnist Sigmarsstofa. Auk bókanna íylgdu
gjöfmni handrit Sigmars og tölva hans sem
innihélt m.a. mikið af ættfræðiupplýsingum.
Haustið 2001 var að undirlagi Halldórs
Ámasonar, fulltrúa gefenda í stjóm bóka-
safnsins, haldinn fúndur á Skriðuklaustri um
bókasafnið, tilgang þess og möguleika til
að vera gagnlegt í austfirsku menningarlífi.
Halldór hafði árið áður tekið við af föður
sínum Áma Halldórssyni í stjóm Bókasafns
Halldórs og Önnu Guðnýjar. Til fundarins var
boðað fólk sem hafði margvíslega aðkomu
að safninu, m.a. starfsmenn Safnahússins,
sveitarstjórnarfólk og fulltrúar notenda. Á
fundinum voru lögð drög að stefnumótun
fyrir safnið. Sú stefnumótun var þó aldrei
formlega innleidd.
Árið 2008 kom stjóm bókasafnsins saman
í fyrsta skipti síðan 2004. Á þeim fundi
var ákveðið að fela forstöðumanni héraðs-
skjalasafnsins að vinna drög að útlánareglum
og innkaupastefnu fyrir safnið. En formlegar
reglur um þessi efni voru ekki til staðar.
Nýjar útlánareglur voru samþykktar af stjóm
bókasafnsins árið 2009. Árið 2008 var farið að
82