Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Side 86

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Side 86
Múlaþing Hrafnkell Lárusson og Ólafur Asgeirsson þáverandi þjóðskjalavörður undirrita samning um þátttöku Héraðs- skjalasafns Austfirðinga í verkefni við skráningu manntala. Vinna starfsmanna héraðsskjalasafnsins við verkefnið hófst í mars 2008 enþví lauk í ársbyrjun 2011. Manntölin voru síðar gerð aðgengileg á vefnum www.manntal.is. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands. Sýningar og viðburðir Fyrstu sýningar á vegum héraðsskjalasafnsins er getið í starfsskýrslu þess fýrir árið 1982. Hún var sett upp í tilefni heimsóknar sýslunefnda Norður- og Suður-Múlasýslna og sýslumanna í saínið og var megintilgangurinn að einfalda kynningu á starfsemi safnsins. Sýnd vom skjöl (bæði sýslu- og hreppaskjöl) auk ljósmynda og bóka. Sýningin var sett upp í húsnæði safnsins um vorið og var hún látin standa fram á haust. Annars er lítið getið um sýningahald í starfs- skýrslum safnsins fram til ársins 1996. Þó tók safnið þátt í kynningardegi skjalasafna árið 1992 og segir í starfsskýrslu þess árs að sá viðburður hafi heppnast vel þrátt fyrir erfíðleika við að taka á móti gestum vegna þrengsla í húsakynnum safnsins. Þau vom fyrir flutninga hinn takmarkandi þáttur þegar kom að því að halda viðburði eða sýningar. Eftir að héraðsskjalasafnið flutti í Safna- húsið í Laufskógum árið 1996 hófst samstarf þess og Minjasafns Austurlands og Bókasafns Héraðsbúa um sýningahald og viðburði. Árið 1998 var fyrsta bókavaka Safnahússins haldin og sama ár stóðu söfnin sameiginlega að mánaðarlegum viðburðum í húsinu. Þetta samstarf festist í sessi og dafnaði næstu árin og ól sambúð safnanna í húsinu af sér margvíslega viðburði. Árið 2001 vart.d. mjög viðburðaríkt í Safnahúsinu. Auk menningardags í apríl, þar sem Sigmarsstofa var formlega opnuð, var í maí haldin Ármannsvaka, til heiðurs Ármanni Halldórssyni og rit- og fræðaferli hans. Um sumarið var sett upp sýning til- einkuð austfírskum íþróttamönnum í tilefni af Landsmóti UMFI sem þá var haldið á Egils- stöðum. I nóvember tók héraðsskjalasafnið svo í fýrsta sinn þátt í Norræna skjaladeginum og var einnig þátttakandi í Dögum myrkurs. Síðan hefur héraðsskjalasafnið oftast verið þátttakandi í báðum þessum árlegu viðburðum, auk ýmissa annarra viðburða. Starfsmenn héraðsskjalasafnsins hafa ekki aðeins sett upp sýningar í Safnahúsinu heldur hefur safnið einnig tekið þátt í sýningahaldi annars staðar. Sú nýbreytni var tekin upp árið 84
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.