Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 85
Héraösskjalasafn Austfirðinga 1976-2016. Ágrip af 40 ára sögu
Tveir affastagestum héraðsskjalasafnsins til margra ára, Páll Pálsson og Björgvin Geirsson, rýna í safnkostinn
í húsnœði safnsins í Safnahúsinu. Myndin er tekin í janúar árið 2000. Héraðsskjalasafnið hefur frá upphafi notið
þess að eiga sér velgjörðamenn sem hlúð hafa að safninu. Einkum á þetta við þegar kemur að öflun skjala, Ijós-
mynda og bóka. Stjórnarmenn ogfastagestir hafa margir reynst safninu drjúgir í þessum efnum. Eigandi myndar:
Ljósmyndasafn Austurlands.
skrá útlán bóka í bókasafnskerfið Gegni, en
áður hafði tíðkast að skrá útlán í útlánabækur.
Þessi breyting kom til vegna vaxandi útlána
úr safninu. Hin síðari ár hefur áherslan við
innkaup til safnsins verið á fræðilegt efni og
austfírska útgáfu.
I nóvember 2009 samþykktu stjóm héraðs-
skjalasafnsins og aðalfundur fulltrúaráðs
þess nýjar reglur íyrir bókasafnið. I þeim
fólust ýmsar breytingar á umgjörð safnsins
þó einkum varðandi fjárframlög til þess. Eldra
fyrirkomulag hafði lengi verið gagnrýnt,
ekki síst af forsvarsmönnum aðildarsveitar-
félaga safnsins. í því fólst að ijárframlög til
bókasafnins skyldu vera 10% af áætluðu virði
safnsins og skyldi þeim Qármunum eingöngu
varið til kaupa á bókum og tímaritum. Engar
afskriftir voru í þeim útreikningum. Héraðs-
skjalasafnið átti samkvæmt því fyrirkomulagi
að bera allan kostnað af rekstri bókasafnsins
sem fór vaxandi með auknu umfangi bóka- og
tímaritasafnsins. Þetta gerði það að verkum að
bókasafnið lifði sjálfstæðu fjárhagslíft innan
héraðsskjalasafnsins, óháð því hvernig áraði
í rekstri þess og því að stækkandi safn þurfti
sífellt meiri umhirðu. Sá samdráttur og þær
kostnaðaraukningar sem urðu í kjölfar banka-
hrunsins haustið 2008 drógu enn skýrar fram
en áður hversu óheppilegt þetta fýrirkomulag
var orðið. Því var meginbreytingin sem gerð
var haustið 2009 sú að tengja fjárframlög til
bókasafnsins við fjárframlög aðildarsveitar-
félaganna til héraðsskjalasafnsins. Þetta
mál var mikið til umfjöllunar innan stjórnar
héraðsskjalasafnsins árið 2010, eins og
lesa má um í starfsskýrslu þess fyrir það ár.
Eftir ýmsar vendingar í málinu varð niður-
staðan sú að aðalfundur fulltrúaráðs héraðs-
skjalasafnsins árið 2010 samþykkti bókun sem
endurskilgreindi stöðu bókasafnsins innan
héraðsskjalasafnsins. Sú bókun var í samræmi
við aðalfundarsamþykktina frá 2009. Með
þessu var bundinn endi á togstreitu um stöðu
bókasafnsins innan héraðsskjalasafnsins.
83